Fara í efni

Skipulagsnefnd - 19

Málsnúmer 2302017F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 11. fundur - 08.03.2023

Fundargerð 19. fundar skipulagsnefndar frá 21. febrúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 10. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 19 Hlynur Torfi Torfason og Íris Anna Karlsdóttir ráðgjafar hjá VSÓ ráðgjöf kynntu vinnslutillögur ásamt breytingaruppdráttum þar sem við á fyrir breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögur fyrir breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun - Aðalskipulagsbreytingar" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 19 Farið yfir minnisblað dags. 13.02.2023 frá Teiknistofu Norðurlands sem unnið var út frá athugasemdum skipulagsnefndarinnar vegna uppfærðra skipulagsgagna sem bárust 2. febrúar síðastliðinn.

    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar skipulagnefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. febrúar mars með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 19 Vísað frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 20.02.2022 þar sem bókað var:
    “Þinglýstur lóðarhafi Hesteyrar 2 Sauðárkróki, L143445 óskar eftir heimild að vinna breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á eigin kostnað, sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhugað er að stækka vélaverkstæði með viðbyggingu sem er að grunnfleti um 1070m².
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að veita lóðarhafa, Kaupfélagi Skagfirðinga, heimild til að vinna að breytingu á gildandi deiliskipulagi hafnarinnar á grundvelli meðfylgjandi gagna enda greiði lóðarhafi að fullu kostnað sem hlýst af deiliskipulagsbreytingunni. Að öðru leiti vísar umhverfis- og samgöngunefnd erindinu til skipulagsnefndar."

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað og óskar eftir frekari kynningu á framkominni tillögu.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Hesteyri 2 - Beiðni um deiliskipulagsbreytingu" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 19 Vísað frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 20.02.2022 þar sem bókað var:
    “Óskar Garðarsson f.h. Dögunar ehf, Hesteyri 1 óskar eftir heimild til að vinna á eigin kostnað, og í samráði við sveitarfélagið, breytingu á gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 5. mgr. hafnarreglugerðar Skagafjarðarhafna nr. 1040, dags. 12. nóv. 2018.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að veita Dögun ehf. heimild til að vinna að breytingu á gildandi deiliskipulagi hafnarinnar á grundvelli meðfylgjandi gagna enda greiði lóðarhafi að fullu kostnað sem hlýst af deiliskipulagsbreytingunni. Að öðru leiti vísar umhverfis- og samgöngunefnd erindinu til skipulagsnefndar."
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Hesteyri 1 og Vatneyri 1- Beiðni um deiliskipulagsbreytingu" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 19 Sveinn Jóhann Einarsson eigandi Brautarholts L146701 á Hofsósi óskar eftir 8. febrúar sl. að íbúðarhúsið Brautarholt verði skráð sumarhús.
    Skipulagsnefnd bendir á að umrætt hús stendur innan svæðis sem í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 er skilgreint ÍB-603, íbúðasvæði.
    Skipulagsnefnd hafnar erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar skipulagnefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. febrúar mars með níu atkvæðum.