Fara í efni

Umsagnarbeiðni vegna jarðarlaga nr. 81 2004 - sala fasteigna til Fljótabakka ehf

Málsnúmer 2302235

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 38. fundur - 08.03.2023

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. febrúar 2023 frá matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna kaupa Fljótabakka ehf. á F2144120 Lambanes Reykir lóð B og F2144121 Lambanes Reykir lóð A. Með vísan til 8. mgr. 10. gr. a, jarðalaga er óskað eftir umsögn sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna ofangreinds. Sérstaklega er óskað eftir sjónarmiðum sveitarfélagsins um það hvort fyrirhuguð ráðstöfun fasteignar og áformuð nýting hennar samrýmist skipulagsáætlunum Skagafjarðar, landsskipulagsstefnu eða annarri stefnu um landnýtingu eftir því sem við á. Enn fremur hvort áformuð nýting fasteignar sé að mati sveitarfélagsins í samræmi við stærð, staðsetningu og ræktunarskilyrði hennar, sem og gæði og fasteignaréttindi sem fylgja henni og hvort ráðstöfunin styrki landbúnað og búsetu á viðkomandi svæði.
Byggðarráð telur að fyrirhuguð nýting fasteignanna af hálfu Fljótabakka ehf. samrýmist skipulagsáætlun Skagafjarðar og landsskipulagsstefnu eða annarri stefnu um landnýtingu eftir því sem við á, auk þess sem ráðstöfunin styrkir búsetu á viðkomandi svæði.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 11. fundur - 08.03.2023

Vísað frá 38. fundi byggðarráðs frá 8. mars 2023 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. febrúar 2023 frá matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna kaupa Fljótabakka ehf. á F2144120 Lambanes Reykir lóð B og F2144121 Lambanes Reykir lóð A. Með vísan til 8. mgr. 10. gr. a, jarðalaga er óskað eftir umsögn sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna ofangreinds. Sérstaklega er óskað eftir sjónarmiðum sveitarfélagsins um það hvort fyrirhuguð ráðstöfun fasteignar og áformuð nýting hennar samrýmist skipulagsáætlunum Skagafjarðar, landsskipulagsstefnu eða annarri stefnu um landnýtingu eftir því sem við á. Enn fremur hvort áformuð nýting fasteignar sé að mati sveitarfélagsins í samræmi við stærð, staðsetningu og ræktunarskilyrði hennar, sem og gæði og fasteignaréttindi sem fylgja henni og hvort ráðstöfunin styrki landbúnað og búsetu á viðkomandi svæði.
Byggðarráð telur að fyrirhuguð nýting fasteignanna af hálfu Fljótabakka ehf. samrýmist skipulagsáætlun Skagafjarðar og landsskipulagsstefnu eða annarri stefnu um landnýtingu eftir því sem við á, auk þess sem ráðstöfunin styrkir búsetu á viðkomandi svæði. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt meeð níu atkvæðum.