Fara í efni

Skipulagsnefnd

21. fundur 23. mars 2023 kl. 10:00 - 12:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Eyþór Fannar Sveinsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
  • Þröstur Magnússon varam.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Anna Kristín Guðmundsdóttir ráðgjafi í skipulagsmálum sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Nestún - Lóðarúthlutun

Málsnúmer 2303235Vakta málsnúmer

Í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins, gr. 2.3. auglýsti skipulagsnefnd Skagafjarðar 10 einbýlishúsalóðir á Sauðárkróki lausar til úthlutunar. Lóðirnar voru auglýstar frá og með 17. febrúar 2023 til og með 10. mars 2023.

Þrjár gildar umsóknir um tvær lóðir komu inn á umsóknarfrestinum.
Fulltrúar umsækjenda Nestúns 14 voru á staðnum:
Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Jón Svavarsson fyrir hönd Hafþórs Haraldssonar og Steinunnar Jónsdóttur.

a) Nestún 13
Ein umsókn barst um lóðina Nestún 13 á Sauðárkróki frá Gunnari Inga Gunnarssyni og Halldóru Björk Pálmarsdóttur.

Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjenda með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu eftir frekari skoðun skipulagsfulltrúa skv. niðurlagsákvæði þessa dagskrárliðar.

b) Nestún 14
Tvær umsóknir bárust um lóðina Nestún 14 á Sauðárkróki sem fyrsta val og því þarf að draga um lóðina. Umsóknir sem fyrsta val bárust frá: a) Stefáni Vagni Stefánssyni og Hrafnhildi Guðjónsdóttur og b) Hafþóri Haraldssyni og Steinunni Jónsdóttur.
Úr pottinum eru dregin nöfn Stefáns Vagns Stefánssonar og Hrafnhildar Guðjónsdóttur. Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjenda með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu eftir frekari skoðun skipulagsfulltrúa skv. niðurlagsákvæði þessa dagskrárliðar.

Skipulagsfulltrúa er falið að afla eftirfarandi upplýsinga og gagna varðandi umsækjendur, sem þeir láti í té innan frests sem skipulagsfulltúi setur:

1) Upplýsinga um stærð og gerð byggingar sem ætlunin er að reisa á lóðinni (í þágu greiðslumats sbr. b-lið).
2) Staðfestingar fjármálastofnunar um að greiðslumat þess á viðkomandi umsækjanda staðfesti fjárhagslega getu umsækjanda til þess að standa undir kostnaði við öflun lóðar og byggingu húss af þeirri stærð og gerð sem ráðgert er að byggja á viðkomandi lóð.
3) Búsforræðisvottorðs frá héraðsdómi, sbr. áskilnaður í 4.2 gr. lóðarúthlutunarreglana sveitarfélagsins, sem skal ekki vera eldra en frá því mars 2023, og staðfesti að umsækjandi sé ekki undir gjaldþrotaskiptum, né hafi orðið gjaldþrota á síðustu tveimur árum.
4) Staðfestingar stjórnsýslu- og fjármálasviðs sveitarfélagsins um að umsækjandi sé skuldlaus við sveitarsjóð, þ.e. að ekki sé til staðar krafa sveitarfélagsins á hendur umsækjanda sem fallin sé í eindaga.
5) Annarra upplýsinga og gagna sem máli skipta vegna úthlutunarreglna sveitarfélagsins.

Að lokinni yfirferð sinni á gögnum skal skipulagsfulltrúi greina nefndinni frá niðurstöðum sínum varðandi umrædd atriði og annað sem máli kann að skipta um endanlega afgreiðslu umsóknanna. Ráðgerir nefndin í kjölfar þess að taka afstöðu til þess hvort framangreindum fyrirvara um úthlutun til umsækjenda lóðanna verði aflétt. Gengur málið þar á eftir til samþykktar sveitarstjórnar á úthlutuninni.

2.Borgarteigur 8 (L229021) - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2211332Vakta málsnúmer

Í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins, gr. 2.3. auglýsti skipulagsnefnd Skagafjarðar framangreinda iðnaðar- og athafnalóð á Sauðárkróki lausa til úthlutunar. Lóðin var auglýst frá og með 17. febrúar 2023 til og með 10. mars 2023. Ein umsókn barst í lóðina, frá Helga Svan Einarssyni fyrir hönd Garðprýði ehf.

