Útboð hádegisverðar á Sauðárkrkóki 2023
Málsnúmer 2301162
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 11. fundur - 09.02.2023
Samningur sveitarfélagsins við Stá ehf. um kaup á hádegisverði í leik- og grunnskóla á Sauðárkrkóki rennur út 31. júlí 2023. Í samningnum eru ákvæði sem heimila framlengingu samningsins um eitt ár í senn tvisvar sinnum. Nefndin leggur til að hádegisverðurinn verði boðinn út nú í vor og veittur verði sá sveigjanleiki í útboðinu að bjóða í tvennu lagi, annars vegar hádegisverð í leikskóla og hins vegar hádegisverð í grunnskóla. Í útboðslýsingum skal lögð mikil áhersla á íslenskt/skagfirskt hráefni, heilsusamlegt mataræði og að lágmarka vistspor þjónustunnar með því m.a. að nýta sem mest hráefni úr heimabyggð. Auk þess verði gerð krafa um að rekstraraðilar veiti upplýsingar um uppruna, innihaldslýsingar og framleiðsluhætti þeirra vara sem boðið er upp á. Farið verði eftir ábendingum Landlæknisembættisins um samsetningu matartegunda og í hverjum skóla verði matseðlar yfirfarnir og samþykktir og að ákveðið samræmi sé á milli skólastiga hvort sem um ræðir einn eða tvo verktaka. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á sveigjanleika í útboðinu hvað varðar fjölda matarskammta með tilliti til starfstíma beggja skólastiga, leikskóla og grunnskóla. Fjöldi matarskammta eru á milli 650 - 700. Nefndin vísar tillögunni til sveitarstjórnar.
Byggðarráð Skagafjarðar - 35. fundur - 15.02.2023
Tekin fyrir bókun sem vísað var frá fræðslunefnd á 11. fundi hennar 9. febrúar sl. svohljóðandi:
"Samningur sveitarfélagsins við Stá ehf. um kaup á hádegisverði í leik- og grunnskóla á Sauðárkrkóki rennur út 31. júlí 2023. Í samningnum eru ákvæði sem heimila framlengingu samningsins um eitt ár í senn tvisvar sinnum. Nefndin leggur til að hádegisverðurinn verði boðinn út nú í vor og veittur verði sá sveigjanleiki í útboðinu að bjóða í tvennu lagi, annars vegar hádegisverð í leikskóla og hins vegar hádegisverð í grunnskóla. Í útboðslýsingum skal lögð mikil áhersla á íslenskt/skagfirskt hráefni, heilsusamlegt mataræði og að lágmarka vistspor þjónustunnar með því m.a. að nýta sem mest hráefni úr heimabyggð. Auk þess verði gerð krafa um að rekstraraðilar veiti upplýsingar um uppruna, innihaldslýsingar og framleiðsluhætti þeirra vara sem boðið er upp á. Farið verði eftir ábendingum Landlæknisembættisins um samsetningu matartegunda og í hverjum skóla verði matseðlar yfirfarnir og samþykktir og að ákveðið samræmi sé á milli skólastiga hvort sem um ræðir einn eða tvo verktaka. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á sveigjanleika í útboðinu hvað varðar fjölda matarskammta með tilliti til starfstíma beggja skólastiga, leikskóla og grunnskóla. Fjöldi matarskammta eru á milli 650 - 700. Nefndin vísar tillögunni til sveitarstjórnar."
Álfhildur Leifsdóttir Vg og óháðum leggur fram eftirfarandi tillögu:
"VG og óháð leggja áfram áherslu á að matur sé eldaður frá grunni fyrir alla skóla Skagafjarðar eftir gildum heilsueflandi grunnskóla. Við óskum eftir nýju kostnaðarmati við breytingar á eldhúsi Ársala til að hægt sé að elda mat þar fyrir leik- og grunnskóla á Sauðárkróki, þar sem horft verði til hagkvæmustu leiða. Um leið hörmum við þá skammsýni í hönnun Ársala að ekki sé þar raunverulega fullbúið eldhús og leggjum áherslu á að svo verði í komandi leikskólabyggingu á Sauðárkróki. Lagt er til að málinu verði vísað aftur til fræðslunefndar."
Tillagan felld með 2 atkvæðum fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Einar Einarsson, Framsóknarflokki og Sólborg S. Borgarsdóttir, Sjálfstæðisflokki leggja fram eftirfarandi bókun:
"Fræðslunefnd Skagafjarðar hefur áður fjallað um hugmyndir þess efnis að hádegisverður í leik- og grunnskólum á Sauðárkróki verði eldaður frá grunni og á staðnum. Á þeim tíma var farið í sérstaka greiningu á kostnaði vegna framleiðslu hádegisverðar fyrir Ársali og Árskóla í eldhúsi eldra stigs Ársala. Sú greining leiddi í ljós að ráðast þyrfti í talsverðar breytingar á eldhúsi beggja skóla. Í þeirri greiningu lá strax fyrir að miðað við aðstæður í Árskóla væri illmögulegt að breyta eldhúsinu í framleiðslueldhús. Þá var skoðað sérstaklega hvort Ársalir gætu annað framleiðslu hádegisverðar fyrir báða skólana. Hvað þá hugmynd varðaði þá var það mat þeirra sérfræðinga, sem fengnir voru til aðstoðar við greininguna, að skipuleggja þyrfti eldhúsið upp á nýtt, fjárfesta í nýjum tækjum og jafnframt þyrfti að ráðast í viðbyggingu til að hýsa frystiklefa fyrir eldhúsið. Ljóst var að slíkar breytingar myndu hafa í för með sér talsverðan kostnað fyrir sveitarfélagið, sbr. minnisblað sem lagt var til grundvallar kostnaðarmati."
