Fara í efni

Skipulagsnefnd

15. fundur 15. desember 2022 kl. 10:00 - 11:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Eyþór Fannar Sveinsson aðalm.
  • Pétur Örn Sveinsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Sauðárkrókskirkjugarður - Deiliskipulag

Málsnúmer 2204124Vakta málsnúmer

Anna Kristín Guðmundsdóttir frá Teiknistofu Norðurlands kynnti kynningarmyndband fyrir deiliskipulagstillögu fyrir Sauðárkrókskirkjugarð.
Kynningarmyndbandið verður sýnt á heimasíðu sveitarfélagsins sem og fésbókarsíðu þess mánudaginn 19. desember. Opið verður fyrir athugasemdir almennings í 3 vikur frá birtingu þess eða til 9. janúar 2023.
Samráð var haft við sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju vegna deiliskipulagstillögunnar og er nefndin sátt við tillöguna.
Skipulagsnefnd samþykkir að kynna deiliskipulagið á vinnslustigi með kynningarmyndbandinu og óska eftir ábendingum við tillöguna skv.
3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Lóðarumsókn - Hótel við Faxatorg

Málsnúmer 2212100Vakta málsnúmer

Eyjólfur Þórarinsson hjá Stoð ehf. verkfræðistofu leggur inn fyrir hönd Hymir ehf. umsókn um lóð fyrir 60-80 herbergja hótel á Flæðunum við Faxatorg.
Skipulagsnefnd býður forsvarsfólki fyrirtækisins Hymir efh. að koma á fund nefndarinnar til að kynna möguleg áform sín.

3.Sölvanes (146238) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2211305Vakta málsnúmer

Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson fyrir hönd Smiðjugrundar ehf. þinglýsts eiganda jarðarinnar Sölvanes (landnúmer 146238) Skagafirði sækja um leyfi til að skipta 5.000 m² sumarhúsalóð út úr jörðinni.
Óskað er eftir því að útskipta spildan fái heitið/ staðfangið Vinagerði.
Landið er án húsa og annarra mannvirkja.
Framlagður yfirlits/afstöðuppdráttur í verki “Sölvanes, Skagafirði" fylgir. Yfirferðarréttur er niður meðfram merkjagirðingu Sölvaness að sunnanverðu, niður á tengiveg milli Sölvaness og Kornár. Einnig er sótt um lausn landsins úr landbúnaðarnotkun.
Landskiptin og breyting á landnotkun hafa óveruleg áhrif á búrekstarskilyrði og skerða ekki ræktunarmöguleika á landbúnaðarlandi í flokki I. og II. skv. Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Sölvanes, landnúmer 146238. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146238.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.


4.Borgarröst 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2212024Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi upplýsir að byggingarfulltrúi Skagafjarðar hafi, m.v.t. 10. gr. l. 160/2010, leitað umsagnar vegna umsóknar frá Einari I. Ólafssyni f.h. Friðriks Jónssonar ehf. um leyfi til að byggja iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði, ásamt tengibyggingu á lóðunum nr. 6 og 8 við Borgarröst á Sauðárkróki. Í umsögn til byggingarfulltrúa hafi athygli hans verið vakin á því að þar sem svæðið sé ekki deiliskipulagt þurfi annað hvort að ráðast í gerð deiliskipulags eða að grenndarkynna framkvæmdina áður en viðkomandi byggingarleyfi sé veitt.
Aðaluppdrættir gerðir af Bjarna Reykjalín arkitekt, dagsettir 29. nóvember 2022 liggja frammi á fundinum og eru þeir yfirfarnir af nefndarmönnum á fundinum.
Skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé í samræmi við gildandi aðalskipulag og auk þess í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar á svæðinu. Áður hafi lóðarhöfum í viðkomandi skipulagsreit verið heimilað að sameina lóðir með líkum hætti og gert ráð fyrir í því tilviki sem liggur fyrir.
Með vísan til þessa og þar sem ekki liggi fyrir deiliskipulag leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að fram fari grenndarkynning skv. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Grenndarkynnt yrði fyrir Borgarröst nr. 4, 5 og Borgartúni nr. 8.

