Fara í efni

Steinn land (208710) - Umsókn um landskipti og byggingarreit.

Málsnúmer 2211078

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 13. fundur - 24.11.2022

Annemie J. M. Milissen og Gústav Ferdinand Bentsson, þinglýstir eigendur jarðarinnar Steinn land, (landnr. 208710) Reykjaströnd Skagafirði óska eftir með vísan til laga nr. 81/2004 með síðari breytingum nr. 1459/151, og laga nr. 123/2010, heimild til að stofna 2.899 m2 spildu úr landi jarðarinnar fyrir geymsluhúsnæði.
Óskað er eftir því að útskipta spildan verði skráð annað land (80) og fái heitið/staðfangið Smásteinn.
Framlagður hnitsettur uppdráttur dagsettur 29.10.2022 unnin hjá Áræðni ehf., af Ingvari Gýgjari Sigurðarsyni kt. 020884-3639, gerir grein fyrir erindinu.
Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og skerða ekki landbúnaðarland í I. og II. flokki
Lögbýlaréttur og hlunnindi fylgja áfram jörðinni Steinn land 208710.
Einnig óskað eftir stofnun 2.140 m² byggingarreit fyrir geymsluhúsnæði á umbeðnu útskiptu landi, hámarksbyggingarmagn á byggingarreit 750 m².

Skipulagsnefnd samþykkir umbeðin landskipti en felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarreit að fenginni umsögn Minjavarðar.