Fara í efni

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra umsókn - Sjónaukar og upplýsingaskilti við ferðamannaperlur

Málsnúmer 2210303

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 7. fundur - 20.12.2022

Tekið fyrir til kynningar styrkveiting frá Uppbyggingasjóð Norðurlands vestra fyrir verkefnið "Sjónaukar og upplýsingaskilti við ferðamannaperlur". Verkefnið hlaut styrk að fjárhæð 655.000 kr.
Nánar um verkefnið: Til stendur að setja upp sjónauka við fjölfarna ferðamannastaði í Skagafirði. Sjónaukarnir verða festir á staur sem verður varanlega festur niður í jörðu. Lítill útsýnisstallur verður settur undir staurinn. Jafnframt verða sett niður upplýsingaskilti um staðinn sem sjónaukinn beinist að. Ásamt upplýsingum verður á skiltinu svokallaður QR kóði sem mun leiða ferðamanninn inn á upplýsingasíðu þar sem hægt verður að fá nánari upplýsingar um staðinn sem og hljóðleiðsögn eða sögu af svæðinu.