Nestún - Lóðarúthlutun
Málsnúmer 2303235
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 23. fundur - 27.04.2023
Þeir aðilar sem fengu lóðirnar við Nestún 13 og 14 úthlutað á 21. fundi skipulagsnefndarinnar þann 23.03.2023 hafa nú skilað inn umbeðnum gögnum og fellur því niður sá fyrirvari sem gerður var við úthlutun lóðanna til umsækjenda.
Þrjár gildar umsóknir um tvær lóðir komu inn á umsóknarfrestinum.
Fulltrúar umsækjenda Nestúns 14 voru á staðnum:
Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Jón Svavarsson fyrir hönd Hafþórs Haraldssonar og Steinunnar Jónsdóttur.
a) Nestún 13
Ein umsókn barst um lóðina Nestún 13 á Sauðárkróki frá Gunnari Inga Gunnarssyni og Halldóru Björk Pálmarsdóttur.
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjenda með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu eftir frekari skoðun skipulagsfulltrúa skv. niðurlagsákvæði þessa dagskrárliðar.
b) Nestún 14
Tvær umsóknir bárust um lóðina Nestún 14 á Sauðárkróki sem fyrsta val og því þarf að draga um lóðina. Umsóknir sem fyrsta val bárust frá: a) