Fara í efni

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - Fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 2303002

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 38. fundur - 08.03.2023

Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar 2023 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Rekstrarniðurstaða og framlegð A-hluta uppfylla ekki lágmarksviðmið nefndarinnar í áætluninni en þurfa að gera það eigi síðar en 2026.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir að stefnt skuli að því að öllum lágmarksviðmiðum eftirlitsnefndar fyrir rekstur A-hluta verði náð sem fyrst og eigi síðar en árið 2026 þegar skilyrði um jafnvægisreglu og skuldareglu taka gildi á ný en skilyrðin voru tímabundið afnumin í heimsfaraldri Covid-19 veirunnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 11. fundur - 08.03.2023

Vísað frá 38. fundi byggðarráðs frá 8. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar 2023 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Rekstrarniðurstaða og framlegð A-hluta uppfylla ekki lágmarksviðmið nefndarinnar í áætluninni en þurfa að gera það eigi síðar en 2026.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir að stefnt skuli að því að öllum lágmarksviðmiðum eftirlitsnefndar fyrir rekstur A-hluta verði náð sem fyrst og eigi síðar en árið 2026 þegar skilyrði um jafnvægisreglu og skuldareglu taka gildi á ný en skilyrðin voru tímabundið afnumin í heimsfaraldri Covid-19 veirunnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

Byggðarráð Skagafjarðar - 48. fundur - 17.05.2023

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 9. maí 2023 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023 og áhersluatriði.