Fara í efni

Vinagerði (Sölvanes) - Umsókn um stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2303076

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 22. fundur - 04.04.2023

Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson sækja fyrir hönd Smiðjugrundar ehf. um stofnun 2.306 m2 byggingarreits innan Vinagerðis útskiptrar spildu úr landi Sölvanes L146238 sem staðfest var fundi sveitarstjórnar 18.01.2023.
Einnig er þess óskað að breyta skráningu landsins úr sumarhúsalóð yfir í íbúðarhúsalóð.
Fyrirhugað er að byggja 100-150 m2 íbúðarhús.
Framlagður afstöðuuppdráttur er í mælikvarðanum 1:1500, unninn af David Bothe.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.