Fara í efni

Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2023

Málsnúmer 2211252

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 8. fundur - 24.11.2022

Vegna verðlagsþróunar er lagt til að gjaldskrá Skagafjarðarhafna hækki um 7,7% frá og með 1. janúar 2023.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.

Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.

Byggðarráð Skagafjarðar - 25. fundur - 07.12.2022

Lögð fram gjaldskrá fyrir Sauðárkróks- og Hofsóshöfn fyrir árið 2023 sem vísað var til byggðarráðs samkvæmt bókun 5. fundar veitunefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram gjaldskrá fyrir Sauðárkróks- og Hofsóshöfn fyrir árið 2023 sem vísað var til byggðarráðs samkvæmt bókun 5. fundar veitunefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.