Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd
Dagskrá
Auður Björk Birgisdóttir tók þátt í gegnum fjarfundabúnað.
1.Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2022-2023
Málsnúmer 2212098Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Matvælaráðuneytinu, dagsett 12. desember 2022, vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2022/2023. Úthlutaður byggðakvóti til sveitarfélagsins Skagafjarðar er 145 tonn sem skiptast þannig: Hofsós 15 tonn, Sauðárkrókur 130 tonn. Ráðuneytið óskar eftir rökstuddum tillögum varðandi sérreglur um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga. Tillögum skal skilað fyrir 13. janúar 2023.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 1370/2022 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022/2023 í sveitarfélaginu Skagafirði:
1.
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr., c liðar 1. greinar breytist og verður:
"Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í viðkomandi sveitarfélagi 1. júlí 2022."
2.
Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 14 þorskígildistonn á skip."
3.
Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem er landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. "
4.
Í 6. grein reglugerðarinnar verði veitt undanþága frá löndun til vinnslu. Til vara að bátar undir 50 brúttótonnum fái undanþágu frá löndun til vinnslu.
5.
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins. "
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að senda inn ofangreindar tillögur ásamt rökstuðningi til samþykktar sveitarstjórnar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 1370/2022 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022/2023 í sveitarfélaginu Skagafirði:
1.
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr., c liðar 1. greinar breytist og verður:
"Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í viðkomandi sveitarfélagi 1. júlí 2022."
2.
Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 14 þorskígildistonn á skip."
3.
Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem er landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. "
4.
Í 6. grein reglugerðarinnar verði veitt undanþága frá löndun til vinnslu. Til vara að bátar undir 50 brúttótonnum fái undanþágu frá löndun til vinnslu.
5.
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins. "
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að senda inn ofangreindar tillögur ásamt rökstuðningi til samþykktar sveitarstjórnar.
2.Styrkbeiðni vegna bókakaupa - Lestrarfélag Silfrastaðarsóknar
Málsnúmer 2212019Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni frá Þóru Jóhannesdóttur fyrir hönd Lestrarfélags Silfrastaðasóknar, dagsett þann 24.11.2022. Sótt er um 50.000 kr styrk til bókakaupa.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja lestrarfélagið um umbeðna fjárhæð að þessu sinni. Nefndin beinir því jafnframt til lestrarfélagsins að nýta bókakost Héraðsbókasafns Skagfirðinga, þar sem fjölbreytt lesefni er í boði. Tekið af lið 05890.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja lestrarfélagið um umbeðna fjárhæð að þessu sinni. Nefndin beinir því jafnframt til lestrarfélagsins að nýta bókakost Héraðsbókasafns Skagfirðinga, þar sem fjölbreytt lesefni er í boði. Tekið af lið 05890.
3.Félagsheimilið Héðinsminni - Umsókn um rekstur
Málsnúmer 2207171Vakta málsnúmer
Tekin fyrir samningur milli Skagafjarðar og ahsig ehf um rekstur á félagsheimilinu Héðinsminni. Málið áður á dagskrá á 3. fundi atvinnu-, menningar og kynningarnefndar þann 13. september sl.
Gildir samningurinn til 5 ára.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagðan samning.
Gildir samningurinn til 5 ára.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagðan samning.
4.Styrkbeiðni vegna jólaballs á Ketilási
Málsnúmer 2212004Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Ólafi Jónssyni fyrir hönd Jólatrésnefndar Fljóta 2023 dagsett 30.11.2022.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Jólatrésnefndina um 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Jólatrésnefndina um 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
5.Styrkbeiðni vegna jólaballs
Málsnúmer 2211306Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Akrahrepps dagsett 26.11.2022.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Akrahrepps um fjárhæð 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Akrahrepps um fjárhæð 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
6.Styrkbeiðni vegna jólaballs
Málsnúmer 2211366Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Rípurhrepps dagsett 30.11.2022.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Rípurhrepps um 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Rípurhrepps um 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
7.Styrkbeiðni vegna jólaballs 2022
Málsnúmer 2212025Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Lionsklúbbi Sauðárkróks dagsett 05.12.2022.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja skemmtunina um 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja skemmtunina um 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
8.Styrkumsókn vegna jólaballs
Málsnúmer 2212132Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps dagsett 14.12.2022.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps um fjárhæð 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps um fjárhæð 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
9.Styrkbeiðni vegna jólaballs
Málsnúmer 2212136Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og nágrenni dagsett 15.12.2022.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja íbúasamtökin um 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
Auður Björk Birgisdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja íbúasamtökin um 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
Auður Björk Birgisdóttir vék af fundi undir þessum lið.
10.Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra umsókn - Sjónaukar og upplýsingaskilti við ferðamannaperlur
Málsnúmer 2210303Vakta málsnúmer
Tekið fyrir til kynningar styrkveiting frá Uppbyggingasjóð Norðurlands vestra fyrir verkefnið "Sjónaukar og upplýsingaskilti við ferðamannaperlur". Verkefnið hlaut styrk að fjárhæð 655.000 kr.
Nánar um verkefnið: Til stendur að setja upp sjónauka við fjölfarna ferðamannastaði í Skagafirði. Sjónaukarnir verða festir á staur sem verður varanlega festur niður í jörðu. Lítill útsýnisstallur verður settur undir staurinn. Jafnframt verða sett niður upplýsingaskilti um staðinn sem sjónaukinn beinist að. Ásamt upplýsingum verður á skiltinu svokallaður QR kóði sem mun leiða ferðamanninn inn á upplýsingasíðu þar sem hægt verður að fá nánari upplýsingar um staðinn sem og hljóðleiðsögn eða sögu af svæðinu.
Nánar um verkefnið: Til stendur að setja upp sjónauka við fjölfarna ferðamannastaði í Skagafirði. Sjónaukarnir verða festir á staur sem verður varanlega festur niður í jörðu. Lítill útsýnisstallur verður settur undir staurinn. Jafnframt verða sett niður upplýsingaskilti um staðinn sem sjónaukinn beinist að. Ásamt upplýsingum verður á skiltinu svokallaður QR kóði sem mun leiða ferðamanninn inn á upplýsingasíðu þar sem hægt verður að fá nánari upplýsingar um staðinn sem og hljóðleiðsögn eða sögu af svæðinu.
11.Umsagnarbeiðni Drög að reglum um varðveislu og eyðingu á skjölum úr fjárhagsbókhaldi
Málsnúmer 2212056Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 7. desember 2022 þar sem Þjóðskjalasafn Íslands kynnir til samráðs drög að reglum um varðveislu og eyðingu á skjölum úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila. Umsagnarfrestur er til og með 02.01.2023.
Fundi slitið - kl. 17:20.