Greiðsla fyrir byggingarrétt frístundalóða á Steinsstöðum og aðrir skilmálar
Málsnúmer 2211089
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 6. fundur - 16.11.2022
Vísað frá 21. fundi byggðarráðs frá 9. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Skipulagsnefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum hinn 30.06. 2022 að auglýsa til úthlutunar lóðir nr. 4, 5, 6 og 7. Þær voru auglýstar á vef sveitarfélagsins í ágúst og september 2022. Þinglýst yfirlýsing um stofnun lóða frá 11.02. 2022, sbr. þinglýst yfirlýsing um breytingu dags. 21.06. 2022 gilda um stærð og legu lóðanna. Einn sótti um hverja eftirgreindra lóða: nr. 4, 6 og 7 en enginn um lóð nr. 5. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar hinn 22.09. 2022 var ákveðið að úthluta þeim lóðum sem sótt var um. Fyrirliggjandi eru drög að svari skipulagsfulltrúa til umsækjendanna sem er ætlað að fela í sér skilmála um lóðirnar, m.a. eftirfarandi: Að hver umsækjendanna greiði sveitarfélaginu 1.000.000 kr. byggingarréttargjald sem felur í sér greiðslu fyrir eiginlegan byggingarrétt, greiðslu vegna vegagerðar og greiðslu fyrir skipulagsvinnu hverrar lóðar. Verður þ.a.l. ekki krafist frekara gjalds af umræddum lóðum vegna þess kostnaðar sem þegar liggur í vegagerðinni. Um greiðslu gjalds vegna síðari gatnagerðar eða viðhalds vegar gildi almennar reglur. Venjuleg byggingarleyfisgjöld og tengigjöld eru skv. gjaldskrám sveitarfélagsins og Skagafjarðarveitna. Vegur um svæðið verði í eigu sveitarfélagsins og veghald á þess herðum (viðhald) þar til annað er ákveðið. Ekki er gert ráð fyrir vetrarþjónustu vegar af hálfu sveitarfélagsins. Rotþrær verði í eigu einstakra lóðarhafa en tæming gegn tæmingargjaldi skv. gjaldskrá sveitarfélagsins. Vatnsöflun verði á vegum Skagafjarðarveitna og verður greitt skv. gjaldskrá. Þar til deiliskipulag hefur verið gert er gert ráð fyrir að lóðarblöð mæli fyrir um skilmála, sem og gildandi aðalskipulag. Til hliðsjónar þá gera ósamþykkt drög að lóðayfirliti og skilmálum um lóðir nr. 1-8 (lögð fyrir fund skipulagsnefndar 30.06. 2022) ráð fyrir að reisa megi allt að 5 hús á hverri lóð, en gætt skuli að hámarksbyggingarmagni, að hámarkshæð geti verið allt að 7 metrar frá gólfi jarðhæðar í þakmæni, þakgerðir séu valfrjálsar, sem og mænisstefna/afstaða húsa. Gera má ráð fyrir að gólfkvótar miðist við legu lands en verði endanlega áðkveðnir í samráði við skipulags- og/eða byggingarfulltrúa. Það er þó skipulagsnefndar/sveitarstjórnar að ákveða um slíkt. Jafnframt gildi úthlutunarreglur sveitarfélagsins fyrir byggingarlóðir. Lóðarleigusamningur verði gerður þegar framkvæmdir eru hafnar í skilningi 12.1. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins um byggingarlóðir. Þeir verði ótímabundnir og mæli fyrir um ársleigu skv. gjaldskrá sveitarfélagsins, nú 3%. Byggðarráð samþykkir að lóðunum sé úthlutað til umsækjenda sem undirgangast þá skilmála sem að framan getur. Byggðarráð samþykkir jafnframt að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar".
