Fara í efni

Gjaldskrá grunnskóla 2023

Málsnúmer 2211076

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 8. fundur - 14.11.2022

Lögð fram tillaga að 7,7% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður og síðdegishressing hækka úr 231 krónu í 249 krónur eða um 18 krónur. Hádegisverður í áskrift hækkar úr 479 krónum í 516 krónur eða um 37 krónur. Stök máltíð í hádeginu hækkar úr 623 krónum í 671 krónu eða um 48 krónur. Dvalargjald í heilsdagsskóla (frístund) hækkar úr 276 krónum í 293 krónur eða um 17 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi er óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun. Meiri hluti nefndarinnar samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs. Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.

Byggðarráð Skagafjarðar - 23. fundur - 23.11.2022

Gjaldskrá grunnskóla Skagafjarðar fyrir árið 2023 vísað til byggðarráðs frá 9. fundi fræðslunefndar þann 14. nóvember 2022. Bókun fræðslunefndar er eftirfarandi: "Lögð fram tillaga að 7,7% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður og síðdegishressing hækka úr 231 krónu í 249 krónur eða um 18 krónur. Hádegisverður í áskrift hækkar úr 479 krónum í 516 krónur eða um 37 krónur. Stök máltíð í hádeginu hækkar úr 623 krónum í 671 krónu eða um 48 krónur. Dvalargjald í heilsdagsskóla (frístund) hækkar úr 276 krónum í 293 krónur eða um 17 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi er óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun. Meiri hluti nefndarinnar samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs. Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022

Vísað frá 23. fundi byggðarráðs frá 23. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Gjaldskrá grunnskóla Skagafjarðar fyrir árið 2023 vísað til byggðarráðs frá 9. fundi fræðslunefndar þann 14. nóvember 2022. Bókun fræðslunefndar er eftirfarandi: "Lögð fram tillaga að 7,7% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður og síðdegishressing hækka úr 231 krónu í 249 krónur eða um 18 krónur. Hádegisverður í áskrift hækkar úr 479 krónum í 516 krónur eða um 37 krónur. Stök máltíð í hádeginu hækkar úr 623 krónum í 671 krónu eða um 48 krónur. Dvalargjald í heilsdagsskóla (frístund) hækkar úr 276 krónum í 293 krónur eða um 17 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi er óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun. Meiri hluti nefndarinnar samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs. Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins. Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins."

Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, VG og óháðra óska bókað að þær sitja hjá.