Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 10. febrúar 2023 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 33/2023, "Grænbók um húsnæðis- og mannvirkjamál". Upphaflegur umsagnarfrestur var til og með 19.02. 2023 en hann hefur nú verið framlengdur til og með 01.03. 2023. Byggðarráð Skagafjarðar fagnar gerð grænbókar stýrihóps innviðaráðherra um húnæðis- og mannvirkjamál. Um afar umfangsmikinn málaflokk er að ræða og nauðsynlegt að samhæfing hans við aðrar stefnur og áætlanir nái fram að ganga til að tryggja skilvirkara kerfi og enn frekari uppbyggingu vandaðs húsnæðis á hagkvæmum kjörum um land allt. Ljóst er að eins og staðan er í dag er afar erfitt fyrir fólk og fyrirtæki að fjármagna byggingu nýrra fasteigna og að húsnæðisstuðningskerfin eins og þau eru byggð í dag eru ekki nægilega samhæfð og taka ekki nægt tillit til verðlagshækkana á byggingamarkaði. Jákvætt er að fram kemur í grænbókinni að efla eigi tryggingavernd fasteignaeigenda og fræðslu og rannsóknir innan byggingariðnaðarins en nauðsynlegt er að herða enn frekar á byggingareftirliti og auka réttarvernd vegna byggingargalla. Jafnframt er jákvætt að horfa skuli til sérhæfðra lausna til að mæta áskorunum á húsæðismarkaði á landsbyggðinni.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar gerð grænbókar stýrihóps innviðaráðherra um húnæðis- og mannvirkjamál. Um afar umfangsmikinn málaflokk er að ræða og nauðsynlegt að samhæfing hans við aðrar stefnur og áætlanir nái fram að ganga til að tryggja skilvirkara kerfi og enn frekari uppbyggingu vandaðs húsnæðis á hagkvæmum kjörum um land allt. Ljóst er að eins og staðan er í dag er afar erfitt fyrir fólk og fyrirtæki að fjármagna byggingu nýrra fasteigna og að húsnæðisstuðningskerfin eins og þau eru byggð í dag eru ekki nægilega samhæfð og taka ekki nægt tillit til verðlagshækkana á byggingamarkaði. Jákvætt er að fram kemur í grænbókinni að efla eigi tryggingavernd fasteignaeigenda og fræðslu og rannsóknir innan byggingariðnaðarins en nauðsynlegt er að herða enn frekar á byggingareftirliti og auka réttarvernd vegna byggingargalla. Jafnframt er jákvætt að horfa skuli til sérhæfðra lausna til að mæta áskorunum á húsæðismarkaði á landsbyggðinni.