Umhverfis- og samgöngunefnd
Dagskrá
1.Hraðahindrun við Ársali, hundagerði.
Málsnúmer 2301206Vakta málsnúmer
2.Nafir - ofanflóð - Skógargata, Brekkugata og Lindargata, rannsóknir 2022
Málsnúmer 2208146Vakta málsnúmer
Verkfræðistofan Efla hefur unnið skýrslu um stæðni jarðlaga vegna sjáanlegs sigs í Nöfunum í hluta bæjarins, þar sem byggðin kúrir undir brekkufætinum, nánar tiltekið við Skógargötu, Brekkugötu og Lindargötu. Síðastliðið haust voru boraðar rannsóknarholur á svæðinu með það að markmiði að gera jarðtæknilega útreikninga og leggja mat á skriðuhættu á svæðinu. Vinnan var sett af stað í kjölfar skriðufalla sem urðu í Varmahlíð í lok júní 2021. Athyglin beinist að þessum hluta byggðarinnar á Sauðárkróki og hvort mögulega sé hætta á sambærilegum atburðum þar.
Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar því að búið sé að leggja mat á aðstæðurnar á fyrrgreindu svæði. Lagt er til að hart verði unnið áfram í því að fá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið til að samþykkja að gert verði nýtt áhættumat fyrir Nafirnar í heild sinni. Flýta þarf afgreiðslu á því máli og brýnt er að hefja frekari skoðun og framkvæmdir á svæðinu til tryggja öryggi íbúanna. Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs er falið að vinna málið áfram í samstarfi við sveitastjóra.
Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar því að búið sé að leggja mat á aðstæðurnar á fyrrgreindu svæði. Lagt er til að hart verði unnið áfram í því að fá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið til að samþykkja að gert verði nýtt áhættumat fyrir Nafirnar í heild sinni. Flýta þarf afgreiðslu á því máli og brýnt er að hefja frekari skoðun og framkvæmdir á svæðinu til tryggja öryggi íbúanna. Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs er falið að vinna málið áfram í samstarfi við sveitastjóra.
3.HFS - Gámasvæði v. sorpmóttöku 2023
Málsnúmer 2202033Vakta málsnúmer
Skagafjörður fyrirhugar að reisa sorpmóttökustöð og gámasvæði á Hofsósi. Gera þarf deiliskipulag fyrir skipulagssvæðið sem liggur norðvestan við gatnamót Norðurbrautar og Bæjarbrautar. Svæðið er 11.414 m² að stærð með aðkomu af Bæjarbraut og Norðurbraut.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða skipulagslýsingu og vísar henni ásamt umsókn um gerð deiliskipulags til afgreiðslu hjá skipulagsnefnd.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða skipulagslýsingu og vísar henni ásamt umsókn um gerð deiliskipulags til afgreiðslu hjá skipulagsnefnd.
4.Háeyri 8 - Lóðarmál
Málsnúmer 2105068Vakta málsnúmer
Á fundi Byggðaráðs Skagafjarðar þann 14.12.2022 var gerð eftirfarandi bókun um að sveitarfélagið leysi til sín umrædda lóð og endurgreiði lóðarhafa, Króksfiski ehf kt. 680403-2440, áður greidd gatnagerðargjöld.
Bókun Byggðarráðs.
Umræddur samningur var gerður með fyrirvara um endanlegt samþykki þeirra stjórnsýslueininga sveitarfélagsins Skagafjarðar sem reglur sveitarfélagsins krefja. Þar sem lóðin er á svæði Sauðárkrókshafnar er gert ráð fyrir að umhverfis- og samgöngunefnd þurfi að samþykkja innlausnina, auk byggðarráðs.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir innlausnina fyrir sitt leyti og vísar málinu til sveitastjórnar Skagafjarðar.
Bókun Byggðarráðs.
Umræddur samningur var gerður með fyrirvara um endanlegt samþykki þeirra stjórnsýslueininga sveitarfélagsins Skagafjarðar sem reglur sveitarfélagsins krefja. Þar sem lóðin er á svæði Sauðárkrókshafnar er gert ráð fyrir að umhverfis- og samgöngunefnd þurfi að samþykkja innlausnina, auk byggðarráðs.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir innlausnina fyrir sitt leyti og vísar málinu til sveitastjórnar Skagafjarðar.
5.Gatnamót við Langhús-Sólgarða - umferðaröryggi - fyrirspurn
Málsnúmer 2301224Vakta málsnúmer
Á fundi Ungmennaráðs Skagafjarðar þann 15. desember s.l. kom fram fyrirspurn frá einum fulltrúa ráðsins, þar sem hann veltir fyrir sér hvort eitthvað standi til að bæta aðstöðu fyrir þau börn sem skipta þurfa um skólabíl á gatnamótum í Skagafirði. Akstur skólabíla fer í útboð á vormánuðum og því spurning um hvaða forsendur muni verða settar inn í útboðsgögnin.
