Fara í efni

Skólavegur 1 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2301244

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 33. fundur - 01.02.2023

Lögð fram umsagnarbeiðni dagsett 27. janúar 2023 úr máli 2023-004618 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. og 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Magnús Sigmundsson sækir fyrir Hestasport - Ævintýraferðir ehf., kt. 500594-2769 um leyfi til reksturs gististaðar í flokki G, Íbúð, að Skólavegi 1, 560 Varmahlíð, F214-0829. Hámarksfjöldi gesta 6.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 12. fundur - 15.02.2023

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra í máli 2023-004618, dagsettur 27. janúar 2023. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Magnúsar Sigmundssonar f.h. Hestasport - Ævintýraferðir ehf., kt. 500594-2769 um leyfi til reksturs gististaðar í flokki G, Íbúð, að Skólavegi 1, Varmahlíð, F2140829. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.