Byggðarráð samþykkir málið fyrir sitt leyti með tveimur atkvæðum fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og vísar því til sveitarstjórnar.
"Samningur sveitarfélagsins við Stá ehf. um kaup á hádegisverði í leik- og grunnskóla á Sauðárkrkóki rennur út 31. júlí 2023. Í samningnum eru ákvæði sem heimila framlengingu samningsins um eitt ár í senn tvisvar sinnum. Nefndin leggur til að hádegisverðurinn verði boðinn út nú í vor og veittur verði sá sveigjanleiki í útboðinu að bjóða í tvennu lagi, annars vegar hádegisverð í leikskóla og hins vegar hádegisverð í grunnskóla. Í útboðslýsingum skal lögð mikil áhersla á íslenskt/skagfirskt hráefni, heilsusamlegt mataræði og að lágmarka vistspor þjónustunnar með því m.a. að nýta sem mest hráefni úr heimabyggð. Auk þess verði gerð krafa um að rekstraraðilar veiti upplýsingar um uppruna, innihaldslýsingar og framleiðsluhætti þeirra vara sem boðið er upp á. Farið verði eftir ábendingum Landlæknisembættisins um samsetningu matartegunda og í hverjum skóla verði matseðlar yfirfarnir og samþykktir og að ákveðið samræmi sé á milli skólastiga hvort sem um ræðir einn eða tvo verktaka. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á sveigjanleika í útboðinu hvað varðar fjölda matarskammta með tilliti til starfstíma beggja skólastiga, leikskóla og grunnskóla. Fjöldi matarskammta eru á milli 650 - 700. Nefndin vísar tillögunni til sveitarstjórnar."
Álfhildur Leifsdóttir Vg og óháðum leggur fram eftirfarandi tillögu:
"VG og óháð leggja áfram áherslu á að matur sé eldaður frá grunni fyrir alla skóla Skagafjarðar eftir gildum heilsueflandi grunnskóla. Við óskum eftir nýju kostnaðarmati við breytingar á eldhúsi Ársala til að hægt sé að elda mat þar fyrir leik- og grunnskóla á Sauðárkróki, þar sem horft verði til hagkvæmustu leiða. Um leið hörmum við þá skammsýni í hönnun Ársala að ekki sé þar raunverulega fullbúið eldhús og leggjum áherslu á að svo verði í komandi leikskólabyggingu á Sauðárkróki. Lagt er til að málinu verði vísað aftur til fræðslunefndar."
Tillagan felld með 2 atkvæðum fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Einar Einarsson, Framsóknarflokki og Sólborg S. Borgarsdóttir, Sjálfstæðisflokki leggja fram eftirfarandi bókun:
"Fræðslunefnd Skagafjarðar hefur áður fjallað um hugmyndir þess efnis að hádegisverður í leik- og grunnskólum á Sauðárkróki verði eldaður frá grunni og á staðnum. Á þeim tíma var farið í sérstaka greiningu á kostnaði vegna framleiðslu hádegisverðar fyrir Ársali og Árskóla í eldhúsi eldra stigs Ársala. Sú greining leiddi í ljós að ráðast þyrfti í talsverðar breytingar á eldhúsi beggja skóla. Í þeirri greiningu lá strax fyrir að miðað við aðstæður í Árskóla væri illmögulegt að breyta eldhúsinu í framleiðslueldhús. Þá var skoðað sérstaklega hvort Ársalir gætu annað framleiðslu hádegisverðar fyrir báða skólana. Hvað þá hugmynd varðaði þá var það mat þeirra sérfræðinga, sem fengnir voru til aðstoðar við greininguna, að skipuleggja þyrfti eldhúsið upp á nýtt, fjárfesta í nýjum tækjum og jafnframt þyrfti að ráðast í viðbyggingu til að hýsa frystiklefa fyrir eldhúsið. Ljóst var að slíkar breytingar myndu hafa í för með sér talsverðan kostnað fyrir sveitarfélagið, sbr. minnisblað sem lagt var til grundvallar kostnaðarmati."
Byggðarráð samþykkir málið fyrir sitt leyti með tveimur atkvæðum fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og vísar því til sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Skagafjarðar - 10. fundur - 15.02.2023
Vísað frá 35. fundi byggðarráðs frá 15.febrúar sl. þannig bókað.
Tekin fyrir bókun sem vísað var frá fræðslunefnd á 11. fundi hennar 9. febrúar sl. svohljóðandi:
"Samningur sveitarfélagsins við Stá ehf. um kaup á hádegisverði í leik- og grunnskóla á Sauðárkrkóki rennur út 31. júlí 2023. Í samningnum eru ákvæði sem heimila framlengingu samningsins um eitt ár í senn tvisvar sinnum. Nefndin leggur til að hádegisverðurinn verði boðinn út nú í vor og veittur verði sá sveigjanleiki í útboðinu að bjóða í tvennu lagi, annars vegar hádegisverð í leikskóla og hins vegar hádegisverð í grunnskóla. Í útboðslýsingum skal lögð mikil áhersla á íslenskt/skagfirskt hráefni, heilsusamlegt mataræði og að lágmarka vistspor þjónustunnar með því m.a. að nýta sem mest hráefni úr heimabyggð. Auk þess verði gerð krafa um að rekstraraðilar veiti upplýsingar um uppruna, innihaldslýsingar og framleiðsluhætti þeirra vara sem boðið er upp á. Farið verði eftir ábendingum Landlæknisembættisins um samsetningu matartegunda og í hverjum skóla verði matseðlar yfirfarnir og samþykktir og að ákveðið samræmi sé á milli skólastiga hvort sem um ræðir einn eða tvo verktaka. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á sveigjanleika í útboðinu hvað varðar fjölda matarskammta með tilliti til starfstíma beggja skólastiga, leikskóla og grunnskóla. Fjöldi matarskammta eru á milli 650 - 700. Nefndin vísar tillögunni til sveitarstjórnar."
