Skagafjarðarveitur hafa ákveðið að leggja stofnlögn frá dælubrunni á Steinsstöðum að borholu A sem er á sameiginlegu nýtingarsvæði jarðhitaréttinda. Notendum er boðið upp á að tengjast þessari lögn gegn gjaldi samkvæmt nánara samkomulagi. Mælar verða settir upp hjá öllum notendum á Steinsstaða svæðinu og áforma veiturnar að verkið verði unnið á næstunni.
Nefndin samþykkir áform Skagafjarðarveitna um að leggja lögn frá dælubrunni við Laugarhúsið á Steinsstöðum að tengipunkti við borholu A. Við þennan tengipunkt gefst notendum hitaveitu tækifæri á að tengjast Steinsstaðaveitu gegn nánara samkomulagi við Skagafjarðarveitur. Einnig samþykkir nefndin áform Skagafjarðarveitna að setja upp mæla við alla notendur Steinsstaðarveitu.
Nefndin samþykkir áform Skagafjarðarveitna um að leggja lögn frá dælubrunni við Laugarhúsið á Steinsstöðum að tengipunkti við borholu A. Við þennan tengipunkt gefst notendum hitaveitu tækifæri á að tengjast Steinsstaðaveitu gegn nánara samkomulagi við Skagafjarðarveitur. Einnig samþykkir nefndin áform Skagafjarðarveitna að setja upp mæla við alla notendur Steinsstaðarveitu.