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
"Skipulagsnefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum hinn 30.06. 2022 að auglýsa til úthlutunar lóðir nr. 4, 5, 6 og 7. Þær voru auglýstar á vef sveitarfélagsins í ágúst og september 2022. Þinglýst yfirlýsing um stofnun lóða frá 11.02. 2022, sbr. þinglýst yfirlýsing um breytingu dags. 21.06. 2022 gilda um stærð og legu lóðanna. Einn sótti um hverja eftirgreindra lóða: nr. 4, 6 og 7 en enginn um lóð nr. 5. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar hinn 22.09. 2022 var ákveðið að úthluta þeim lóðum sem sótt var um. Fyrirliggjandi eru drög að svari skipulagsfulltrúa til umsækjendanna sem er ætlað að fela í sér skilmála um lóðirnar, m.a. eftirfarandi: Að hver umsækjendanna greiði sveitarfélaginu 1.000.000 kr. byggingarréttargjald sem felur í sér greiðslu fyrir eiginlegan byggingarrétt, greiðslu vegna vegagerðar og greiðslu fyrir skipulagsvinnu hverrar lóðar. Verður þ.a.l. ekki krafist frekara gjalds af umræddum lóðum vegna þess kostnaðar sem þegar liggur í vegagerðinni. Um greiðslu gjalds vegna síðari gatnagerðar eða viðhalds vegar gildi almennar reglur. Venjuleg byggingarleyfisgjöld og tengigjöld eru skv. gjaldskrám sveitarfélagsins og Skagafjarðarveitna. Vegur um svæðið verði í eigu sveitarfélagsins og veghald á þess herðum (viðhald) þar til annað er ákveðið. Ekki er gert ráð fyrir vetrarþjónustu vegar af hálfu sveitarfélagsins. Rotþrær verði í eigu einstakra lóðarhafa en tæming gegn tæmingargjaldi skv. gjaldskrá sveitarfélagsins. Vatnsöflun verði á vegum Skagafjarðarveitna og verður greitt skv. gjaldskrá. Þar til deiliskipulag hefur verið gert er gert ráð fyrir að lóðarblöð mæli fyrir um skilmála, sem og gildandi aðalskipulag. Til hliðsjónar þá gera ósamþykkt drög að lóðayfirliti og skilmálum um lóðir nr. 1-8 (lögð fyrir fund skipulagsnefndar 30.06. 2022) ráð fyrir að reisa megi allt að 5 hús á hverri lóð, en gætt skuli að hámarksbyggingarmagni, að hámarkshæð geti verið allt að 7 metrar frá gólfi jarðhæðar í þakmæni, þakgerðir séu valfrjálsar, sem og mænisstefna/afstaða húsa. Gera má ráð fyrir að gólfkvótar miðist við legu lands en verði endanlega áðkveðnir í samráði við skipulags- og/eða byggingarfulltrúa. Það er þó skipulagsnefndar/sveitarstjórnar að ákveða um slíkt. Jafnframt gildi úthlutunarreglur sveitarfélagsins fyrir byggingarlóðir. Lóðarleigusamningur verði gerður þegar framkvæmdir eru hafnar í skilningi 12.1. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins um byggingarlóðir. Þeir verði ótímabundnir og mæli fyrir um ársleigu skv. gjaldskrá sveitarfélagsins, nú 3%. Byggðarráð samþykkir að lóðunum sé úthlutað til umsækjenda sem undirgangast þá skilmála sem að framan getur. Byggðarráð samþykkir jafnframt að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar".
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Einn sótti um hverja eftirgreindra lóða: nr. 4, 6 og 7 en enginn um lóð nr. 5. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar hinn 22.09. 2022 var ákveðið að úthluta þeim lóðum sem sótt var um.
Fyrirliggjandi eru drög að svari skipulagsfulltrúa til umsækjendanna sem er ætlað að fela í sér skilmála um lóðirnar, m.a. eftirfarandi:
Að hver umsækjendanna greiði sveitarfélaginu 1.000.000 kr. byggingarréttargjald sem felur í sér greiðslu fyrir eiginlegan byggingarrétt, greiðslu vegna vegagerðar og greiðslu fyrir skipulagsvinnu hverrar lóðar. Verður þ.a.l. ekki krafist frekara gjalds af umræddum lóðum vegna þess kostnaðar sem þegar liggur í vegagerðinni. Um greiðslu gjalds vegna síðari gatnagerðar eða viðhalds vegar gildi almennar reglur. Venjuleg byggingarleyfisgjöld og tengigjöld eru skv. gjaldskrám sveitarfélagsins og Skagafjarðarveitna.
Vegur um svæðið verði í eigu sveitarfélagsins og veghald á þess herðum (viðhald) þar til annað er ákveðið. Ekki er gert ráð fyrir vetrarþjónustu vegar af hálfu sveitarfélagsins. Rotþrær verði í eigu einstakra lóðarhafa en tæming gegn tæmingargjaldi skv. gjaldskrá sveitarfélagsins. Vatnsöflun verði á vegum Skagafjarðarveitna og verður greitt skv. gjaldskrá.
Þar til deiliskipulag hefur verið gert er gert ráð fyrir að lóðarblöð mæli fyrir um skilmála, sem og gildandi aðalskipulag.
Til hliðsjónar þá gera ósamþykkt drög að lóðayfirliti og skilmálum um lóðir nr. 1-8 (lögð fyrir fund skipulagsnefndar 30.06. 2022) ráð fyrir að reisa megi allt að 5 hús á hverri lóð, en gætt skuli að hámarksbyggingarmagni, að hámarkshæð geti verið allt að 7 metrar frá gólfi jarðhæðar í þakmæni, þakgerðir séu valfrjálsar, sem og mænisstefna/afstaða húsa. Gera má ráð fyrir að gólfkvótar miðist við legu lands en verði endanlega áðkveðnir í samráði við skipulags- og/eða byggingarfulltrúa. Það er þó skipulagsnefndar/sveitarstjórnar að ákveða um slíkt.
Jafnframt gildi úthlutunarreglur sveitarfélagsins fyrir byggingarlóðir. Lóðarleigusamningur verði gerður þegar framkvæmdir eru hafnar í skilningi 12.1. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins um byggingarlóðir. Þeir verði ótímabundnir og mæli fyrir um ársleigu skv. gjaldskrá sveitarfélagsins, nú 3%.
Byggðarráð samþykkir að lóðunum sé úthlutað til umsækjenda sem undirgangast þá skilmála sem að framan getur. Byggðarráð samþykkir jafnframt að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.