5.Háeyri 8 - Lóðarmál

Málsnúmer 2105068Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bókun frá 27. fundi Byggðaráðs Skagafjarðar frá 14.12.2022:
“Fyrir fundinum liggja drög að samningi á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar og Krókfisks ehf. kt. 680403-2440 um að sveitarfélagið leysi til sín lóðina að Háeyri 8, sem félagið er lóðarhafi að skv. lóðarleigusamningi dags. 10.12. 2004. Samningurinn var gerður í kjölfar þess að sveitarfélagið hóf innlausnarmál vegna lóðarinnar á grundvelli þess að ekki hafi verið byggt á henni innan tilskilins frests. Samkomulagið gerir ráð fyrir að lóðarhafa verði endurgreidd gatnagerðargjöld (A-gjald) sem hann greiddi til sveitarfélagsins árið 2000.

Umræddur samningur var gerður með fyrirvara um endanlegt samþykki þeirra stjórnsýslueininga sveitarfélagsins Skagafjarðar sem reglur sveitarfélagsins krefja. Þar sem lóðin er á svæði Sauðárkrókshafnar er gert ráð fyrir að umhverfis- og samgöngunefnd þurfi að samþykkja innlausnina, auk byggðarráðs.

Byggðarráð samþykkir innlausnina fyrir sitt leyti og að byggingarréttur að lóðinni gangi til eignasjóðs. Byggðarráð felur jafnframt sveitarstjóra að greiða framangreindum lóðarhafa umsamið innlausnarverð gegn undirritun lóðarhafa á skjal sem færir eingarrétt að bygginarrétti lóðarinnar yfir á sveitarfélagið, þegar fyrir liggur staðfesting sveitarstjórnar á ráðgerðri ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar um að samþykkja samninginn."

Þar sem lóðinni Háeyri 8 hefur verið skilað inn fellur skipulagsnefnd frá fyrirhugaðri grenndarkynningu vegna málsins.

6.Borgarflöt 29 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1901272Vakta málsnúmer

Í bréfi skipulagsfulltrúa til lóðarhafa, framangreindrar lóðar dags. 28.10.2022, sem er fyrirliggjandi á fundinum, var boðað að úthlutun lóðarinnar yrði felld niður komi ekki fram andmæli og tímasett áætlun, innan fjögurra vikna frá dagsetningu bréfsins, um úrbætur á vanrækslu á að sækja um byggingarleyfi og hefja framkvæmdir á lóðinni. Skipulagsfulltrúi greinir frá samskiptum við lóðarhafa sem hafi óskað eftir frekari frestum, til 09.12. 2022, til þess að koma fram með umædda tímasetta áætlun. Þeim frestum hafi skipulagsfulltrúi hafnað en ítrekað við lóðarhafa mikilvægi þess að umrædd tímasett áætlun yrði lögð fram innan tilskilins frests. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir um að leggja fram umbeðna tímasetta áætlun hafi lóðarhafi ekki verið orðið við þeim.
Þar sem andmæli eru ekki komin fram sem breyta áðurgreindri fyrirætlan að fella niður umrædda úthlutun ákveður skipulagsnefnd, með vísan til greinar 10.4 í reglum um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu, að fella niður úthlutun lóðarinnar Borgarflöt 29. Fellur byggingarréttur lóðarinnar aftur til sveitarfélgsins við staðfestingu sveitarstjórnar á þessari ákvörðun. Jafnframt ákveður skipulagsnefnd m.v.t. 1. gr. framangreindra úthlutunarreglna að umræddri lóð skuli, við fyrstu hentugleika, ráðstafað með almennum hætti. Skuli skipulagsfulltrúi því auglýsa lóðina sem fyrst á nýju ári. Komi fram fleiri en ein umsókn í lóðina innan þess tveggja vikna frests sem um ræðir í grein 2.1 í reglunum skuli haft samráð við nefndina um hvort hún setji ítarlegri ákvæði eða skilmála við úthlutun lóðarinnar, sbr. gr. 2.5 í reglunum.

7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 8

Málsnúmer 2211011FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 8 þann 11.11.2022.

8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 9

Málsnúmer 2211030FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 9 þann 1.12.2022.

Fundi slitið - kl. 11:00.