Fara í efni

Héðinsminni - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2301047

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 30. fundur - 10.01.2023

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra úr máli 2023-000880. ahsig ehf., Brekkukoti, 560 Varmahlíð, sækir um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II-C, minna gistiheimili, í fasteigninni Héðinsminni, F214-1844. Hámarks gestafjöldi er 10 gestir. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

Byggðarráð Skagafjarðar - 31. fundur - 18.01.2023

Lögð fram umsagnarbeiðni frá embætti sýslumannins á Norðurlandi vestra úr máli 2023-000880. ahsig ehf., Brekkukoti, 560 Varmahlíð, sækir um rekstrarleyfi, veitingaleyfi-D, Veisluþjónusta og veitingaverslun, samkomusalir.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 11. fundur - 25.01.2023

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra í máli 2023-000880, dagsettur 3. janúar 2023. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Auðar Herdísar Sigurðardóttur, f.h. ahsig ehf. um leyfi fyrir veitingaþjónustu, veitingaverslun, samkomusal í flokki III og svefnpokagistingu í flokki III í Héðinsminni, L146298, fastanúmer 214-1844. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.