Fara í efni

Steinsstaðir hitaveita - ný tenging stofnlagnar frá dælubrunni, mælavæðing,

Málsnúmer 2302236

Vakta málsnúmer

Veitunefnd - 7. fundur - 24.02.2023

Skagafjarðarveitur hafa ákveðið að leggja stofnlögn frá dælubrunni á Steinsstöðum að borholu A sem er á sameiginlegu nýtingarsvæði jarðhitaréttinda. Notendum er boðið upp á að tengjast þessari lögn gegn gjaldi samkvæmt nánara samkomulagi. Mælar verða settir upp hjá öllum notendum á Steinsstaða svæðinu og áforma veiturnar að verkið verði unnið á næstunni.

Nefndin samþykkir áform Skagafjarðarveitna um að leggja lögn frá dælubrunni við Laugarhúsið á Steinsstöðum að tengipunkti við borholu A. Við þennan tengipunkt gefst notendum hitaveitu tækifæri á að tengjast Steinsstaðaveitu gegn nánara samkomulagi við Skagafjarðarveitur. Einnig samþykkir nefndin áform Skagafjarðarveitna að setja upp mæla við alla notendur Steinsstaðarveitu.