Skipulagsfulltrúa er falið að afla eftirfarandi upplýsinga og gagna varðandi umsækjanda, sem hann láti í té innan frests sem skipulagsfulltúi setur:

1) Upplýsinga um stærð og gerð byggingar sem ætlunin er að reisa á lóðinni (í þágu greiðslumats sbr. b-lið).
2) Staðfestingar fjármálastofnunar um að greiðslumat þess á viðkomandi umsækjanda staðfesti fjárhagslega getu umsækjanda til þess að standa undir kostnaði við öflun lóðar og byggingu húss af þeirri stærð og gerð sem ráðgert er að byggja á viðkomandi lóð.
3) Búsforræðisvottorðs frá héraðsdómi, sbr. áskilnaður í 4.2 gr. lóðarúthlutunarreglana sveitarfélagsins, sem skal ekki vera eldra en frá því mars 2023, og staðfesti að umsækjandi sé ekki undir gjaldþrotaskiptum, né hafi orðið gjaldþrota á síðustu tveimur árum.
4) Staðfestingar stjórnsýslu- og fjármálasviðs sveitarfélagsins um að umsækjandi sé skuldlaus við sveitarsjóð, þ.e. að ekki sé til staðar krafa sveitarfélagsins á hendur umsækjanda sem fallin sé í eindaga.
5) Síðasta samþykkta ársreikning umsækjenda sem áritaður hefur verið af löggiltum endurskoðanda.
6) Annarra upplýsinga og gagna sem máli skipta vegna úthlutunarreglna sveitarfélagsins.

Að lokinni yfirferð sinni á gögnum skal skipulagsfulltrúi greina nefndinni frá niðurstöðum sínum varðandi umrædd atriði og annað sem máli kann að skipta um endanlega afgreiðslu umsóknar. Ráðgerir nefndin í kjölfar þess að taka ákvörðun um afgreiðslu umsóknar. Gengur málið þar á eftir til samþykktar sveitarstjórnar varðandi úthlutunina.

3.Borgarflöt 29 - Lóðarúthlutun

Málsnúmer 2303237Vakta málsnúmer

Í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins, gr. 2.3. auglýsti skipulagsnefnd Skagafjarðar framangreinda iðnaðar- og athafnalóð á Sauðárkróki lausa til úthlutunar. Lóðin var auglýst frá og með 17. febrúar 2023 til og með 10. mars 2023.

Tvær umsóknir bárust í lóðina frá: a) Birgi Erni Hreinssyni og b) Kaupfélagi Skagfirðinga.

Skipulagsfulltrúa er falið að afla eftirfarandi upplýsinga og gagna varðandi hvorn umsækjanda, sem þeir láti í té innan frests sem skipulagsfulltúi setur:

1) Upplýsinga um stærð og gerð byggingar sem ætlunin er að reisa á lóðinni (í þágu greiðslumats sbr. b-lið).
2) Staðfestingar fjármálastofnunar um að greiðslumat þess á viðkomandi umsækjanda staðfesti fjárhagslega getu umsækjanda til þess að standa undir kostnaði við öflun lóðar og byggingu húss af þeirri stærð og gerð sem ráðgert er að byggja á viðkomandi lóð.
3) Búsforræðisvottorðs frá héraðsdómi, sbr. áskilnaður í 4.2 gr. lóðarúthlutunarreglana sveitarfélagsins, sem skal ekki vera eldra en frá því mars 2023, og staðfesti að umsækjandi sé ekki undir gjaldþrotaskiptum, né hafi orðið gjaldþrota á síðustu tveimur árum.
4) Staðfestingar stjórnsýslu- og fjármálasviðs sveitarfélagsins um að umsækjandi sé skuldlaus við sveitarsjóð, þ.e. að ekki sé til staðar krafa sveitarfélagsins á hendur umsækjanda sem fallin sé í eindaga.
5) Síðasta samþykkta ársreikning umsækjanda sem áritaður hefur verið af löggiltum endurskoðanda.
6) Annarra upplýsinga og gagna sem máli skipta vegna úthlutunarreglna sveitarfélagsins.

