Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. nóvember 2022 frá Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélagsins varðandi óánægju leigutaka beitar- og ræktunarlanda í og við Hofsós með gjaldskrá leigunnar. Landbúnaðarnefnd vísar til þess að landleiga er ákveðin af byggðarráði sveitarfélagsins á hverju ári og staðfest af sveitarstjórn. Nefndin telur að gjaldskráin sé hófleg miðað við það verð sem er á almennum markaði í héraðinu.
Landbúnaðarnefnd vísar til þess að landleiga er ákveðin af byggðarráði sveitarfélagsins á hverju ári og staðfest af sveitarstjórn. Nefndin telur að gjaldskráin sé hófleg miðað við það verð sem er á almennum markaði í héraðinu.