Byggðarráð Skagafjarðar - 40
Málsnúmer 2303016F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 12. fundur - 19.04.2023
Fundargerð 40. fundar byggðarráðs frá 22. mars 2023 lögð fram til afgreiðslu á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Farið yfir upplýsingar úr eftirlitsskýrslum vegna eldsneytisleka úr neðanjarðargeymi N1 við verslun Kaupfélags Skagfirðinga, Suðurbraut 9 á Hofsósi og vöktun á á rokgjörnum lífrænum efnum á því svæði sem hreinsunaraðgerðir hafa náð yfir. Undir þessum dagskrárlið tóku Kristín Kröyer og Sigríður Kristinsdóttir frá Umhverfisstofnun þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Samkvæmt þeirra upplýsingum er eftirlit og mælingar í þeim farvegi sem lagt var upp með. Von er á að mælingar síðari hluta þessa árs sýni hvort hreinsunaraðgerðir hafi skilað ásættanlegum árangri. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagðir fram samningar Skagafjarðarveitna-hitaveitu við Dagnýju Stefánsdóttur og Róbert Loga Jóhannesson, Sigurð Friðriksson og ferðaþjónustuna Bakkaflöt ehf., og Friðrik Rúnar Friðriksson um afhendingu á heitu vatni o.fl.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og Hjörleifi B. Kvaran lögmanni að kynna samningana fyrir rétthöfum heits vatns úr landi Steinsstaða hinna fornu, í samræmi við umræður á fundinum. Afstaða rétthafa verði kynnt fyrir byggðarráði þegar hún liggur fyrir. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Erindið áður á dagskrá 34. fundar byggðarráðs þann 9. febrúar 2023. Lagt fram bréf dagsett 18. janúar 2023 frá forsvarsmanni Króksbíós ehf. varðandi seinkun á framkvæmdum við Bifröst og fjárhagslegs tjóns sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna þessa. Á fundinum var sveitarstjóra falið að afla frekari gagna fá Króksbíó ehf. Lögð fram samantekt á rekstrarkostnaði ársins 2022 frá Króksbíó ehf. ásamt tölvupósti frá 15. mars 2023.
Byggðarráð samþykkir að greiða bætur að fjárhæð 500.000 kr. til Króksbíós ehf. vegna tafa við framkvæmdir í Bifröst og fella undir framkvæmdakostnað. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. mars 2023 frá Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur fyrir hönd Íbúa- og átthagafélags Fljóta þar sem óskað er eftir formlegum fundi með til þess bærum aðilum frá sveitarfélaginu Skagafirði varðandi söfnun sorps í Fljótum. Segir að afar brýnt sé að blásið verði til íbúafundar sem allra fyrst svo engin vafamál séu varðandi þessi mál og hvernig sérstakar landfræði-og veðurfarslegar aðstæður svæðisins verði leystar með tilliti til söfnunar sorps.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að finna hentugan fundartíma. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagt fram bréf dagsett 13. mars 2023 frá Guðmundi Rúnari Guðmundssyni, þar sem hann sækir um leyfi fyrir hönd Vélhjólaklúbbs Skagafjarðar, kt. 580405-1260 um að halda Íslandsmót í snjócrossi þann 25. mars 2023 á skíðasvæðinu í Tindastóli. Með erindinu fylgir staðfesting á leyfi stjórnar Skíðadeildar Tindastóls fyrir mótshaldi á skíðasvæðinu.
Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir keppninni, svo fremi að önnur skilyrði fyrir mótinu séu uppfyllt. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagt fram ódagsett erindi sem barst 10. mars 2023 frá Þór Brynjarssyni ehf. og Hopp. Óskað er eftir að gerður verði þjónustusamningur milli Skagafjarðar og sérleyfishafa Þór Brynjarsson ehf. um leyfi til reksturs og þróunar á deilileigu fyrir rafskútur á Sauðárkróki.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum fyrirtækjanna á fjarfund með ráðinu til að ræða nánar um fyrirkomulag þjónustunnar. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. mars 2023 til allra sveitarstjórna frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi innleiðingu heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum, könnun á stöðu vegna skýrslu til Sameinuðu þjóðanna.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir Vg og óháðir óskar bókað.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun gilda á tímabilinu 2016 - 2030 og voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Aðildarríkin hafa skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna og er Ísland þar með talið. Heimsmarkmiðin er ekki endilega ný stefna en nýtist sem stefnumótunartæki og innleiðing þeirra skapar sveitarfélaginu tækifæri og aðferðir til að móta, bæta og innleiða þær stefnur og áætlanir sem sveitarfélagið hefur nú þegar sett sér, framkvæma reglulegar mælingar á árangri áætlana og nýta þær til að leggja mat á árangur og endurskoða áætlanir. Mikilvægt er að fá skýrt umboð frá æðstu stjórnendum sveitarfélagsins til að hefja vinnu við markmiðin. Það er því æskilegt að sveitarstjórn fjalli um vinnu tengda heimsmarkmiðunum og hugað sé þannig að pólitískum stuðningi við verkefnið. Það hefur ekki verið gert með formlegum hætti í Skagafirði og viljum við hvetja sveitastjórn okkar til nýta tækifærin sem þetta skapar og taka þá ákvörðun formlega að hefja innleiðingu heimsmarkmiðanna markvisst.
Vg og óháðir. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Öll sveitarfélög á Norðurlandi eru að vinna að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Lögð fram drög að svæðisáætlun ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2012. Gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér tillöguna og umhverfismatsskýrsluna og koma athugasemdum sínum á framfæri áður en áætlunin er afgreidd af viðkomandi sveitarstjórnum.
Lagt fram til kynningar. Byggðarráð samþykkir að taka málið fyrir á næsta fundi ráðsins. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagt fram aðalfundarboð Norðurár bs. vegna aðalfundar þann 24. mars 2023.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum og fari með atkvæðisrétt þess. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum. - .10 2303126 Samráð; Stöðuskjal og tillögur að aðgerðum um bætta nýtingu lífrænna efna í landbúnaði og landgræðsluByggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. mars 2023 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 63/2023, "Stöðuskjal og tillögur að aðgerðum um bætta nýtingu lífrænna efna í landbúnaði og landgræðslu". Umsagnarfrestur er til og með 24.03.2023.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar gerð stöðuskjals og tillögum að aðgerðum um bætta nýtingu lífrænna efna í landbúnaði og landgræðslu. Afar mikilvægt er að lífræn áburðarefni séu nýtt á sem bestan og hagkvæmastan hátt til stuðnings sjálfbærri auðlindanýtingu og til að draga úr innflutningi tilbúins áburðar.
Lífgas, sem hreinsað hefur verið svo hægt sé að nota það sem eldsneyti á bifreiðar, í daglegu tali kallað metaneldsneyti, er innlendur og endurnýtanlegur orkugjafi sem nýst getur í stað jarðefnaeldsneytis. Þegar eldsneytið er framleitt úr lífrænum úrgangi er það á meðal þess lífeldsneytis sem mest dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það getur þar með auðveldað stjórnvöldum að uppfylla innlendar og erlendar skuldbindingar sínar í umhverfis- og loftlagsmálum. Að auki getur framleiðsla og nýting lífgaseldsneytis stuðlað að bætingu fjölda annara umhverfismála á sviði landbúnaðar, förgunar úrgangs og endurvinnslu næringarefna.
Fyrri skoðanir hafa leitt í ljós að þegar viðeigandi hráefni hafa verið valin með hliðsjón af íslenskum lögum og reglum, geta á milli 27.000 og 32.000 tonn hráefnis nýst árlega til lífgasframleiðslu í Skagafirði. Gasframleiðslan, á ársgrundvelli, gæti verið allt frá 540.000 til 1.000.000 Nm3 - CH4.