Einar Einarsson, Framsóknarflokki og Sólborg S. Borgarsdóttir, Sjálfstæðisflokki leggja fram eftirfarandi bókun:
"Fræðslunefnd Skagafjarðar hefur áður fjallað um hugmyndir þess efnis að hádegisverður í leik- og grunnskólum á Sauðárkróki verði eldaður frá grunni og á staðnum. Á þeim tíma var farið í sérstaka greiningu á kostnaði vegna framleiðslu hádegisverðar fyrir Ársali og Árskóla í eldhúsi eldra stigs Ársala. Sú greining leiddi í ljós að ráðast þyrfti í talsverðar breytingar á eldhúsi beggja skóla. Í þeirri greiningu lá strax fyrir að miðað við aðstæður í Árskóla væri illmögulegt að breyta eldhúsinu í framleiðslueldhús. Þá var skoðað sérstaklega hvort Ársalir gætu annað framleiðslu hádegisverðar fyrir báða skólana. Hvað þá hugmynd varðaði þá var það mat þeirra sérfræðinga, sem fengnir voru til aðstoðar við greininguna, að skipuleggja þyrfti eldhúsið upp á nýtt, fjárfesta í nýjum tækjum og jafnframt þyrfti að ráðast í viðbyggingu til að hýsa frystiklefa fyrir eldhúsið. Ljóst var að slíkar breytingar myndu hafa í för með sér talsverðan kostnað fyrir sveitarfélagið, sbr. minnisblað sem lagt var til grundvallar kostnaðarmati."
Byggðarráð samþykkir málið fyrir sitt leyti með tveimur atkvæðum fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og vísar því til sveitarstjórnar.
Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
VG og óháð leggja áfram áherslu á að matur sé eldaður frá grunni fyrir alla skóla Skagafjarðar eftir gildum heilsueflandi grunnskóla. Við lögðum fram þá tillögu á byggðarráðsfundi í dag að óskað yrði eftir nýju kostnaðarmati við breytingar á eldhúsi Ársala til að hægt sé að elda mat þar fyrir leik- og grunnskóla á Sauðárkróki, þar sem horft verði til hagkvæmustu leiða en sú tillaga var felld af meirihluta. Við hörmum þá skammsýni í hönnun Ársala að ekki sé þar raunverulega fullbúið eldhús og leggjum áherslu á að svo verði í komandi leikskólabyggingu á Sauðárkróki.
Hrund Péturdóttir lagði fram eftirfarandi bókun meirihlutans.
Fræðslunefnd Skagafjarðar hefur áður fjallað um hugmyndir þess efnis að hádegisverður í leik- og grunnskóla á Sauðárkróki verði eldaður frá grunni og á staðnum. Á þeim tíma var farið í sérstaka greiningu á kostnaði vegna framleiðslu hádegisverðar fyrir Ársali og Árskóla í eldhúsi eldra stig Ársala. Sú greining leiddi í ljós að ráðast þyrfti í talsverðar breytingar á eldhúsi beggja skóla. Í þeirri greiningu lá strax fyrir að miðað við aðstæður í Árskóla væri illmögulegt að breyta eldhúsinu í framleiðslueldhús. Þá var skoðað sérstaklega hvort Ársalir gætu annað framleiðsu hádegisverðar fyrir báða skólana. Hvað þá hugmynd varðaðaði þá var það mat þeirra sérfræðinga, sem fengnir voru til aðstoðar við greininguna, að skipuleggja þyrfti eldhúsið upp á nýtt, fjárfesta í nýjum tækjum og jafnframt þyrfti að ráðast í viðbyggingu til að hýsa frystiklefa fyrir eldhúsið. Ljóst var að slíkar breytingar myndu hafa í för með sér talsverðan kostnað fyrir sveitarfélagið sbr. minnisblað sem lagt var til grundvallar kostnaðarmati.
Rétt þykir að benda á að ef tekin yrði ákvörðun um að fara í breytingar sem þessar að þá er óvíst um að hægt væri að manna í stöðu matráðs sem og afleysingu fyrir viðkomandi. Fram til þessa hefur gengið erfiðlega fyrir aðrar veitingaeigendur á svæðinu að manna slíkar stöður og er því ákveðin áhætta fólgin í því fyrir sveitarfélagið að ætla ráðast í fyrrnefndar breytingar ef óvissa er um hvort aðili fengist í starfið miðað við stöðuna í samfélaginu og á vinnumarkaðnum almennt. Í Skagafirði er fjölbreytt atvinnulíf og er nauðsynlegt að sveitarfélagið ýti undir einkaframtakið fremur en að ráðast í rekstur sem þennan, sér í lagi ef breytingarnar eru kostnaðarsamar og óvissuþættir of margir.
Eins og segir í fundargerð þá leggur fræðslunefndin til að hádegisverðurinn verði boðinn út nú í vor og veittur verði sá sveigjanleiki í útboðinu að bjóða í tvennu lagi, annars vegar hádegisverð í leikskóla og hins vegar hádegisverð í grunnskóla. Samstaða var í nefndinni um að fara þessa leið og er því umhugsunarvert af hverju fulltrúi VG og óháðra í sveitarstjórn koma nú með bókun sem er ekki í samræmi við niðurstöðu allra fulltrúa í fræðslunefnd þar með fulltrúa VG og óháðra.
