Fara í efni

Borhola VH-03 Varmahlíð, rannsóknir og virkjun 2023

Málsnúmer 2301228

Vakta málsnúmer

Veitunefnd - 7. fundur - 24.02.2023

Ný dæla hefur verið sett niður í borholu VH-03 sem er staðsett við Norðurbrún í Varmahlíð. Prufudælingar úr holunni hafa staðið yfir frá áramótum og gengið vel. Með tengingu þessarar holu er útlit fyrir að ekki þurfi að koma til skömmtunar hjá Varmahlíðarveitu auk þess sem að rekstraröryggi veitunnar eykst verulega með tilkomu þessarar tengingar. Þörf verður á áframhaldandi rannsóknum á jarðhitasvæðinu í Varmahlíð og huga þarf að endurnýjun dæla í borholum.

Nýlega fundnar upplýsingar um borholu VH-03 leiddu í ljós að holan var í mun betra ásigkomulagi en talið var. Nefndin bendir á mikilvægi þess að allar upplýsingar um mannvirki af þessu tagi séu aðgengilegar.
Samþykkt er að hefja vinnu við endurnýjun á dælum í Varmahlíðarveitu. Til að tryggja rekstraröryggi veitunnar þarf því verki að vera hafið/lokið fyrir komandi vetur.
Nefndin fagnar þessum nýju upplýsingum sem gjörbreyta rekstraröryggi Varmahlíðarveitu.