Fara í efni

Sölvanes (146238) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2211305

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 15. fundur - 15.12.2022

Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson fyrir hönd Smiðjugrundar ehf. þinglýsts eiganda jarðarinnar Sölvanes (landnúmer 146238) Skagafirði sækja um leyfi til að skipta 5.000 m² sumarhúsalóð út úr jörðinni.
Óskað er eftir því að útskipta spildan fái heitið/ staðfangið Vinagerði.
Landið er án húsa og annarra mannvirkja.
Framlagður yfirlits/afstöðuppdráttur í verki “Sölvanes, Skagafirði" fylgir. Yfirferðarréttur er niður meðfram merkjagirðingu Sölvaness að sunnanverðu, niður á tengiveg milli Sölvaness og Kornár. Einnig er sótt um lausn landsins úr landbúnaðarnotkun.
Landskiptin og breyting á landnotkun hafa óveruleg áhrif á búrekstarskilyrði og skerða ekki ræktunarmöguleika á landbúnaðarlandi í flokki I. og II. skv. Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Sölvanes, landnúmer 146238. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146238.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.