Áfhildur Leifsdóttir tók til máls.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúar Vg og óháðra, óska bókað að þær sitji hjá.
Tekin fyrir bókun sem vísað var frá fræðslunefnd á 11. fundi hennar 9. febrúar sl. svohljóðandi:
"Samningur sveitarfélagsins við Stá ehf. um kaup á hádegisverði í leik- og grunnskóla á Sauðárkrkóki rennur út 31. júlí 2023. Í samningnum eru ákvæði sem heimila framlengingu samningsins um eitt ár í senn tvisvar sinnum. Nefndin leggur til að hádegisverðurinn verði boðinn út nú í vor og veittur verði sá sveigjanleiki í útboðinu að bjóða í tvennu lagi, annars vegar hádegisverð í leikskóla og hins vegar hádegisverð í grunnskóla. Í útboðslýsingum skal lögð mikil áhersla á íslenskt/skagfirskt hráefni, heilsusamlegt mataræði og að lágmarka vistspor þjónustunnar með því m.a. að nýta sem mest hráefni úr heimabyggð. Auk þess verði gerð krafa um að rekstraraðilar veiti upplýsingar um uppruna, innihaldslýsingar og framleiðsluhætti þeirra vara sem boðið er upp á. Farið verði eftir ábendingum Landlæknisembættisins um samsetningu matartegunda og í hverjum skóla verði matseðlar yfirfarnir og samþykktir og að ákveðið samræmi sé á milli skólastiga hvort sem um ræðir einn eða tvo verktaka. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á sveigjanleika í útboðinu hvað varðar fjölda matarskammta með tilliti til starfstíma beggja skólastiga, leikskóla og grunnskóla. Fjöldi matarskammta eru á milli 650 - 700. Nefndin vísar tillögunni til sveitarstjórnar."
Einar Einarsson, Framsóknarflokki og Sólborg S. Borgarsdóttir, Sjálfstæðisflokki leggja fram eftirfarandi bókun:
"Fræðslunefnd Skagafjarðar hefur áður fjallað um hugmyndir þess efnis að hádegisverður í leik- og grunnskólum á Sauðárkróki verði eldaður frá grunni og á staðnum. Á þeim tíma var farið í sérstaka greiningu á kostnaði vegna framleiðslu hádegisverðar fyrir Ársali og Árskóla í eldhúsi eldra stigs Ársala. Sú greining leiddi í ljós að ráðast þyrfti í talsverðar breytingar á eldhúsi beggja skóla. Í þeirri greiningu lá strax fyrir að miðað við aðstæður í Árskóla væri illmögulegt að breyta eldhúsinu í framleiðslueldhús. Þá var skoðað sérstaklega hvort Ársalir gætu annað framleiðslu hádegisverðar fyrir báða skólana. Hvað þá hugmynd varðaði þá var það mat þeirra sérfræðinga, sem fengnir voru til aðstoðar við greininguna, að skipuleggja þyrfti eldhúsið upp á nýtt, fjárfesta í nýjum tækjum og jafnframt þyrfti að ráðast í viðbyggingu til að hýsa frystiklefa fyrir eldhúsið. Ljóst var að slíkar breytingar myndu hafa í för með sér talsverðan kostnað fyrir sveitarfélagið, sbr. minnisblað sem lagt var til grundvallar kostnaðarmati."
Byggðarráð samþykkir málið fyrir sitt leyti með tveimur atkvæðum fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og vísar því til sveitarstjórnar.
Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
VG og óháð leggja áfram áherslu á að matur sé eldaður frá grunni fyrir alla skóla Skagafjarðar eftir gildum heilsueflandi grunnskóla. Við lögðum fram þá tillögu á byggðarráðsfundi í dag að óskað yrði eftir nýju kostnaðarmati við breytingar á eldhúsi Ársala til að hægt sé að elda mat þar fyrir leik- og grunnskóla á Sauðárkróki, þar sem horft verði til hagkvæmustu leiða en sú tillaga var felld af meirihluta. Við hörmum þá skammsýni í hönnun Ársala að ekki sé þar raunverulega fullbúið eldhús og leggjum áherslu á að svo verði í komandi leikskólabyggingu á Sauðárkróki.
Hrund Péturdóttir lagði fram eftirfarandi bókun meirihlutans.
Fræðslunefnd Skagafjarðar hefur áður fjallað um hugmyndir þess efnis að hádegisverður í leik- og grunnskóla á Sauðárkróki verði eldaður frá grunni og á staðnum. Á þeim tíma var farið í sérstaka greiningu á kostnaði vegna framleiðslu hádegisverðar fyrir Ársali og Árskóla í eldhúsi eldra stig Ársala. Sú greining leiddi í ljós að ráðast þyrfti í talsverðar breytingar á eldhúsi beggja skóla. Í þeirri greiningu lá strax fyrir að miðað við aðstæður í Árskóla væri illmögulegt að breyta eldhúsinu í framleiðslueldhús. Þá var skoðað sérstaklega hvort Ársalir gætu annað framleiðsu hádegisverðar fyrir báða skólana. Hvað þá hugmynd varðaðaði þá var það mat þeirra sérfræðinga, sem fengnir voru til aðstoðar við greininguna, að skipuleggja þyrfti eldhúsið upp á nýtt, fjárfesta í nýjum tækjum og jafnframt þyrfti að ráðast í viðbyggingu til að hýsa frystiklefa fyrir eldhúsið. Ljóst var að slíkar breytingar myndu hafa í för með sér talsverðan kostnað fyrir sveitarfélagið sbr. minnisblað sem lagt var til grundvallar kostnaðarmati.