Nefndin þakkar ungmennaráði fyrir góðar ábendingar. Skólaakstur í dreifbýli í Skagafirði verður boðinn út á vormánuðum en of snemmt er að segja til um forsendur útboðsins. Umhverfis- og samgöngunefnd beinir því til fræðslunefndar að hafa fyrrnefndar ábendingar í huga við gerð útboðsins. Enda skal öryggi skólabarna ávallt haft að leiðarljósi. Sviðsstjóra er falið að eiga samtal við Vegagerðina um aðgerðir sem stuðla enn frekar að öryggi í tengslum við skólaakstur.
Nefndin þakkar ungmennaráði fyrir góðar ábendingar. Skólaakstur í dreifbýli í Skagafirði verður boðinn út á vormánuðum en of snemmt er að segja til um forsendur útboðsins. Umhverfis- og samgöngunefnd beinir því til fræðslunefndar að hafa fyrrnefndar ábendingar í huga við gerð útboðsins. Enda skal öryggi skólabarna ávallt haft að leiðarljósi. Sviðsstjóra er falið að eiga samtal við Vegagerðina um aðgerðir sem stuðla enn frekar að öryggi í tengslum við skólaakstur.
6.Gjaldskrá úrvinnslusjóðs fyrir greiðslur til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar
Málsnúmer 2301124Vakta málsnúmer
Stjórn Úrvinnslusjóðs samþykkti í desember 2022 gjaldskrá Úrvinnslusjóðs fyrir greiðslur til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar á umbúðum úr pappír, pappa, gleri, málmum og plasti, sbr. 10. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs.
Gjaldskráin er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.urvinnslusjodur.is/voruflokkar/serstok-sofnun/
Verið er að breyta sorphirðufyrirkomulagi í Skagafirði með fjölgun sorphirðuíláta við öll heimili og frá og með 1. apríl nk. verður heimilissorp þar að auki sótt á öll lögheimili. Sveitarfélaginu er skylt að innheimta gjald sem næst raunkostnaði við þjónustuna. Með umræddri hækkun á úrvinnslugjaldi eykst möguleg endurgreiðsla til sveitarfélagsins til þess að koma til móts við aukinn kostnað vegna málaflokksins.
Umhverfis- og samgöngunefnd hvetur alla íbúa Skagafjarðar til þess að leggja sitt af mörkum til aukinnar endurnýtingar, endurvinnslu og flokkunar, með þeim umhverfislega og fjárhagslega ágóða sem af því hlýst.
Gjaldskráin er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.urvinnslusjodur.is/voruflokkar/serstok-sofnun/
Verið er að breyta sorphirðufyrirkomulagi í Skagafirði með fjölgun sorphirðuíláta við öll heimili og frá og með 1. apríl nk. verður heimilissorp þar að auki sótt á öll lögheimili. Sveitarfélaginu er skylt að innheimta gjald sem næst raunkostnaði við þjónustuna. Með umræddri hækkun á úrvinnslugjaldi eykst möguleg endurgreiðsla til sveitarfélagsins til þess að koma til móts við aukinn kostnað vegna málaflokksins.
Umhverfis- og samgöngunefnd hvetur alla íbúa Skagafjarðar til þess að leggja sitt af mörkum til aukinnar endurnýtingar, endurvinnslu og flokkunar, með þeim umhverfislega og fjárhagslega ágóða sem af því hlýst.
7.Stóri plokkdagurinn 30. apríl 2023.
Málsnúmer 2301233Vakta málsnúmer
Stóri plokkdagurinn verður haldinn 30. apríl næstkomandi.
Plokk á Íslandi hvetur fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklinga að láta plokkið sig varða, taka þátt og hvetja aðra til þátttöku.
Allir mega stofna viðburði á Stóra plokkdaginn á samfélagsmiðlum, tengja þá við Plokk á Íslandi, fá merkingar frá Plokk á Íslandi. Hægt er að nálgast merki plokkdagsins á plokk.is og er öllum heimilt að nota það sér að kostnaðarlausu. Sveitarfélög landsins auglýsa sína viðburði og hvernig hægt er að bera sig að á hverjum stað fyrir sig.
Plokk á Íslandi hvetur fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklinga að láta plokkið sig varða, taka þátt og hvetja aðra til þátttöku.
Allir mega stofna viðburði á Stóra plokkdaginn á samfélagsmiðlum, tengja þá við Plokk á Íslandi, fá merkingar frá Plokk á Íslandi. Hægt er að nálgast merki plokkdagsins á plokk.is og er öllum heimilt að nota það sér að kostnaðarlausu. Sveitarfélög landsins auglýsa sína viðburði og hvernig hægt er að bera sig að á hverjum stað fyrir sig.
8.Fundagerðir Hafnasambands Íslands 2023
Málsnúmer 2301004Vakta málsnúmer
Fundagerð Hafnarsambandsins frá fundi nr. 448 lögð fram til kynningar.
9.Fundagerðir Hafnasambands Ísl 2022
Málsnúmer 2201005Vakta málsnúmer
Fundagerð Hafnarsambandsins frá fundi nr. 447 lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:45.
Nefndin þakkar fyrir athugasemdirnar og felur sviðsstjóra að skoða og meta lausnir með öryggi íbúa að leiðarljósi.