Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Langhús, Kolkuós, ríkisland- gamla Viðvíkurlandið
Málsnúmer 2302274Vakta málsnúmer
2.Umsagnarbeiðni vegna jarðarlaga nr. 81 2004 - sala fasteigna til Fljótabakka ehf
Málsnúmer 2302235Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. febrúar 2023 frá matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna kaupa Fljótabakka ehf. á F2144120 Lambanes Reykir lóð B og F2144121 Lambanes Reykir lóð A. Með vísan til 8. mgr. 10. gr. a, jarðalaga er óskað eftir umsögn sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna ofangreinds. Sérstaklega er óskað eftir sjónarmiðum sveitarfélagsins um það hvort fyrirhuguð ráðstöfun fasteignar og áformuð nýting hennar samrýmist skipulagsáætlunum Skagafjarðar, landsskipulagsstefnu eða annarri stefnu um landnýtingu eftir því sem við á. Enn fremur hvort áformuð nýting fasteignar sé að mati sveitarfélagsins í samræmi við stærð, staðsetningu og ræktunarskilyrði hennar, sem og gæði og fasteignaréttindi sem fylgja henni og hvort ráðstöfunin styrki landbúnað og búsetu á viðkomandi svæði.
Byggðarráð telur að fyrirhuguð nýting fasteignanna af hálfu Fljótabakka ehf. samrýmist skipulagsáætlun Skagafjarðar og landsskipulagsstefnu eða annarri stefnu um landnýtingu eftir því sem við á, auk þess sem ráðstöfunin styrkir búsetu á viðkomandi svæði.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð telur að fyrirhuguð nýting fasteignanna af hálfu Fljótabakka ehf. samrýmist skipulagsáætlun Skagafjarðar og landsskipulagsstefnu eða annarri stefnu um landnýtingu eftir því sem við á, auk þess sem ráðstöfunin styrkir búsetu á viðkomandi svæði.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
3.Nestún 20 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2212173Vakta málsnúmer
Með vísan til fyrirliggjandi minnisblaðs sveitarstjóra frá 11.04. 2022 samþykkir byggðarráð að sveitarstjóri semji við lóðarhafa, Skúla Hermann Bragason, Sauðárkróki, um bætur vegna tjóns sem leiddi af því að innkalla þurfti Kleifatún 9-11 og úthluta viðkomandi annarri lóð.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
4.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - Fjárhagsáætlun 2023
Málsnúmer 2303002Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar 2023 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Rekstrarniðurstaða og framlegð A-hluta uppfylla ekki lágmarksviðmið nefndarinnar í áætluninni en þurfa að gera það eigi síðar en 2026.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir að stefnt skuli að því að öllum lágmarksviðmiðum eftirlitsnefndar fyrir rekstur A-hluta verði náð sem fyrst og eigi síðar en árið 2026 þegar skilyrði um jafnvægisreglu og skuldareglu taka gildi á ný en skilyrðin voru tímabundið afnumin í heimsfaraldri Covid-19 veirunnar.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir að stefnt skuli að því að öllum lágmarksviðmiðum eftirlitsnefndar fyrir rekstur A-hluta verði náð sem fyrst og eigi síðar en árið 2026 þegar skilyrði um jafnvægisreglu og skuldareglu taka gildi á ný en skilyrðin voru tímabundið afnumin í heimsfaraldri Covid-19 veirunnar.
5.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023
Málsnúmer 2302250Vakta málsnúmer
Lögð fram beiðni um viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun ársins 2023. Viðaukinn er gerður vegna hækkunar á útsvarshlutfalli sveitarfélagsins sem samþykkt var þann 23. desember 2022 í sveitarstjórn. Hækkunin var í þágu fjármögnunar á þjónustu við fatlað fólk skv. samningi milli ríkis og sveitarfélaga þann 16. desember 2022. Að auki hefur Jöfnunarsjóður gefið út nýja áætlun til hækkunar á framlagi 2023 vegna þjónustu við fatlað fólk. Þetta tvennt hefur áhrif á framlög sveitarfélaga til málaflokks fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra og er sú breyting einnig í viðaukanum. Fjármunir vegna eignfærðra framkvæmda við Faxatorg 1 og Félagsheimilið Bifröst eru hækkaðir annars vegar með millifærslu viðhaldsfjár úr rekstri og svo með lækkun handbærs fjár. Rekstrarfé eignasjóðs er hækkað um 8 mkr. Fjárhagsáætlun fyrir HNV og NNV er tekin úr fjárhagsáætlun ársins. Þessar breytingar bæta rekstrarafgang ársins um 179.713 þkr., hækka fjárfestingaframlög um 106.500 þkr. og hækka handbært fé um 73.213 þkr. Samkvæmt viðaukanum er rekstrarniðurstaða A-hluta orðin jákvæð um 78,7 mkr. og samstæðunnar um 239,7 mkr.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
6.Verkáætlun vegna Héðinsminni
Málsnúmer 2302280Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. febrúar 2023 frá A. Herdísi Sigurðardóttur fyrir hönd ahsig ehf., leigutaka Félagsheimilisins Héðinsminnis, varðandi ósk um endurbætur og viðgerðaráætlun fyrir félagsheimilið.
Sveitarfélagið hefur 6 mkr. til viðhalds félagsheimilisins á fjárhagsáætlun ársins.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðssjóra veitu- og framkvæmdasviðs að forgangsraða viðhaldsverkefnum útfrá áætluðum kostnaði og fjárveitingu ársins.
Sveitarfélagið hefur 6 mkr. til viðhalds félagsheimilisins á fjárhagsáætlun ársins.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðssjóra veitu- og framkvæmdasviðs að forgangsraða viðhaldsverkefnum útfrá áætluðum kostnaði og fjárveitingu ársins.