Rétt þykir að benda á að ef tekin yrði ákvörðun um að fara í breytingar sem þessar að þá er óvíst um að hægt væri að manna í stöðu matráðs sem og afleysingu fyrir viðkomandi. Fram til þessa hefur gengið erfiðlega fyrir aðrar veitingaeigendur á svæðinu að manna slíkar stöður og er því ákveðin áhætta fólgin í því fyrir sveitarfélagið að ætla ráðast í fyrrnefndar breytingar ef óvissa er um hvort aðili fengist í starfið miðað við stöðuna í samfélaginu og á vinnumarkaðnum almennt. Í Skagafirði er fjölbreytt atvinnulíf og er nauðsynlegt að sveitarfélagið ýti undir einkaframtakið fremur en að ráðast í rekstur sem þennan, sér í lagi ef breytingarnar eru kostnaðarsamar og óvissuþættir of margir.
Eins og segir í fundargerð þá leggur fræðslunefndin til að hádegisverðurinn verði boðinn út nú í vor og veittur verði sá sveigjanleiki í útboðinu að bjóða í tvennu lagi, annars vegar hádegisverð í leikskóla og hins vegar hádegisverð í grunnskóla. Samstaða var í nefndinni um að fara þessa leið og er því umhugsunarvert af hverju fulltrúi VG og óháðra í sveitarstjórn koma nú með bókun sem er ekki í samræmi við niðurstöðu allra fulltrúa í fræðslunefnd þar með fulltrúa VG og óháðra.
Áfhildur Leifsdóttir tók til máls.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúar Vg og óháðra, óska bókað að þær sitji hjá.
Fræðslunefnd - 15. fundur - 01.06.2023
Á fundi fræðslunefndar þann 9. febrúar s.l. var ákveðið að bjóða út hádegisverð fyrir leikskóla og grunnskóla á Sauðárkróki. Ákvörðun þessi var staðfest í sveitarstjórn þann 15. febrúar 2023. Ákveðið var að leita til Consensa ehf. um að annast útboðið f.h. sveitarfélagsins. Var það gert í samræmi við lög og reglur sem gilda um opinber útboð. Að þessu sinni var jafnframt ákveðið að heimilt væri að bjóða í sitt hvorn hlutann, þ.e. leikskólann sér og grunnskólann sér. Einungis eitt tilboð barst í grunnskólahlutann, en ekkert í leikskólahlutann.
Með hliðsjón af því að það tilboð sem barst reyndist vera 32% yfir kostnaðaráætlun samþykkir fræðslunefnd að hafna tilboðinu. Slík hækkun hefði óhjákvæmilega leitt til verulegrar kostnaðarhækkunar á fæðisgjöldum frá því sem nú er.
Þess í stað leggur fræðslunefnd til að samningur við núverandi verksala verði framlengdur á grundvelli 3. greinar samnings sem gerður var á milli verkkaupa og verksala í júní 2020 en hún felur í sér heimild til að framlengja samning um eitt ár í senn í tvö ár.
Gott starf hefur verið unnið síðustu misseri í að bæta gæði skólamáltíða og verður þeirri vinnu haldið áfram. Fræðslunefnd vísar málinu til sveitarstjórnar.
Með hliðsjón af því að það tilboð sem barst reyndist vera 32% yfir kostnaðaráætlun samþykkir fræðslunefnd að hafna tilboðinu. Slík hækkun hefði óhjákvæmilega leitt til verulegrar kostnaðarhækkunar á fæðisgjöldum frá því sem nú er.
Þess í stað leggur fræðslunefnd til að samningur við núverandi verksala verði framlengdur á grundvelli 3. greinar samnings sem gerður var á milli verkkaupa og verksala í júní 2020 en hún felur í sér heimild til að framlengja samning um eitt ár í senn í tvö ár.
Gott starf hefur verið unnið síðustu misseri í að bæta gæði skólamáltíða og verður þeirri vinnu haldið áfram. Fræðslunefnd vísar málinu til sveitarstjórnar.
Byggðarráð Skagafjarðar - 51. fundur - 07.06.2023
Erindið var tekið fyrir á 15. fundi fræðslunefndar þann 1. júní 2023, sem bókaði eftirfarandi: "Á fundi fræðslunefndar þann 9. febrúar s.l. var ákveðið að bjóða út hádegisverð fyrir leikskóla og grunnskóla á Sauðárkróki. Ákvörðun þessi var staðfest í sveitarstjórn þann 15. febrúar 2023. Ákveðið var að leita til Consensa ehf. um að annast útboðið f.h. sveitarfélagsins. Var það gert í samræmi við lög og reglur sem gilda um opinber útboð. Að þessu sinni var jafnframt ákveðið að heimilt væri að bjóða í sitt hvorn hlutann, þ.e. leikskólann sér og grunnskólann sér. Einungis eitt tilboð barst í grunnskólahlutann, en ekkert í leikskólahlutann.
Með hliðsjón af því að það tilboð sem barst reyndist vera 32% yfir kostnaðaráætlun samþykkir fræðslunefnd að hafna tilboðinu. Slík hækkun hefði óhjákvæmilega leitt til verulegrar kostnaðarhækkunar á fæðisgjöldum frá því sem nú er.
Þess í stað leggur fræðslunefnd til að samningur við núverandi verksala verði framlengdur á grundvelli 3. greinar samnings sem gerður var á milli verkkaupa og verksala í júní 2020 en hún felur í sér heimild til að framlengja samning um eitt ár í senn í tvö ár.