Að lokinni yfirferð sinni á gögnum skal skipulagsfulltrúi greina nefndinni frá niðurstöðum sínum varðandi umrædd atriði og annað sem máli kann að skipta um endanlega afgreiðslu umsóknanna. Ráðgerir nefndin í kjölfar þess að taka ákvörðun um afgreiðslu umsóknanna. Gengur málið þar á eftir til samþykktar sveitarstjórnar varðandi úthlutunina.

Álfhildur Leifsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

4.Lambeyri (201897) - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag í samræmi við 38. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Málsnúmer 2210243Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Lambeyri, L201897, í Tungusveit, Skagafirði lögð fram. Skipulagsuppdráttur unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu, útgáfa 1.0, í verki nr. 72046302, dags. 20.03.2023.
Tvær athugasemdir bárust við skipulagslýsinguna á auglýsingatímanum og brugðist hefur verið við þeim í deiliskipulagstillögunni.

Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Lambeyri í Tungusveit, Skagafirði í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.

5.Freyjugötureitur - Deiliskipulag

Málsnúmer 2105267Vakta málsnúmer

Farið yfir minnisblað með rýni á uppfærð drög að deiliskipulagstillögu dags. 07.03.2023 fyrir Freyjugötureitinn á Sauðárkróki.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

6.Gýgjarhóll - Beiðni um aðalskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2212198Vakta málsnúmer

Ingvar Gýgjar Jónsson eigandi Gýgjarhóls í Skagafirði óskar eftir í erindi dags. 27.12.2022 að við endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2020-2035 verði innan jarðarinnar skilgreint íbúðasvæði (ÍB), verslunar og þjónustusvæði (VÞ) auk skógræktar og landgræðslusvæðis (SL).
Meðfylgjandi loftmynd gerir grein fyrir umbeðinni breytingu.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

7.Útvíkkun námu á Gránumóum

Málsnúmer 2202118Vakta málsnúmer

Steinn Leó Sveinsson sviðstjóri sækir fyrir hönd Framkvæmdasviðs Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á 0,9 ha reit innan skilgreinds efnistökusvæðis (E-401) á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Óskað er eftir að vinna þar allt að 20.000 m3 af efni á ári hverju í 2-3 ár og þó eigi meira en 49.000 m3 að heildarmagni á vinnslutímabilinu. Náman er ætluð til viðhalds og nýframkvæmda í mannvirkja- og gatnagerð í sveitarfélaginu.
Framkvæmdin samræmist gildandi aðalskipulagi og er þar gert ráð fyrir áframhaldandi efnistöku til austurs innan efnistökusvæðis E-401 á Gránumóum við Gönguskarðsá.
Þar sem efnistökusvæðið er undir 2,5 ha og áætlað efnistökumagn undir 50.000 m3, fellur framkvæmdin undir flokk B í 1. viðauka í lögum nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana, er því ekki talið að framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum. Svæðið er í dag ræktað tún og úthagi sem er ekki innan skilgreinds náttúruverndarsvæði skv. aðalskipulagi og nýtur ekki sérstakrar verndar sbr. 57. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.
Óskað er eftir framkvæmdaleyfi gildi til 1. apríl 2025.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt.

8.Spennustöð við Sauðárkrókshöfn - Ósk um lóð

Málsnúmer 2303207Vakta málsnúmer

Rögnvaldur Guðmundsson sækir fyrir hönd RARIK eftir því að fá lóð undir spennistöð við Sauðárkrókshöfn í tengslum við fyrirhugaða stækkun og deiliskipulagsbreytingu hjá Dögun ehf.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins í samráði við Rarik.

9.Steinsstaðir lóð nr. 7 (LL222094) - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2208170Vakta málsnúmer

Jóhann Ari Böðvarsson lóðarhafi Steinsstaða lóð nr. 7 tilkynnir með skilaboðum í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins Skagafjarðar dags. 19.02.2023 að hann falli frá fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á lóðinni og skilar henni aftur til sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.

10.Víðigrund 5 - Lóðarmál

Málsnúmer 2303223Vakta málsnúmer

Víðigrund 5 L143835, lóðarleigusamningur. Þar sem ekki liggur fyrir þinglýstur lóðarleigusamningur vegna lóðarinnar felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að vinna lóðarblað og gera lóðarleigusamning fyrir lóðina á grundvelli gagna sem eru, Mæliblað nr. 55.4 dags. í apríl 1969 og þinglýsingarskjali Skjal_421-A-14152_125728.

