Byggðarráð Skagafjarðar - 28
Málsnúmer 2212015F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 9. fundur - 18.01.2023
Fundargerð 28. fundar byggðarráðs frá 21. desember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 9. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 28 Lagt fram til kynningar samkomulag um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk dagsett 16. desember 2022. Hækkun útsvarsálagningar sveitarfélaga um 0,22% vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk. Þar sem að ríkið mun lækka tekjuskattsálagningu sína um samsvarandi hlutfall munu skattgreiðendur ekki verða fyrir skattahækkun eða lækkun vegna þessa, að því gefnu að sveitarfélög hækki útsvarsálagninguna. Áætlað er að þessi breyting auki tekjur inn í málaflokkinn um 5 ma.kr. á næsta ári.
Byggðarráð Skagafjarðar vill árétta að þrátt fyrir þessa breytingu af hálfu ríkisins vantar verulega upp á að málaflokkurinn verði fjármagnaður að fullu eins og ríkinu ber skylda til. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 28 Hámarksútsvar sveitarfélaga, sem ákveðið er í 1. mgr. 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, sem er nú 14,52%, skal hækkað um 0,22% samhliða lækkun á tekjuskatts um samsvarandi hlutfall í báðum skattþrepum. Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir byggðarráð að beina því til sveitarstjórnar Skagafjarðar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 28 Lagður fram samningur um rekstur umdæmisráðs Landsbyggða vegna barnaverndar.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 28 Sveitarstjóri upplýsir að fasteignasali sé enn í samskiptum við þá sem boðið hafa í eignirnar Lambanes-Reykir A (grunnur) og Lambanes Reykir B (íbúðarhús) um frekari boð. Jafnframt upplýsir hann um fjárhæð síðustu tilboða þeirra sem boðið hafa í eignirnar. Þau tilboð liggja frammi á fundinum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að samþykkja hæsta boð sem fáist í hvora eign, með fyrirvara um forkaupsrétt landeigenda. Séu boð jöfn skuli hlutkesti ráða, nema unnt sé að greina annað tilboðið hagstæðara, m.t.t. greiðslukjara/öryggis. Skal því þá tekið. Umboð þetta gildir til kl. 12:00 hinn 31.12. 2022.
Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 28 Sveitarstjóri upplýsir að fasteignasali sé enn í samskiptum við þá sem boðið hafa í eignirnar Lambanes-Reykir A (grunnur) og Lambanes Reykir B (íbúðarhús) um frekari boð. Jafnframt upplýsir hann um fjárhæð síðustu tilboða þeirra sem boðið hafa í eignirnar. Þau tilboð liggja frammi á fundinum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að samþykkja hæsta boð sem fáist í hvora eign, með fyrirvara um forkaupsrétt landeigenda. Séu boð jöfn skuli hlutkesti ráða, nema unnt sé að greina annað tilboðið hagstæðara, m.t.t. greiðslukjara/öryggis. Skal því þá tekið. Umboð þetta gildir til kl. 12:00 hinn 31.12. 2022.
Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 28 Málið áður rætt á fundum byggðarráðs þann 02.11.2022 og 30.11.2022.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum Siglingaklúbbsins Drangeyjar á fund ráðsins. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 28 Málið áður á dagskrá 23. fundar byggðarráðs þann 23. nóvember 2022 og þá bókað: "Erindinu vísað frá 5. fundi landbúnaðarnefndar 2022, þann 17. nóvember 2022 til byggðarráðs með eftirfarandi bókun: "Erling Sigurðsson fyrir hönd Sóltúns ehf. leigutaka Hrauns í Unadal óskar eftir breytingu á leigusamningi frá 17. janúar 2017, varðandi hámark fjölda hrossa sem hafa má á jörðinni. Landbúnaðarnefnd setur sig ekki upp á móti því að gerð verði breyting á ofangreindum samningi varðandi hámark hrossa og vísar erindinu til byggðarráðs til afgreiðslu." Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélagsins að koma með tillögu að uppfærðum leigusamningi með tilliti til breytingar á hámarksfjölda hrossa."
Lagður fyrir fundinn viðauki við framangreindan samning þar sem fallið er frá fjöldatakmörkunum búfjár til beitar. Önnur ákvæði samningsins eru óbreytt.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning.
Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 28 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 16. desember 2022 þar sem atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar á fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997 (aflvísir), 538. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. janúar nk. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 28 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 16. desember 2022 þar sem atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (orkuskipti), 537. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. janúar nk. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 28 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. desember 2022 þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 243/2022, "Drög að reglugerð um meðhöndlun úrgangs". Umsagnarfrestur er til og með 23.12.2022.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkomnum drögum að reglugerð um meðhöndlun úrgangs. Byggðarráð vill engu að síður benda á að nauðsynlegt er að hafa skörp skil á milli úrgangs frá heimilum og rekstraraðilum. Byggðarráð telur því jafnframt eðlilegt að sett verði töluleg markmið og viðmiðanir um endurvinnslu úrgangs frá rekstraraðilum eins og gert er með heimilin skv. 10. grein. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 28 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 16. desember 2022 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 246/2022, "Sameining héraðsdómstóla - skýrsla starfshóps". Umsagnarfrestur er til og með 16.01.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.