Gott starf hefur verið unnið síðustu misseri í að bæta gæði skólamáltíða og verður þeirri vinnu haldið áfram. Fræðslunefnd vísar málinu til sveitarstjórnar."
Álfhildur Leifsdóttir leggur fram svohljóðandi tillögu:
VG og óháð leggja til að aftur verði boðinn út hádegisverður fyrir leik- og grunnskóla á Sauðárkróki. Einnig fara VG og óháð fram á að reiknaður verði út kostnaður við að elda frá grunni í eldhúsi leikskólans Ársala ásamt þeim lágmarks kostnaði sem þarf til að það eldhús uppfylli þær aðstæður og skilyrði sem til þarf. Reikna á kostnað við að elda fyrir leikskólana annars vegar og bæði leikskólana og grunnskólann hins vegar. Með því að elda frá grunni í eldhúsi Ársala væri matarmálum leik- og grunnskóla á Sauðárkróki komið í góðan farveg til framtíðar.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir að hafna tillögu Álfhildar.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í byggðarráði lýsa undrun á að fulltrúi VG og óháðra sé ekki samstíga sínum fulltrúum í fræðslunefnd. Þann 9. febrúar sl. var ákveðið í fræðslunefnd að bjóða út hádegisverð fyrir bæði Árskóla og Ársali. Var það samþykkt með atkvæðum allra fulltrúa í fræðslunefnd. Sama staða var núna þegar niðurstaða útboðsins lá fyrir, að öll fræðslunefndin og þar með taldir fulltrúar VG og óháðra samþykktu afgreiðsluna sem gekk út á að framlengja samning við núverandi verksala um eitt ár á grundvelli 3. greinar samnings sem gerður var á milli verkkaupa og verksala í júní 2020. Ástæða framlengingarinnar var að einungis eitt tilboð barst í sölu matar til Árskóla sem var 32% yfir áætluðum kostnaði og 70% yfir núverandi matarverði. Ekkert tilboð barst í sölu matar til Ársala og ekki er löglegt samkvæmt lögum um opinber innkaup að ganga til samninga við tilboðsgjafa.
Fulltrúar meirihlutans leggja til að ákvörðun fræðslunefndar standi en að fræðslunefnd taki strax til skoðunar þá valkosti sem eru í boði og gætu tekið við til lausnar á matarmálum Árskóla og Ársala að aflokinni þessari eins árs framlengingu.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir að vísa afgreiðslu fræðslunefndar til sveitarstjórnar.
Með hliðsjón af því að það tilboð sem barst reyndist vera 32% yfir kostnaðaráætlun samþykkir fræðslunefnd að hafna tilboðinu. Slík hækkun hefði óhjákvæmilega leitt til verulegrar kostnaðarhækkunar á fæðisgjöldum frá því sem nú er.
Þess í stað leggur fræðslunefnd til að samningur við núverandi verksala verði framlengdur á grundvelli 3. greinar samnings sem gerður var á milli verkkaupa og verksala í júní 2020 en hún felur í sér heimild til að framlengja samning um eitt ár í senn í tvö ár.
Gott starf hefur verið unnið síðustu misseri í að bæta gæði skólamáltíða og verður þeirri vinnu haldið áfram. Fræðslunefnd vísar málinu til sveitarstjórnar."
Álfhildur Leifsdóttir leggur fram svohljóðandi tillögu:
VG og óháð leggja til að aftur verði boðinn út hádegisverður fyrir leik- og grunnskóla á Sauðárkróki. Einnig fara VG og óháð fram á að reiknaður verði út kostnaður við að elda frá grunni í eldhúsi leikskólans Ársala ásamt þeim lágmarks kostnaði sem þarf til að það eldhús uppfylli þær aðstæður og skilyrði sem til þarf. Reikna á kostnað við að elda fyrir leikskólana annars vegar og bæði leikskólana og grunnskólann hins vegar. Með því að elda frá grunni í eldhúsi Ársala væri matarmálum leik- og grunnskóla á Sauðárkróki komið í góðan farveg til framtíðar.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir að hafna tillögu Álfhildar.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í byggðarráði lýsa undrun á að fulltrúi VG og óháðra sé ekki samstíga sínum fulltrúum í fræðslunefnd. Þann 9. febrúar sl. var ákveðið í fræðslunefnd að bjóða út hádegisverð fyrir bæði Árskóla og Ársali. Var það samþykkt með atkvæðum allra fulltrúa í fræðslunefnd. Sama staða var núna þegar niðurstaða útboðsins lá fyrir, að öll fræðslunefndin og þar með taldir fulltrúar VG og óháðra samþykktu afgreiðsluna sem gekk út á að framlengja samning við núverandi verksala um eitt ár á grundvelli 3. greinar samnings sem gerður var á milli verkkaupa og verksala í júní 2020. Ástæða framlengingarinnar var að einungis eitt tilboð barst í sölu matar til Árskóla sem var 32% yfir áætluðum kostnaði og 70% yfir núverandi matarverði. Ekkert tilboð barst í sölu matar til Ársala og ekki er löglegt samkvæmt lögum um opinber innkaup að ganga til samninga við tilboðsgjafa.
