Lagt fram bréf dagsett 18. nóvember 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi kjaraviðræður - undirritun umboðs og samkomulags vegna öflunar upplýsinga með rafrænum hætti (gagnalón). Samband íslenskra sveitarfélaga fer með fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd þeirra sveitarfélaga sem til þess veita umboð sitt. Gildistími allra kjarasamninga sveitarfélaga rennur út á næsta ári. Sambandið undirbýr nú kjaraviðræður við 62 stéttarfélög starfsmanna sveitarfélaga. Hluti af þeim undirbúningi er að endurnýja fullnaðarumboð sambandsins ásamt því að safna upplýsingum um laun og önnur starfskjör starfsmanna hlutaðeigandi sveitarfélaga/stofnana. Af þessu tilefni óskar Samband íslenskra sveitarfélaga eftir endurnýjuðu fullnaðarumboði til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Skagafjarðar. Umboðið felur m.a. í sér skuldbindingu Skagafjarðar til að afhenda sambandinu upplýsingar um laun og önnur starfskjör starfsmanna sveitarfélagsins með rafrænum hætti, eða í gegnum svokallað gagnalón. Einnig er óskað eftir heimild sveitarfélagsins til að ópersónurekjanleg launagögn starfsmanna þess verði afhent viðkomandi heildarsamtökum launþega sem um það gera samkomulag við sambandið. Byggðarráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir einnig nauðsynlega upplýsingagjöf vegna kjarasamningsgerðarinnar í samræmi við beiðni sambandsins svo fremi að fyllstu persónuverndarsjónarmiða verði gætt.
Byggðarráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir einnig nauðsynlega upplýsingagjöf vegna kjarasamningsgerðarinnar í samræmi við beiðni sambandsins svo fremi að fyllstu persónuverndarsjónarmiða verði gætt.