Skv. 42.gr. félagsþjónustulaga með síðari breytingum, skal samráðshópur um málefni fatlaðs fólks vera starfræktur á sameiginlegu þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Fjallað er um það í gr. 2.10 í samningi sveitarfélaga um þjónustuna. Um er að ræða formlegan samráðsvettvang þar sem fjallað er um þjónustu við fatlað fólk og framkvæmd og þróun þjónustunnar. Í samráðshópunum skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórnum af þjónustusvæðinu og skal einn vera úr Skagafirði, einn úr Austur-Húnavatnssýslu og einn úr Húnaþingi vestra, auk þriggja fulltrúa sem tilnefndir eru af hagsmunasamtökum fatlaðs fólks.
Byggðarráð samþykkir að formaður byggðarráðs verði fulltrúi Skagafjarðar í samráðshópnum.
Byggðarráð samþykkir að formaður byggðarráðs verði fulltrúi Skagafjarðar í samráðshópnum.