Fara í efni

Gjaldskrá úrvinnslusjóðs fyrir greiðslur til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar

Málsnúmer 2301124

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 31. fundur - 18.01.2023

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 11. janúar 2023 frá Úrvinnslusjóði. Kynnt er gjaldskrá sjóðsins fyrir greiðslur til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar á umbúðum úr pappír, pappa, gleri, málm og plasti, sbr. 10. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 10. fundur - 09.02.2023

Stjórn Úrvinnslusjóðs samþykkti í desember 2022 gjaldskrá Úrvinnslusjóðs fyrir greiðslur til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar á umbúðum úr pappír, pappa, gleri, málmum og plasti, sbr. 10. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs.
Gjaldskráin er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.urvinnslusjodur.is/voruflokkar/serstok-sofnun/

Verið er að breyta sorphirðufyrirkomulagi í Skagafirði með fjölgun sorphirðuíláta við öll heimili og frá og með 1. apríl nk. verður heimilissorp þar að auki sótt á öll lögheimili. Sveitarfélaginu er skylt að innheimta gjald sem næst raunkostnaði við þjónustuna. Með umræddri hækkun á úrvinnslugjaldi eykst möguleg endurgreiðsla til sveitarfélagsins til þess að koma til móts við aukinn kostnað vegna málaflokksins.
Umhverfis- og samgöngunefnd hvetur alla íbúa Skagafjarðar til þess að leggja sitt af mörkum til aukinnar endurnýtingar, endurvinnslu og flokkunar, með þeim umhverfislega og fjárhagslega ágóða sem af því hlýst.