Frístundastjóri fór yfir aðsóknartölur sundlauganna í Skagafirði fyrir árið 2022. Lítilsháttar aukning varð milli ára þrátt fyrir að sumarið hafi verið með rólegra móti. Annars vegar vegna færri ferðamanna í lauginni á Hofsósi og hins vegar vegna viðhalds á Sundlaug Sauðárkróks. Aðsókn í Varmahlíð var sú sama á milli ára. Vonir standa til þess að aðsókn í laugarnar verði meiri n.k. sumar með auknum straumi ferðamanna um fjörðinn. Sigurjón Leifsson ftr. Byggðalista og Páll Rúnar Heinesen Pálsson, ftr. Vg og óháðra, leggja fram eftirfarandi bókun: ,,Þar sem aðsóknartölur sundlaugarinnar í Varmahlíð sýndu góða aðsókn s.l. sumar, viljum við árétta þá skoðun okkar að opnunartími laugarinnar/íþróttamiðstöðvarinnar á föstudögum eigi að vera lengri og í samræmi við tillögu Byggðalista og Vg við gerð fjárhagsáætlunar þessa árs." Félagmála- og tómstundanefnd hvetur íbúa sveitarfélagsins til þess að nýta sér vel þá heilsulind sem sundlaugarnar í Skagafirði eru.
Sigurjón Leifsson ftr. Byggðalista og Páll Rúnar Heinesen Pálsson, ftr. Vg og óháðra, leggja fram eftirfarandi bókun:
,,Þar sem aðsóknartölur sundlaugarinnar í Varmahlíð sýndu góða aðsókn s.l. sumar, viljum við árétta þá skoðun okkar að opnunartími laugarinnar/íþróttamiðstöðvarinnar á föstudögum eigi að vera lengri og í samræmi við tillögu Byggðalista og Vg við gerð fjárhagsáætlunar þessa árs."
Félagmála- og tómstundanefnd hvetur íbúa sveitarfélagsins til þess að nýta sér vel þá heilsulind sem sundlaugarnar í Skagafirði eru.