Fara í efni

Samráð; Sameining héraðsdómstóla

Málsnúmer 2302156

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 35. fundur - 15.02.2023

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 10. febrúar 2023 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 29/2023, "Sameining héraðsdómstóla". Umsagnarfrestur er til og með 24.02. 2023.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um sameiningu héraðsdómstóla og er sammála þeirri tillögu sem er að finna í skýrslunni um að nauðsynlegt sé að efla starfsemi héraðsdómstóls/-stóla á núverandi starfsstöðvum, þ.á.m. Sauðárkróki, og að staðsetning þeirra verði lögfest. Jafnframt að lögfest verði að þrír starfsmenn verði að lágmarki starfandi á hverri starfsstöð, þar af að minnsta kosti tveir héraðsdómarar eða einn héraðsdómari og einn dómarafulltrúi, sem skapa ætti enn betra faglegt umhverfi hjá héraðsdómi. Hins vegar þarf að gæta að því að mögulegar breytingar leiði ekki til verri þjónustu við borgara landsins eða að of mikil sérhæfing myndi leiða til þess að áhuginn á því að starfa á einstökum starfsstöðvum á landsbyggðunum myndi dvína.