Þröstur Magnússon vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

11.Nestún 1 - Lóðarmál, Umsókn um breikkun á innkeyrslu

Málsnúmer 2302227Vakta málsnúmer

Magnús E. Svavarsson lóðarhafi Nestúns 1, sækir um endurskoðun á höfnun erindis hans um breikkun á innkeyrslu til norðurs að lóðamörkum Nestúns 3. Frekari rökstuðingur fylgir með erindinu.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

12.Vatnsleysa (landnr. 146423) - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 2303183Vakta málsnúmer

Björn Friðrik Jónsson og Arndís Björk Brynjólfsdóttir fyrir hönd Vatnsleysubúsins ehf. þinglýsts eiganda jarðarinnar Vatnsleysu í Viðvíkursveit, landnúmer 146423 óska eftir heimild til að stofna fjórar spildur úr landi jarðarinnar, sem "Vatnsleysa 2", "Vatnsleysa 3", "Vatnsleysa 4" og "Vatnsleysa 5" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 70350101 útg. 13. mars 2023. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Ekki er sótt um staðfestingu á ytri merkjum.
Stærð Vatnsleysu, L146423, verður 148,2 ha.
Stærð Vatnsleysu 2 verður 93,3 ha að stærð, ræktað land 7,62 ha. Skráð notkun verði jörð.
Stærð Vatnsleysu 3 verður 3,01 ha að stærð, ræktað land 0,81 ha. Skráð notkun verði íbúðarhúsalóð (10).
Stærð Vatnsleysu 4 verður 3,54 ha að stærð. Skráð notkun verði jörð.
Stærð Vatnsleysu 5 verður 72,1 ha að stærð. Skráð notkun verði jörð.
Innan afmörkunar Vatnsleysu 3 eru matshlutar 03 sem er 168,7 m² íbúðarhús, 05 sem er 72,9 m² bílskúr og 13 sem er 20,3 m² íbúðarherbergi. Þessir matshlutar skulu fylgja Vatnsleysu 3.
Innan afmörkunar Vatnsleysu 4 eru matshlutar 04 sem er 170 m² hesthús, 06 sem er 112,5 m² hlaða, 07 sem er hlaða, 11 sem er 64,9 m² fjárhús og 12 sem er 137,4 m² hesthús. Þessir matshlutar skulu fylgja Vatnsleysu 4.
Landheiti útskiptra spildna vísar til upprunajarðar með næsta lausa staðgreini.
Hlunnindi vegna Austari-Héraðsvatna skiptast til helminga á milli Vatnsleysu, L146423, og Vatnsleysu 2. Engin önnur hlunnindi fylgja landskiptum.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Vatnsleysu, landnr. 146423.
Yfirferðarréttur að útskiptum spildum, Vatnsleysu 2, Vatnsleysu 3 og Vatnsleysu 4 verður um Vatnsleysuveg (7748) í landi Vatnsleysu, L146423. Yfirferðarréttur að Vatnsleysu landi, L187663, verður um heimreið í landi Vatnsleysu 5.
Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035. Breytt landnotkun skerðir ekki notkunarmöguleika á landbúnaðarlandi í flokki I og II skv. aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

13.Veðurstofa Íslands - Norræn ráðstefna um loftslagsbreytingar og aðlögun 17-18 apríl 2023 í Reykjavík.

Málsnúmer 2303148Vakta málsnúmer

Til kynningar tölvupóstur frá Veðurstofu Íslands vegna Norrænnar ráðstefnu um loftlagsbreytingar og aðlögun 17.-18. apríl 2023 í Reykjavík.

14.Sauðárkrókur - Deiliskipulag. Skógargata, Aðalgata frá leikvelli að Kambastíg

Málsnúmer 2202094Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing fyrir Skógargötureitinn, Aðalgötu frá leikvelli að Kambastíg unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu, dags. 21.03.2023.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins og Einar E. Einarsson varamaður kom inn í hennar stað.

15.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 13

Málsnúmer 2303014FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 13 þann 16.03.2023.

Fundi slitið - kl. 12:00.