Fara í efni

Félag eldri borgara Löngumýri - styrkbeiðni

Málsnúmer 2211334

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 8. fundur - 19.01.2023

Erindi frá Félagi eldri borgara Löngumýri þar sem óskað er eftir 50.000 króna hækkun framlags sveitarfélagsins til starfseminnar á Löngumýri. Í samræmi við samningi Skagafjarðar og Félags eldri borgara í Skagafirði frá september 2021, hefur Félagi eldri borgara Löngumýri fengið styrk að upphæð 154.500 kr. vegna félagsstarfa á árinu 2022. Fjárhagsáætlun 2023 gerir ráð fyrir styrk kr. 165.858 samkvæmt sama samningi. Með vísan í áðurnefndan samning og með tilliti til þess að fjárhagsáætlun þessa árs var samþykkt í desember s.l. sér Félagsmála- og tómstundanefnd sér ekki fært að verða við erindinu en áréttar að samningur um fjárframlög til samtaka eldri borgara verður endurskoðaður nú í haust og mun erindi þetta verða tekið til skoðunar í þeirri endurskoðun.