Fara í efni

Vatnsleysa (landnr. 146423) - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 2303183

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 21. fundur - 23.03.2023

Björn Friðrik Jónsson og Arndís Björk Brynjólfsdóttir fyrir hönd Vatnsleysubúsins ehf. þinglýsts eiganda jarðarinnar Vatnsleysu í Viðvíkursveit, landnúmer 146423 óska eftir heimild til að stofna fjórar spildur úr landi jarðarinnar, sem "Vatnsleysa 2", "Vatnsleysa 3", "Vatnsleysa 4" og "Vatnsleysa 5" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 70350101 útg. 13. mars 2023. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Ekki er sótt um staðfestingu á ytri merkjum.
Stærð Vatnsleysu, L146423, verður 148,2 ha.
Stærð Vatnsleysu 2 verður 93,3 ha að stærð, ræktað land 7,62 ha. Skráð notkun verði jörð.
Stærð Vatnsleysu 3 verður 3,01 ha að stærð, ræktað land 0,81 ha. Skráð notkun verði íbúðarhúsalóð (10).
Stærð Vatnsleysu 4 verður 3,54 ha að stærð. Skráð notkun verði jörð.
Stærð Vatnsleysu 5 verður 72,1 ha að stærð. Skráð notkun verði jörð.
Innan afmörkunar Vatnsleysu 3 eru matshlutar 03 sem er 168,7 m² íbúðarhús, 05 sem er 72,9 m² bílskúr og 13 sem er 20,3 m² íbúðarherbergi. Þessir matshlutar skulu fylgja Vatnsleysu 3.
Innan afmörkunar Vatnsleysu 4 eru matshlutar 04 sem er 170 m² hesthús, 06 sem er 112,5 m² hlaða, 07 sem er hlaða, 11 sem er 64,9 m² fjárhús og 12 sem er 137,4 m² hesthús. Þessir matshlutar skulu fylgja Vatnsleysu 4.
Landheiti útskiptra spildna vísar til upprunajarðar með næsta lausa staðgreini.
Hlunnindi vegna Austari-Héraðsvatna skiptast til helminga á milli Vatnsleysu, L146423, og Vatnsleysu 2. Engin önnur hlunnindi fylgja landskiptum.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Vatnsleysu, landnr. 146423.
Yfirferðarréttur að útskiptum spildum, Vatnsleysu 2, Vatnsleysu 3 og Vatnsleysu 4 verður um Vatnsleysuveg (7748) í landi Vatnsleysu, L146423. Yfirferðarréttur að Vatnsleysu landi, L187663, verður um heimreið í landi Vatnsleysu 5.
Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035. Breytt landnotkun skerðir ekki notkunarmöguleika á landbúnaðarlandi í flokki I og II skv. aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.