Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 10. febrúar 2023 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 31/2023, "Drög að þingsályktunartillögu um matvælastefnu". Umsagnarfrestur er til og með 24.02. 2023. Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkomnum drögum að matvælastefnu fyrir Ísland og því meginmarkmiði stefnunnar að íslensk matvælaframleiðsla verði efld enn frekar í sátt við umhverfi og samfélag hér á landi. Það er mikilvægt að um leið og við aukum markmið og kröfur til innlendrar framleiðslu að sambærilegar kröfur séu og verði gerðar til innfluttra matvara, hvort sem um er að ræða unnar eða óunnar vörur. Eina trygging neytenda fyrir gæðum þeirra vara sem stendur þeim til boða í verslunum eru kröfur sem settar eru á framleiðslu varanna og þær verða að vera þær sömu til innlendra framleiðenda og innfluttra matvæla. Ef sambærilegar kröfur eru ekki gerðar til uppruna allra þeirra matvæla sem standa Íslendingum til boða mun metnaðarfull matvælastefna ekki ná markmiðum sínum um öfluga og hreina innlenda framleiðslu. Það á líka að vera hluti matvælastefnunnar að neytendur séu upplýstir með augljósum hætti á umbúðum matvara um hver uppruni þeirra sé og við hvaða skilyrði þau eru framleidd. Þessar merkingar þurfa að vera skýrar þeim sem verslar eða neytir matvælanna hér á landi. Í framkomnum drögum að matvælastefnu til ársins 2040 er lagt til að gerð verði áætlun til 5 ára í senn um framkvæmd hennar. Það er mikilvægt að þetta verði að veruleika og að þeirri framkvæmdaráætlun fylgi það fjármagn sem þarf svo hún verði að veruleika og markmið stefnunnar nái fram að ganga. Stjórnvöld verða að bera ábyrgð á að svo verði.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkomnum drögum að matvælastefnu fyrir Ísland og því meginmarkmiði stefnunnar að íslensk matvælaframleiðsla verði efld enn frekar í sátt við umhverfi og samfélag hér á landi. Það er mikilvægt að um leið og við aukum markmið og kröfur til innlendrar framleiðslu að sambærilegar kröfur séu og verði gerðar til innfluttra matvara, hvort sem um er að ræða unnar eða óunnar vörur. Eina trygging neytenda fyrir gæðum þeirra vara sem stendur þeim til boða í verslunum eru kröfur sem settar eru á framleiðslu varanna og þær verða að vera þær sömu til innlendra framleiðenda og innfluttra matvæla. Ef sambærilegar kröfur eru ekki gerðar til uppruna allra þeirra matvæla sem standa Íslendingum til boða mun metnaðarfull matvælastefna ekki ná markmiðum sínum um öfluga og hreina innlenda framleiðslu.
Það á líka að vera hluti matvælastefnunnar að neytendur séu upplýstir með augljósum hætti á umbúðum matvara um hver uppruni þeirra sé og við hvaða skilyrði þau eru framleidd. Þessar merkingar þurfa að vera skýrar þeim sem verslar eða neytir matvælanna hér á landi.
Í framkomnum drögum að matvælastefnu til ársins 2040 er lagt til að gerð verði áætlun til 5 ára í senn um framkvæmd hennar. Það er mikilvægt að þetta verði að veruleika og að þeirri framkvæmdaráætlun fylgi það fjármagn sem þarf svo hún verði að veruleika og markmið stefnunnar nái fram að ganga. Stjórnvöld verða að bera ábyrgð á að svo verði.