Fyrri rannsóknir í Skagafirði hafa skilað þeirri niðurstöðu að rekstur miðlægrar lífgasframleiðslu í Skagafirði getur skilað jákvæðum rekstri en miðað við mismunandi forsendur og skort á verulegum fjárhagslegum stuðningi er lífgasframleiðsla í Skagafirði ekki fjárhagslega hagkvæm, þ.e. rekstrarafkoman er ekki nægjanlega jákvæð til að skila stofnkostnaði til baka og skila ásættanlegri arðsemi. Rekstrarhagkvæmni lífgasvera byggir þannig á stefnumótun stjórnvalda sem nær til margra mismunandi þátta.
Sagan frá nágrannalöndum okkar sýnir að vöxtur lífgasgeirans byrjar fyrst þegar fjárhagslegur stuðningur er innleiddur og breytingar á þessum stuðningi hafa mikil áhrif á vöxt geirans. Stefnumótun yfirvalda hefur afar mikið að segja. Það eru hins vegar engar algildar reglur um stefnumótun í þessum efnum þar sem hún er afar háð staðbundnum aðstæðum. Það er því afar mikilvægt að skoða hvert tilvik ofan í kjölinn um leið og tekið er mið af mismunandi framkvæmd í öðrum löndum. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. mars 2023 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 66/2023, "Drög að hvítbók um samgöngur og umhverfismatsskýrsla". Umsagnarfrestur er til og með 21.04.2023.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar hvítbók um samgöngumál sem er hluti af stefnumótunarferli samgönguáætlunar. Lykilviðfangsefnin 13 eru afar brýn og nauðsynlegt að unnið sé að framgangi úrlausna af festu. Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir flest sem fram kemur í hvítbókinni en bendir á nokkur mikilvæg atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga þegar ákvörðun er tekin um samgönguáætlun og fimm ára aðgerðaráætlun.
Greiðar og öruggar samgöngur fyrir alla eru brýnt hagsmunamál íbúa landsins og hafa áhrif á þróun smárra sem stórra byggða um land allt. Ekki þarf þannig að fjölyrða um mikilvægi samgangna til að treysta sjálfbærar byggðir og mynda öflug vinnu- og þjónustusóknarsvæði.
Byggðarráð Skagafjarðar varar við að þjónustu á vegum verði eingöngu forgangsraðað með hliðsjón af umferð. Mikilvægt er að einnig verði tekið mið af öryggi vega, snjóþyngd á ólíkum svæðum og horft verði sérstaklega til þess að nauðsynleg þjónusta verði veitt á vegum sem grunnskólabörn þurfa að fara um til og frá skóla. Skólaskylda er á Íslandi hjá börnum og ungmennum á aldrinum 6-16 ára og nauðsynlegt að stutt sé við menntun og félagslegan aðbúnað barna á þessum aldri. Í þessu skyni er afar brýnt að aukið fjármagn sé veitt til vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Hafa ber í huga ólíka stöðu landshluta í þessum efnum en þess má geta að á Norðurlandi vestra er hæsta hlutfall skólabarna sem býr í 30 km fjarlægð eða meira frá grunnskóla og í landshlutanum eru einnig flestir km eknir með skólabörn á malarvegum á landinu öllu.
Byggðarráð Skagafjarðar leggur einnig áherslu á að aðgengi íbúa að öruggri og lífsnauðsynlegri þjónustu sé tryggt með forgangsröðun í jarðgangaframkvæmdum. Dæmi um slíka þjónustu er fæðingarþjónusta en hún er hvergi veitt á Norðurlandi vestra. Fæðandi konur þurfa að fara yfir fjallvegi til að komast á sjúkrahús með sólarhringsskurðstofu. Nánast engir íbúar á Norðurlandi vestra eru í minna en klukkustundar fjarlægð frá sérhæfðu sjúkrahúsi með sólarhringsaðgang að skurðstofu. Annars staðar á landinu er þetta hlutfall 50-100%. Það er því ljóst að íbúar Norðurlands vestra hljóta að gera þá kröfu að samgöngur séu með þeim hætti að íbúar landshlutans sitji við sama borð og íbúar annarra landsvæða.
Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að stutt verði við hafnarframkvæmdir á Sauðárkróki en Sauðárkrókshöfn er ein meginlífæð atvinnulífs á svæðinu.
Byggðarráð Skagafjarðar bendir á góðar aðstæður fyrir einka- og kennsluflug á Alexandersflugvelli við Sauðárkrók en flugvöllurinn hefur þegar sannað sig á þessu sviði og mikilvægt að stjórnvöld stuðli að því að góðir innviðir sem þegar eru til staðar séu nýttir öllum til góðs. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. mars 2023 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 64/2023, "Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga". Umsagnarfrestur er til og með 27.03.2023.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar tillögum að breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sem miða að því að bæta gæði jöfnunar og einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins. Mikilvægt er að Jöfnunarsjóður sinni með raunverulegum hætti því mikilvæga hlutverki að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skattekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum en aðstæður sveitarfélaga landsins eru afar ólíkar, t.d. hvað varðar landstærð, fjölda þéttbýliskjarna, tekjugrundvöll o.fl. Með hliðsjón af nýju framlagi vegna höfuðstaðaálags vill byggðarráð minna á að nokkur sveitarfélög á landsbyggðinni eru í dag að veita mikla og fjölþætta félagslega þjónustu sem einnig mætti taka tillit til. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 14. mars 2023 þar sem heilbrigðisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 70/2023, "Drög að skýrslu um aðgerðaáætlun lýðheilsustefnu". Umsagnarfrestur er til og með 28.03.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. mars 2023 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 72/2023, "Drög að stefnu í málefnum sveitarfélaga (hvítbók)". Umsagnarfrestur er til og með 14.04.2023.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar hvítbók um sveitarstjórnarmál þar sem teknar eru saman upplýsingar um stöðu íslenskra sveitarfélaga og ráðist í samstillingu á stefnumótun ríkis og sveitarfélaga með heildarhagsmuni sveitarstjórnarstigsins í huga. Byggðarráð er sammála þeirri hugmyndafræði sem birtist um að samhæfa þurfi stefnur og áætlanir ríkisins hvað byggðaáætlun, samgönguáætlun, landsskipulagsstefnu, húsnæðisstefnu og stefnu í sveitarstjórnarmálum varðar. Með slíkri sameiginlegri framtíðarsýn og meginmarkmiðum í framangreindum stefnum ætti að vera unnt að ná sem bestum árangri í málaflokkunum. Mikilvægt er að þessar stefnur og áætlanir vinni raunverulega að framgangi mála, t.d. hvað varðar úrbætur á lýðfræðilegum veikleikum ólíkra landshluta en ljóst er að margar af fyrrgreindum áætlunum og stefnum hafa ekki stutt nægjanlega við þróun innviða og samfélaga á Norðurlandi vestra.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur einnig undir það sem kemur fram í drögum að stefnunni að fjármál séu eitt brýnasta úrlausnarefni ríkis og sveitarfélaga um þessar mundir enda hafa skyldur og ábyrgð á opinberri þjónustu í auknum mæli flust frá ríki til sveitarfélaga án þess að fullnægjandi tekjustofnar hafi fylgt með. Nauðsynlegt er að styrkja og fjölga tekjustofnum sveitarfélaga til að tryggja fjárhagslega sjálfbærni þeirra.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar jafnframt áformum um að útmá svokölluðum gráum svæðum í þjónustuskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagt fram til kynningar fundarboð um aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., föstudaginn 31. mars 2023 í Reykjavík. Vakin er athygli á því að allir sveitarstjórnarfulltrúar eiga rétt á að sækja aðalfundinn. Sveitarstjóri er handhafi atkvæðisréttar sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagt fram til kynningar bréf til allra sveitarstjórna frá innviðaráðuneytinu, dagsett 15. mars 2023 varðandi hvatningu vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.