7.Beiðni um umsögn um umsókn um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað - Bjórsetur Íslands-brugghús slf
Málsnúmer 2302041Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá 37. fundar þann 1. mars 2023. Lagt fram bréf dagsett 6. febrúar 2023 frá embætti sýslumannsins á Suðurlandi, úr máli 2023-003547. Óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Bjórseturs Íslands - brugghús slf., kt. 530314-0810, um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað á Hólum í Hjaltadal, F214-2751. Um er að ræða umsókn um leyfi til að selja áfengi sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá Brunavörnum Skagafjarðar, byggingarfulltrúa Skagafjarðar og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra.
Starfsemi Bjórseturs Íslands - brugghúss slf er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og lokaúttekt hefur verið framkvæmd á húsnæðinu samkvæmt gögnum byggingarfulltrúa sveitarfélagsins. Staðsetning sölustaðar og afgreiðslutími er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins heimila. Starfsemin uppfyllir ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um matvæli, og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar. Kröfur um brunavarnir er fullnægt miðað við fyrirhugaða starfsemi samkvæmt umsögn Brunavarna Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir veita umsókn Bjórseturs Íslands - brugghúss slf jákvæða umsögn með tilvísun til ofangreinds og vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Starfsemi Bjórseturs Íslands - brugghúss slf er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og lokaúttekt hefur verið framkvæmd á húsnæðinu samkvæmt gögnum byggingarfulltrúa sveitarfélagsins. Staðsetning sölustaðar og afgreiðslutími er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins heimila. Starfsemin uppfyllir ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um matvæli, og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar. Kröfur um brunavarnir er fullnægt miðað við fyrirhugaða starfsemi samkvæmt umsögn Brunavarna Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir veita umsókn Bjórseturs Íslands - brugghúss slf jákvæða umsögn með tilvísun til ofangreinds og vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
8.Þjóðlendukröfur skv. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga - Kröfulýsingar v. Skjaldbjarnavíkur, Drangavíkur, Dranga, Mælifells og Eyvindarst. Heiði og norðurmörk Hraunanna
Málsnúmer 2302259Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. febrúar 2023 frá Lögmannstofu Ólafs Björnssonar þar sem tilkynnt er um að stofan muni skila inn kröfulýsingum vegna þjóðlendakrafna íslenska ríkisins vegna Skjaldbjarnavíkur, Drangavíkur, Dranga, Mælifells og Eyvindarstaðaheiði og norðurmörk Hraunanna.
Byggðarráð samþykkir að Lögmannsstofa Ólafs Björnssonar fari með umboð sveitarfélagsins Skagafjarðar í málarekstri fyrir sérstakri óbyggðanefnd og dómstólum.
Byggðarráð samþykkir að Lögmannsstofa Ólafs Björnssonar fari með umboð sveitarfélagsins Skagafjarðar í málarekstri fyrir sérstakri óbyggðanefnd og dómstólum.
9.Auglýsing sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Málsnúmer 2301049Vakta málsnúmer
Geirlaug Jóhannsdóttir ráðgjafi hjá Hagvangi tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði og fór yfir gögn varðandi ráðningarferil sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Bryndís Lilja Hallsdóttir verði ráðin sviðsstjóri fjölskyldusviðs Skagafjarðar.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Bryndís Lilja Hallsdóttir verði ráðin sviðsstjóri fjölskyldusviðs Skagafjarðar.
10.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun 2023
Málsnúmer 2210104Vakta málsnúmer
Gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingu fyrir tímabilið 1. apríl til 31. desember 2023 lögð fram. Gjaldskráin var samþykkt og vísað til byggðarráðs frá 12. fundi umhverfis- og samgöngunefndar, þann 6. mars 2023.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
11.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs
Málsnúmer 2208289Vakta málsnúmer
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Skagafirði lögð fram. Samþykktin var samþykkt og vísað til byggðarráðs frá 12. fundi umhverfis- og samgöngunefndar, þann 6. mars 2023.
Byggðarráð samþykkir samþykktina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir samþykktina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
12.Umsagnarbeiðni; Þingsályktunartillaga um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf
Málsnúmer 2302281Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. febrúar 2023 þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf, 25. mál.
Byggðarráð Skagafjarðar telur jákvætt að sérstakt lýðheilsumat verði fest í sessi á Íslandi og að lagafrumvörp verði metin sérstaklega út frá áhrifum þeirra á lýðheilsu.
Byggðarráð Skagafjarðar telur jákvætt að sérstakt lýðheilsumat verði fest í sessi á Íslandi og að lagafrumvörp verði metin sérstaklega út frá áhrifum þeirra á lýðheilsu.
13.Samráð; Þingsályktunartillaga um stefnumótandi aðgerðir þekkingarsamfélags á Íslandi til 2025
Málsnúmer 2303005Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. mars 2023 þar sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 50/2023, "Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélags á Íslandi til ársins 2025". Umsagnarfrestur er til og með 13.03.2023.
14.Fundur um málefni þjóðlendna 26. maí 2023
Málsnúmer 2303011Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 2. mars 2023 frá forsætisráðuneytinu varðandi fundarferð starfsmanna ráðuneytisins um landið þar sem verður fundað með sveitarfélögum/sveitarstjórnum og forsvarsmönnum fjallskilanefnda. Fyrirhugað er að halda fund á Sauðárkróki fyrir Skagafjörð, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd, Húnabyggð og Húnaþing vestra, þann 26. maí 2023.
Fundi slitið - kl. 16:08.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og Stefáni Ólafssyni hrl. að ræða við Guðríði Magnúsdóttur um þau gögn sem hún hefur sent sveitarfélaginu vegna málsins.