Fara í efni

Leikvöllur og leiktæki við Varmahlíðarskóla

Málsnúmer 2210298

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 21. fundur - 09.11.2022

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. október 2022 frá stjórn Foreldrafélags Varmahlíðarskóla. Á aðalfundi Foreldrafélags Varmahlíðarskóla sem haldinn var 25. október síðastliðinn, kom fram ábending frá foreldrum um að brýn þörf sé á því að bæta leikvöllinn við skólann, fjölga leiktækjum þar ásamt því að sinna viðhaldi á þeim leiktækjum sem fyrir eru. Vill stjórnin því, fyrir hönd foreldra í Varmahlíðarskóla, fara fram á það að sett verði fjármagn á næsta ári til að bæta og laga leikvöllinn við Varmahlíðarskóla.
Einar E. Einarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.