Fulltrúar meirihlutans leggja til að ákvörðun fræðslunefndar standi en að fræðslunefnd taki strax til skoðunar þá valkosti sem eru í boði og gætu tekið við til lausnar á matarmálum Árskóla og Ársala að aflokinni þessari eins árs framlengingu.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir að vísa afgreiðslu fræðslunefndar til sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Skagafjarðar - 14. fundur - 07.06.2023
Málinu vísað til sveitarstjórnar frá 51. fundi byggðarráðs þann 7. júní 2023 þannig bókað:
"Erindið var tekið fyrir á 15. fundi fræðslunefndar þann 1. júní 2023, sem bókaði eftirfarandi: "Á fundi fræðslunefndar þann 9. febrúar s.l. var ákveðið að bjóða út hádegisverð fyrir leikskóla og grunnskóla á Sauðárkróki. Ákvörðun þessi var staðfest í sveitarstjórn þann 15. febrúar 2023. Ákveðið var að leita til Consensa ehf. um að annast útboðið f.h. sveitarfélagsins. Var það gert í samræmi við lög og reglur sem gilda um opinber útboð. Að þessu sinni var jafnframt ákveðið að heimilt væri að bjóða í sitt hvorn hlutann, þ.e. leikskólann sér og grunnskólann sér. Einungis eitt tilboð barst í grunnskólahlutann, en ekkert í leikskólahlutann.
Með hliðsjón af því að það tilboð sem barst reyndist vera 32% yfir kostnaðaráætlun samþykkir fræðslunefnd að hafna tilboðinu. Slík hækkun hefði óhjákvæmilega leitt til verulegrar kostnaðarhækkunar á fæðisgjöldum frá því sem nú er.
Þess í stað leggur fræðslunefnd til að samningur við núverandi verksala verði framlengdur á grundvelli 3. greinar samnings sem gerður var á milli verkkaupa og verksala í júní 2020 en hún felur í sér heimild til að framlengja samning um eitt ár í senn í tvö ár.
Gott starf hefur verið unnið síðustu misseri í að bæta gæði skólamáltíða og verður þeirri vinnu haldið áfram. Fræðslunefnd vísar málinu til sveitarstjórnar."
Álfhildur Leifsdóttir leggur fram svohljóðandi tillögu:
VG og óháð leggja til að aftur verði boðinn út hádegisverður fyrir leik- og grunnskóla á Sauðárkróki. Einnig fara VG og óháð fram á að reiknaður verði út kostnaður við að elda frá grunni í eldhúsi leikskólans Ársala ásamt þeim lágmarks kostnaði sem þarf til að það eldhús uppfylli þær aðstæður og skilyrði sem til þarf. Reikna á kostnað við að elda fyrir leikskólana annars vegar og bæði leikskólana og grunnskólann hins vegar. Með því að elda frá grunni í eldhúsi Ársala væri matarmálum leik- og grunnskóla á Sauðárkróki komið í góðan farveg til framtíðar.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir að hafna tillögu Álfhildar.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í byggðarráði lýsa undrun á að fulltrúi VG og óháðra sé ekki samstíga sínum fulltrúum í fræðslunefnd. Þann 9. febrúar sl. var ákveðið í fræðslunefnd að bjóða út hádegisverð fyrir bæði Árskóla og Ársali. Var það samþykkt með atkvæðum allra fulltrúa í fræðslunefnd. Sama staða var núna þegar niðurstaða útboðsins lá fyrir, að öll fræðslunefndin og þar með taldir fulltrúar VG og óháðra samþykktu afgreiðsluna sem gekk út á að framlengja samning við núverandi verksala um eitt ár á grundvelli 3. greinar samnings sem gerður var á milli verkkaupa og verksala í júní 2020. Ástæða framlengingarinnar var að einungis eitt tilboð barst í sölu matar til Árskóla sem var 32% yfir áætluðum kostnaði og 70% yfir núverandi matarverði. Ekkert tilboð barst í sölu matar til Ársala og ekki er löglegt samkvæmt lögum um opinber innkaup að ganga til samninga við tilboðsgjafa.
Fulltrúar meirihlutans leggja til að ákvörðun fræðslunefndar standi en að fræðslunefnd taki strax til skoðunar þá valkosti sem eru í boði og gætu tekið við til lausnar á matarmálum Árskóla og Ársala að aflokinni þessari eins árs framlengingu.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir að vísa afgreiðslu fræðslunefndar til sveitarstjórnar."
Álfhildur Leifsdóttir, Einar E. Einarsson og Jóhanna Ey Harðardóttir tóku til máls.
Einar E. Einarsson leggur fram eftirfarandi bókun: "Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn lýsa undrun sinni á þeim vinnubrögðum sem fulltrúar VG og óðháðra viðhafa í sveitarstjórn og að þeir séu ekki samstíga sínum fulltrúm í Fræðslunefnd. Þann 9. febrúar sl. var ákveðið í fræðslunefnd að bjóða út hádegisverð fyrir bæði Árskóla og Ársali. Var það samþykkt með atkvæðum allra fulltrúa í fræðslunefnd. Sama staða var núna þegar niðurstaða útboðsins lá fyrir, að öll fræðslunefndin og þar með taldir fulltrúar VG og óháðra samþykktu afgreiðsluna sem gekk út á að framlengja samning við núverandi verksala um eitt ár á grundvelli 3. greinar samnings sem gerður var á milli verkkaupa og verksala í júní 2020. ,Ástæða framlengingarinnar var að einungis eitt tilboð barst í sölu matar til Árskóla sem var 32% yfir áætluðum kostnaði og 70% yfir núverandi matarverði. Ekkert tilboð barst í sölu matar til Ársala og ekki er löglegt samkvæmt lögum um opinber innkaup að ganga til samninga við tilboðsgjafa vegna Árskóla. Í framhaldinu mun svo fræðslunefnd taka til skoðunar þá valkosti sem eru í boði og gætu tekið við sem lausn á matarmálum Árskóla og Ársala að aflokinni þessari eins árs framlengingu."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með fimm atkvæðum. Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
"Erindið var tekið fyrir á 15. fundi fræðslunefndar þann 1. júní 2023, sem bókaði eftirfarandi: "Á fundi fræðslunefndar þann 9. febrúar s.l. var ákveðið að bjóða út hádegisverð fyrir leikskóla og grunnskóla á Sauðárkróki. Ákvörðun þessi var staðfest í sveitarstjórn þann 15. febrúar 2023. Ákveðið var að leita til Consensa ehf. um að annast útboðið f.h. sveitarfélagsins. Var það gert í samræmi við lög og reglur sem gilda um opinber útboð. Að þessu sinni var jafnframt ákveðið að heimilt væri að bjóða í sitt hvorn hlutann, þ.e. leikskólann sér og grunnskólann sér. Einungis eitt tilboð barst í grunnskólahlutann, en ekkert í leikskólahlutann.
