Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

12. fundur 15. febrúar 2023 kl. 09:00 - 09:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Helgustaðir - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2212174Vakta málsnúmer

Ingvar Jónsson sækir f.h. Sólrúnar Júlíusdóttur um leyfi til að rífa hesthús mhl. 17 á jörðinni Helgustöðum, L146814 í Fljótum, ásamt því að byggja sauðburðaraðstöðu á þeim stað sem framangreint hesthús stendur. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Jónssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir eru í verki 21-23, númer A-01 og A-02, dagsettir 13.06.2022. Byggingaráform samþykkt.

2.Freyjugata 32 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2301069Vakta málsnúmer

Ragnar Freyr Olsen sækir um leyfi til að gera breytingu á útliti fjöleignahúss sem stendur á lóðinni númer 32 við Freyjugötu, eign með fasteignanúmerið F2131551. Breytingarnar varða glugga og hurð á annarri hæð ásamt því að byggja svalir. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni tæknifræðingi. Upprættir eru í verki 79005401, númer A-101 og B-101, dagsettir 2. nóvember 2022. Fyrir liggur samþykki eiganda íbúða með fasteignanúmerin F2131550 og F2131552. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

3.Skólavegur 1 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2301244Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra í máli 2023-004618, dagsettur 27. janúar 2023. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Magnúsar Sigmundssonar f.h. Hestasport - Ævintýraferðir ehf., kt. 500594-2769 um leyfi til reksturs gististaðar í flokki G, Íbúð, að Skólavegi 1, Varmahlíð, F2140829. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 09:45.