Fara í efni

Skipulagsnefnd

14. fundur 01. desember 2022 kl. 10:00 - 12:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Eyþór Fannar Sveinsson aðalm.
  • Pétur Örn Sveinsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Sauðárkrókskirkjugarður - Deiliskipulag

Málsnúmer 2204124Vakta málsnúmer

Anna Kristín Guðmundsdóttir frá Teiknistofu Norðurlands kynnti tillögu að deiliskipulagi fyrir Sauðárkrókskirkjugarð.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.

2.Hofsós Deiliskipulag - Suðurbraut, Hofsóskirkja, Sætún og Hátún.

Málsnúmer 2201059Vakta málsnúmer

Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna með minniháttar lagfæringum og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar í samræmi við 42. gr skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.

3.Merkigarður (landnr. 146206) - tillaga að deiliskipulagi.

Málsnúmer 2208037Vakta málsnúmer

Farið yfir innsendar athugasemdir við deiliskipulagstillöguna Merkigarður í Tungusveit.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

4.Samstarf um uppbyggingu fjölskyldugarðs 2020 - Freyjugarður

Málsnúmer 2006004Vakta málsnúmer

Þann 25. maí 2022 var skrifað undir viljayfirlýsingu milli Kiwanisklúbbsins Freyju og Skagafjarðar um uppbyggingu fjölskyldugarðs á Sauðárkróki. Markmiðið með uppbyggingunni er að hlúa að fjölskyldum og efla útiveru og hreyfingu og um leið stuðla að ánægjulegri samveru foreldra og barna.
Sveitarfélagið mun sjá um að kosta hönnun svæðisins og afmarka reiti þar sem gert verður ráð fyrir leiktækjum og annari aðstöðu í samstarfi við Kiwanisklúbbinn Freyjurnar. Gert verður ráð fyrir leiktækjum og afþreyingu fyrir allan aldur. Svæðið er merkt sem opið svæði (OP-401) á aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.

Skipulagsfulltrúa falið að leita tilboða í deiliskipulagsgerð fyrir Freyjugarðinn.

5.Hesthúsalóð 16 (146770) - Lóðarmál

Málsnúmer 2211259Vakta málsnúmer

Vilhjálmur Steingrímsson lóðarhafi hesthúsalóðar nr. 16 hjá Hofsósi, fastanúmer 214-3820 óskar eftir að gerður verði lóðarleigusamningur fyrir lóðina.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna lóðarblað og gera lóðarleigusamning fyrir hesthúsalóð nr. 16 við Hofsós.

6.Reynistaður L145992 - Umsókn um stofnun landspildu

Málsnúmer 2211330Vakta málsnúmer

Helgi Jóhann Sigurðsson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Reynistaður, landnúmer 145992 óska eftir heimild til að stofna 4.513 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Reynistaður 3“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 779803 útg. 22. nóv. 2022. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10).
Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu. Landskipti og breyting á landnotkun hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki ræktunarmöguleika á landbúnaðarlandi í flokki I. og II. skv. aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Landskipti eru í samræmi við gildandi aðalskipulag.
Landheiti vísar til upprunajarðar með næsta lausa staðgreini.
Innan útskiptrar spildur er matshluti 03 sem er 352,1 m² íbúðarhús byggt árið 1935. Matshluti þessi skal fylgja útskiptri spildu.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Reynistað, L145992.
Yfirferðarréttur að útskiptri spildu er um heimreið í landi Reynistaðar, L145992, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðumynd.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.

Afmörkun útskiptrar spildu nær að óhnitsettri afmörkun Reynistaðakirkju, L145993, og Reynistaðar lands, L189285. Ekki er sótt um staðfestingu á hnitsettri afmörkun þessara landeigna með þessum landskiptum. Afmörkun Reynistaðar lands, L189285, er teiknuð skv. lýsingu í þinglýstu skjali nr. 885/1999. Kvöð um yfirferðarrétt, 2 m breiðs gangstígs, frá Reynistað landi að kirkjugarði eins og lýst er í þinglýstu skjali nr. 885/1999 fylgir útskiptri spildu.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

7.Borgarteigur 6 (L229020) - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2211304Vakta málsnúmer

Emil Dan Brynjólfsson sækir um iðnaðarlóðina við Borgarteig 6.
Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjenda.

8.Sólgarðar lóð L221774, Sólgarðaskóli - Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun.

Málsnúmer 2105191Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar Skagafjarðar 4. maí 2022 og eftirfarandi bókað:
"Vísað frá 432. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 27. apríl 2022 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: Fyrir liggur erindi byggingarfulltrúa dags. 25.05.2021 þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til gr. 2.4.2. byggingarreglugerðar 112/2012. Þar sem Guðmundur Þór Guðmundsson f.h. Eignasjóðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, sækir um byggingarleyfi til að breyta notkun Sólgarðaskóla sem stendur á lóðinni Sólgarðar lóð L221774 í Fljótum. Meðfylgjandi aðaluppdrættirnir eru gerðir á Veitu- og framkvæmdasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar af Guðmundi Þór Guðmundssyni. Uppdrættir eru í verki 3130, númer A-100 til A-105, dagsettir 4. maí 2021. Umrædd lóð er leigulóð í eigu Ríkisjóðs Íslands. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn þar sem ekki liggi fyrir deiliskipulag að fram fari grenndarkynning skv. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010 þar sem framkvæmdin sé í samræmi við gildandi aðalskipulag og að fyrirhuguð framkvæmd í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar skv. því skipulagi. Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum."

Verkefnið var grenndarkynnt 2.-30. nóvember 2022. Engar athugasemdir bárust. Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar samkvæmt 44. gr. skipulagslaga.

9.Hróarsgötur - fyrirspurn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2110221Vakta málsnúmer

Jónína Stefánsdóttir, fyrir hönd reiðveganefndar Hestamannafélagsins Skagfirðings óskar eftir leyfi til að fara í hreinsun á Hróarsgötum sem er forn þjóðleið um Tindastól. Um er að ræða þann hluta leiðarinnar sem liggur ofan Veðramóts og að Skíðastöðum. Hróarsgötur eru merktar reiðleið samkvæmt Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.
Í umsókn kemur m.a. fram. “Hróarsgötum hefur ekki verið haldið við alllengi og hafa sums staðar fallið skriður yfir göturnar og spillt þeim eins og segir í fornleifaskráningu Guðmundar Ólafssonar frá árinu 1998."
Ætlunin er að hreinsa skriður af götunum.
Fyrir liggur samþykki landeigenda Veðramóts L145963, Veðramóts 1 L145962 Heiðar L145935 og Breiðsstaða L145251.
Í umsögn Minjavarðar er m.a. farið fram á að Minjavörður verði hafður með í ráðum áður en hafist er handa og hann fari með framkvæmdaaðila yfir verkið á staðnum og þeir staðir þar sem gæta þarf sérstakrar varfærni verði merktir.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 4. mgr. 3. gr viðauka I um fullnaðarafgreiðslur skipulagsnefndar Skagafjarðar samkvæmt samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar nr. 764.

Fundi slitið - kl. 12:00.