Með hliðsjón af því að það tilboð sem barst reyndist vera 32% yfir kostnaðaráætlun samþykkir fræðslunefnd að hafna tilboðinu. Slík hækkun hefði óhjákvæmilega leitt til verulegrar kostnaðarhækkunar á fæðisgjöldum frá því sem nú er.
Þess í stað leggur fræðslunefnd til að samningur við núverandi verksala verði framlengdur á grundvelli 3. greinar samnings sem gerður var á milli verkkaupa og verksala í júní 2020 en hún felur í sér heimild til að framlengja samning um eitt ár í senn í tvö ár.
Gott starf hefur verið unnið síðustu misseri í að bæta gæði skólamáltíða og verður þeirri vinnu haldið áfram. Fræðslunefnd vísar málinu til sveitarstjórnar."
Álfhildur Leifsdóttir leggur fram svohljóðandi tillögu:
VG og óháð leggja til að aftur verði boðinn út hádegisverður fyrir leik- og grunnskóla á Sauðárkróki. Einnig fara VG og óháð fram á að reiknaður verði út kostnaður við að elda frá grunni í eldhúsi leikskólans Ársala ásamt þeim lágmarks kostnaði sem þarf til að það eldhús uppfylli þær aðstæður og skilyrði sem til þarf. Reikna á kostnað við að elda fyrir leikskólana annars vegar og bæði leikskólana og grunnskólann hins vegar. Með því að elda frá grunni í eldhúsi Ársala væri matarmálum leik- og grunnskóla á Sauðárkróki komið í góðan farveg til framtíðar.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir að hafna tillögu Álfhildar.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í byggðarráði lýsa undrun á að fulltrúi VG og óháðra sé ekki samstíga sínum fulltrúum í fræðslunefnd. Þann 9. febrúar sl. var ákveðið í fræðslunefnd að bjóða út hádegisverð fyrir bæði Árskóla og Ársali. Var það samþykkt með atkvæðum allra fulltrúa í fræðslunefnd. Sama staða var núna þegar niðurstaða útboðsins lá fyrir, að öll fræðslunefndin og þar með taldir fulltrúar VG og óháðra samþykktu afgreiðsluna sem gekk út á að framlengja samning við núverandi verksala um eitt ár á grundvelli 3. greinar samnings sem gerður var á milli verkkaupa og verksala í júní 2020. Ástæða framlengingarinnar var að einungis eitt tilboð barst í sölu matar til Árskóla sem var 32% yfir áætluðum kostnaði og 70% yfir núverandi matarverði. Ekkert tilboð barst í sölu matar til Ársala og ekki er löglegt samkvæmt lögum um opinber innkaup að ganga til samninga við tilboðsgjafa.
Fulltrúar meirihlutans leggja til að ákvörðun fræðslunefndar standi en að fræðslunefnd taki strax til skoðunar þá valkosti sem eru í boði og gætu tekið við til lausnar á matarmálum Árskóla og Ársala að aflokinni þessari eins árs framlengingu.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir að vísa afgreiðslu fræðslunefndar til sveitarstjórnar."
Álfhildur Leifsdóttir, Einar E. Einarsson og Jóhanna Ey Harðardóttir tóku til máls.
Einar E. Einarsson leggur fram eftirfarandi bókun: "Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn lýsa undrun sinni á þeim vinnubrögðum sem fulltrúar VG og óðháðra viðhafa í sveitarstjórn og að þeir séu ekki samstíga sínum fulltrúm í Fræðslunefnd. Þann 9. febrúar sl. var ákveðið í fræðslunefnd að bjóða út hádegisverð fyrir bæði Árskóla og Ársali. Var það samþykkt með atkvæðum allra fulltrúa í fræðslunefnd. Sama staða var núna þegar niðurstaða útboðsins lá fyrir, að öll fræðslunefndin og þar með taldir fulltrúar VG og óháðra samþykktu afgreiðsluna sem gekk út á að framlengja samning við núverandi verksala um eitt ár á grundvelli 3. greinar samnings sem gerður var á milli verkkaupa og verksala í júní 2020. ,Ástæða framlengingarinnar var að einungis eitt tilboð barst í sölu matar til Árskóla sem var 32% yfir áætluðum kostnaði og 70% yfir núverandi matarverði. Ekkert tilboð barst í sölu matar til Ársala og ekki er löglegt samkvæmt lögum um opinber innkaup að ganga til samninga við tilboðsgjafa vegna Árskóla. Í framhaldinu mun svo fræðslunefnd taka til skoðunar þá valkosti sem eru í boði og gætu tekið við sem lausn á matarmálum Árskóla og Ársala að aflokinni þessari eins árs framlengingu."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með fimm atkvæðum. Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.