Loftlagsdagurinn 2023
Málsnúmer 2302074
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd - 12. fundur - 06.03.2023
Loftslagsdagurinn 2023 fer fram 4. maí í Hörpu og beinu streymi. Umhverfisstofnun stendur fyrir Loftslagsdeginum ásamt samstarfsstofnunum. Þar koma saman margir af helstu sérfræðingum þjóðarinnar í loftslagsmálum og útskýra umræðuna á mannamáli! Dagskráin byggist á fjölbreyttum erindum, pallborðsumræðum, áhugaverðum hugvekjum, sýningum og tækifærum til að blanda geði. Áhersla verður lögð á gagnvirka þátttöku áhorfenda.