Fara í efni

Nestún 20 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2212173

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 11. fundur - 25.01.2023

Atli Gunnar Arnórsson sækir f.h. Skúla H. Bragasonar um leyfi til að byggja parhús á lóðinni númer 20 við Nestún. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 79006201, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 20. desember 2022. Byggingaráform samþykkt.

Byggðarráð Skagafjarðar - 38. fundur - 08.03.2023

Með vísan til fyrirliggjandi minnisblaðs sveitarstjóra frá 11.04. 2022 samþykkir byggðarráð að sveitarstjóri semji við lóðarhafa, Skúla Hermann Bragason, Sauðárkróki, um bætur vegna tjóns sem leiddi af því að innkalla þurfti Kleifatún 9-11 og úthluta viðkomandi annarri lóð.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 11. fundur - 08.03.2023

Vísað frá 38. fundi byggðarráðs frá 8. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Með vísan til fyrirliggjandi minnisblaðs sveitarstjóra frá 11.04. 2022 samþykkir byggðarráð að sveitarstjóri semji við lóðarhafa, Skúla Hermann Bragason, Sauðárkróki, um bætur vegna tjóns sem leiddi af því að innkalla þurfti Kleifatún 9-11 og úthluta viðkomandi annarri lóð. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.