Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
Málsnúmer 2302152
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 35. fundur - 15.02.2023
Lagt fram til kynningar bréf dags. 10. febrúar 2023 frá Óttari Guðjónssyni framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga, sem sent er fyrir hönd kjörnefndar sjoðsins. Í bréfinu er athygli vakin á því að unnt er að bjóða sig fram til setu í stjórn sjóðsins til kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 8. mars nk. en framboðum þurfa að fylgja upplýsingar svo kjörnefnd geti tekið afstöðu til þekkingar, reynslu og almenns hæfis frambjóðenda. Kjörnefnd leggur í kjölfarið fram tillögu að skipan stjórnar og varastjórnar fyrir aðalfund Lánasjoðs sveitarfélaga sem haldinn verður þann 31. mars næstkomandi á Grand hótel í Reykjavík.