Veitunefnd - 7
Málsnúmer 2301030F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 11. fundur - 08.03.2023
Fundargerð 7. fundar veitunefndar frá 24. febrúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 11. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Guðlaugur Skúlason kvaddi sér hljóðs.
-
Veitunefnd - 7 Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 20.1.2022. Síðan þá er búið að auglýsa deiliskipulag og er í lokaferli. Tryggvi G Sveinsbjörnsson kom á fundinn og gerði grein fyrir áformum um uppbyggingu frístundarbyggðarinnar.
Veitunefnd þakkar Tryggva fyrir kynninguna og tekur jákvætt í erindið. Skagafjarðarveitur óska eftir frekari upplýsingum um orkuþörf og tímaramma fyrir svæðið. Skagafjarðarveitur hafa hafið undirbúningsvinnu við að koma tengingu við svæðið og minnir á að tekið verði mið af nauðsynlegum lagnaleiðum við gerð deiliskipulags á svæðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar veitunefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 7 Ný dæla hefur verið sett niður í borholu VH-03 sem er staðsett við Norðurbrún í Varmahlíð. Prufudælingar úr holunni hafa staðið yfir frá áramótum og gengið vel. Með tengingu þessarar holu er útlit fyrir að ekki þurfi að koma til skömmtunar hjá Varmahlíðarveitu auk þess sem að rekstraröryggi veitunnar eykst verulega með tilkomu þessarar tengingar. Þörf verður á áframhaldandi rannsóknum á jarðhitasvæðinu í Varmahlíð og huga þarf að endurnýjun dæla í borholum.
Nýlega fundnar upplýsingar um borholu VH-03 leiddu í ljós að holan var í mun betra ásigkomulagi en talið var. Nefndin bendir á mikilvægi þess að allar upplýsingar um mannvirki af þessu tagi séu aðgengilegar.
Samþykkt er að hefja vinnu við endurnýjun á dælum í Varmahlíðarveitu. Til að tryggja rekstraröryggi veitunnar þarf því verki að vera hafið/lokið fyrir komandi vetur.
Nefndin fagnar þessum nýju upplýsingum sem gjörbreyta rekstraröryggi Varmahlíðarveitu. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar veitunefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 7 Álagsprófanir á nýrri dælu í borholu SK-28 hafa staðið yfir frá því að dælan var tekin í notkun í desember síðastliðnum. Dælan og holan hafa staðið sig vel og ekki hefur þurft að taka til skömmtunar í Hofsósveitu eins og þurft hefur undanfarin ár. Gæfni holu SK-28 er heldur meiri en reiknað var með en gera þarf frekari rannsóknir á öllu forðasvæðinu til að staðfesta það að hægt sé að ná meira uppúr svæðinu en spár hafa gert ráð fyrir hingað til. Með vorinu verður svæðið álagsprófað með dælingu úr báðum vinnsluholum veitunnar samtímis og þá kemur frekar í ljós hvað svæðið getur afkastað.
Ef áframhaldandi rannsóknir staðfesta að gæfni svæðisins sé meiri en áður var talið og getur það þýtt að fresta megi framkvæmdum við samtengingu Fljóta og Hofsósveitu og flýtt fyrir tengingu annarra svæða við Hofsósveitu. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar veitunefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 7 Skagafjarðarveitur hafa ákveðið að leggja stofnlögn frá dælubrunni á Steinsstöðum að borholu A sem er á sameiginlegu nýtingarsvæði jarðhitaréttinda. Notendum er boðið upp á að tengjast þessari lögn gegn gjaldi samkvæmt nánara samkomulagi. Mælar verða settir upp hjá öllum notendum á Steinsstaða svæðinu og áforma veiturnar að verkið verði unnið á næstunni.
Nefndin samþykkir áform Skagafjarðarveitna um að leggja lögn frá dælubrunni við Laugarhúsið á Steinsstöðum að tengipunkti við borholu A. Við þennan tengipunkt gefst notendum hitaveitu tækifæri á að tengjast Steinsstaðaveitu gegn nánara samkomulagi við Skagafjarðarveitur. Einnig samþykkir nefndin áform Skagafjarðarveitna að setja upp mæla við alla notendur Steinsstaðarveitu.
Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar veitunefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 níu atkvæðum.