Fara í efni

Útboð á skólaakstri í dreifbýli 2023

Málsnúmer 2301100

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 11. fundur - 09.02.2023

Samningar um skólaakstur í dreifbýli renna út 31.maí 2023 eftir 5 ára samningstíma. Taka þarf ákvörðun um útboð á akstrinum og samhliða yfirfara breytingar á akstursleiðum og hugsanlega fyrirkomulagi.
Reglur um skólaakstur í dreifbýli voru uppfærðar í október 2022 en ekki gerðar efnislegar breytingar á þeim tíma. Nefndin samþykkir að bjóða skólaaksturinn út og gefur sér tíma til að skoða reglurnar og mun afgreiða þær síðar. Nefndin vísar málinu til sveitarstjórnar.

Byggðarráð Skagafjarðar - 35. fundur - 15.02.2023

Tekin fyrir bókun sem vísað var frá fræðslunefnd á 11. fundi hennar 9. febrúar sl. svohljóðandi:
"Samningar um skólaakstur í dreifbýli renna út 31. maí 2023 eftir 5 ára samningstíma. Taka þarf ákvörðun um útboð á akstrinum og samhliða yfirfara breytingar á akstursleiðum og hugsanlega fyrirkomulagi. Reglur um skólaakstur í dreifbýli voru uppfærðar í október 2022 en ekki gerðar efnislegar breytingar á þeim tíma. Nefndin samþykkir að bjóða skólaaksturinn út og gefur sér tíma til að skoða reglurnar og mun afgreiða þær síðar. Nefndin vísar málinu til sveitarstjórnar."
Byggðarráð samþykkir málið fyrir sitt leyti og vísar því til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 10. fundur - 15.02.2023

Vísað frá 35. fundi byggðarráðs frá 15.febrúar sl. þannig bókað.
Tekin fyrir bókun sem vísað var frá fræðslunefnd á 11. fundi hennar 9. febrúar sl. svohljóðandi:
"Samningar um skólaakstur í dreifbýli renna út 31. maí 2023 eftir 5 ára samningstíma. Taka þarf ákvörðun um útboð á akstrinum og samhliða yfirfara breytingar á akstursleiðum og hugsanlega fyrirkomulagi. Reglur um skólaakstur í dreifbýli voru uppfærðar í október 2022 en ekki gerðar efnislegar breytingar á þeim tíma. Nefndin samþykkir að bjóða skólaaksturinn út og gefur sér tíma til að skoða reglurnar og mun afgreiða þær síðar. Nefndin vísar málinu til sveitarstjórnar."
Byggðarráð samþykkir málið fyrir sitt leyti og vísar því til sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.