Helgi Jóhann Sigurðsson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Reynistaður, landnúmer 145992 óska eftir heimild til að stofna 4.513 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Reynistaður 3“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 779803 útg. 22. nóv. 2022. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10). Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu. Landskipti og breyting á landnotkun hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki ræktunarmöguleika á landbúnaðarlandi í flokki I. og II. skv. aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Landskipti eru í samræmi við gildandi aðalskipulag. Landheiti vísar til upprunajarðar með næsta lausa staðgreini. Innan útskiptrar spildur er matshluti 03 sem er 352,1 m² íbúðarhús byggt árið 1935. Matshluti þessi skal fylgja útskiptri spildu. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Reynistað, L145992. Yfirferðarréttur að útskiptri spildu er um heimreið í landi Reynistaðar, L145992, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðumynd. Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Afmörkun útskiptrar spildu nær að óhnitsettri afmörkun Reynistaðakirkju, L145993, og Reynistaðar lands, L189285. Ekki er sótt um staðfestingu á hnitsettri afmörkun þessara landeigna með þessum landskiptum. Afmörkun Reynistaðar lands, L189285, er teiknuð skv. lýsingu í þinglýstu skjali nr. 885/1999. Kvöð um yfirferðarrétt, 2 m breiðs gangstígs, frá Reynistað landi að kirkjugarði eins og lýst er í þinglýstu skjali nr. 885/1999 fylgir útskiptri spildu.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu. Landskipti og breyting á landnotkun hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki ræktunarmöguleika á landbúnaðarlandi í flokki I. og II. skv. aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Landskipti eru í samræmi við gildandi aðalskipulag.
Landheiti vísar til upprunajarðar með næsta lausa staðgreini.
Innan útskiptrar spildur er matshluti 03 sem er 352,1 m² íbúðarhús byggt árið 1935. Matshluti þessi skal fylgja útskiptri spildu.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Reynistað, L145992.
Yfirferðarréttur að útskiptri spildu er um heimreið í landi Reynistaðar, L145992, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðumynd.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Afmörkun útskiptrar spildu nær að óhnitsettri afmörkun Reynistaðakirkju, L145993, og Reynistaðar lands, L189285. Ekki er sótt um staðfestingu á hnitsettri afmörkun þessara landeigna með þessum landskiptum. Afmörkun Reynistaðar lands, L189285, er teiknuð skv. lýsingu í þinglýstu skjali nr. 885/1999. Kvöð um yfirferðarrétt, 2 m breiðs gangstígs, frá Reynistað landi að kirkjugarði eins og lýst er í þinglýstu skjali nr. 885/1999 fylgir útskiptri spildu.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.