VG og Óháð ásamt Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu til félagsmála- og tómstundanefndar: " Að núverandi aldurstakmark úthlutunar hvatapeninga reglna verði breytt úr 5-18 ára í 0-18 ára.
Sveitarfélagið Skagafjörður er heilsueflandi samfélag og ætti því að stuðla að jöfnum tækifærum fyrir öll börn Skagafjarðar til að stunda skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Jöfnuður ætti því að gilda í úthlutun hvatapeninga og öll börn ættu því að eiga rétt á úthlutun hvatapeninga ".
Fulltrúar meirihlutans óska bókað:
Samkvæmt nýlegri könnun verðlagseftirlits ASÍ á styrkjum til tómstundastarfs á meðal 20 stærstu sveitarfélaga landsins þá hafa frístundastyrkir hækkað hlutfallslega mest hjá sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2020, eða um 60%, og eru hvatapeningar nú að upphæð 40 þúsund krónur á ári. Hvatapeningar í Skagafirði taka til barna frá og með því ári sem 5 ára aldri er náð, til og með því ári sem 18 ára aldri er náð. Hvatapeninga í Skagafirði er hægt að nýta til að greiða niður æfinga-/þátttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga. Upphæð hvatapeninga í Skagafirði er um miðbik þeirrar fjárhæðar sem framangreind sveitarfélög eru með í styrki til frístundastyrkja en af þeim sveitarfélögum sem á annað borð bjóða upp á slíka styrki er fjárhæðin frá 10 þúsund krónum á ári og upp í 56 þúsund krónur á ári. Hæstu styrkirnir eru veittir hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þar sem iðkendagjöld barna eru að jafnaði mun hærri en gerist víða á landsbyggðinni. Af þeim 20 sveitarfélögum sem verðlagskönnun ASÍ nær til eru langflest þeirra 18 sveitarfélaga sem á annað borð bjóða upp á frístundastyrki með aldursviðmið frá 5 eða 6 ára aldri, eða 13 sveitarfélög. Eitt sveitarfélag er með viðmið frá 4 ára aldri og fjögur sveitarfélög með viðmið frá 0-2 ára aldri. Af þessu má sjá að vel er staðið að stuðningi við íþrótta-, lista- og tómstundastarf í Skagafirði þar sem fjölmargir aðilar leggja sig fram um að bjóða upp á fjölbreytta starfsemi á sanngjörnum kjörum.
Tillagan er felld með 2 atkvæðum meirihlutans.
Fulltrúar VG og Óháðra og Byggðalistans óska bókað:
Okkur þykir afar miður að öll börn í Skagafirði sitji ekki við sama borð þegar kemur að úthlutun hvatapeninga sem skilar mismunun en ekki jöfnuð. Það er ekki skrítið að hvatarpeningar hafi hlutfallslega hækkað mest í sveitarfélaginu Skagafirði þar sem þeir voru 8.000 kr. frá upphafi úthlutunar hvatapeninga til ársins 2018 þar sem þeir voru hækkaðir upp í 25.000 kr. og svo árið 2020 í 40.000 kr. Vissulega var tekið stórt stökk í hækkun hvatarpeninga enda var löngu kominn tími til þess. Samkvæmt tölum frístundastjóra má glögglega sjá að margar tómstunda- og íþróttagreinar eru í boði fyrir 5 ára og yngri. Einnig má sjá að um 20-30 börn á þeim aldri nýta sér samveru með foreldrum sínum í þeim greinum sem í boði eru. Það væri ángæjulegt ef heilsueflandi- og fjölskylduvænn Skagafjörður væri leiðandi í þessum málum í stað þess að vera meðaltal annarra sveitarfélaga.
Sveitarfélagið Skagafjörður er heilsueflandi samfélag og ætti því að stuðla að jöfnum tækifærum fyrir öll börn Skagafjarðar til að stunda skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Jöfnuður ætti því að gilda í úthlutun hvatapeninga og öll börn ættu því að eiga rétt á úthlutun hvatapeninga ".
Fulltrúar meirihlutans óska bókað:
Samkvæmt nýlegri könnun verðlagseftirlits ASÍ á styrkjum til tómstundastarfs á meðal 20 stærstu sveitarfélaga landsins þá hafa frístundastyrkir hækkað hlutfallslega mest hjá sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2020, eða um 60%, og eru hvatapeningar nú að upphæð 40 þúsund krónur á ári. Hvatapeningar í Skagafirði taka til barna frá og með því ári sem 5 ára aldri er náð, til og með því ári sem 18 ára aldri er náð. Hvatapeninga í Skagafirði er hægt að nýta til að greiða niður æfinga-/þátttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga.
Upphæð hvatapeninga í Skagafirði er um miðbik þeirrar fjárhæðar sem framangreind sveitarfélög eru með í styrki til frístundastyrkja en af þeim sveitarfélögum sem á annað borð bjóða upp á slíka styrki er fjárhæðin frá 10 þúsund krónum á ári og upp í 56 þúsund krónur á ári. Hæstu styrkirnir eru veittir hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þar sem iðkendagjöld barna eru að jafnaði mun hærri en gerist víða á landsbyggðinni.
Af þeim 20 sveitarfélögum sem verðlagskönnun ASÍ nær til eru langflest þeirra 18 sveitarfélaga sem á annað borð bjóða upp á frístundastyrki með aldursviðmið frá 5 eða 6 ára aldri, eða 13 sveitarfélög. Eitt sveitarfélag er með viðmið frá 4 ára aldri og fjögur sveitarfélög með viðmið frá 0-2 ára aldri.
Af þessu má sjá að vel er staðið að stuðningi við íþrótta-, lista- og tómstundastarf í Skagafirði þar sem fjölmargir aðilar leggja sig fram um að bjóða upp á fjölbreytta starfsemi á sanngjörnum kjörum.
Tillagan er felld með 2 atkvæðum meirihlutans.
Fulltrúar VG og Óháðra og Byggðalistans óska bókað:
Okkur þykir afar miður að öll börn í Skagafirði sitji ekki við sama borð þegar kemur að úthlutun hvatapeninga sem skilar mismunun en ekki jöfnuð.
Það er ekki skrítið að hvatarpeningar hafi hlutfallslega hækkað mest í sveitarfélaginu Skagafirði þar sem þeir voru 8.000 kr. frá upphafi úthlutunar hvatapeninga til ársins 2018 þar sem þeir voru hækkaðir upp í 25.000 kr. og svo árið 2020 í 40.000 kr. Vissulega var tekið stórt stökk í hækkun hvatarpeninga enda var löngu kominn tími til þess.
Samkvæmt tölum frístundastjóra má glögglega sjá að margar tómstunda- og íþróttagreinar eru í boði fyrir 5 ára og yngri. Einnig má sjá að um 20-30 börn á þeim aldri nýta sér samveru með foreldrum sínum í þeim greinum sem í boði eru.
Það væri ángæjulegt ef heilsueflandi- og fjölskylduvænn Skagafjörður væri leiðandi í þessum málum í stað þess að vera meðaltal annarra sveitarfélaga.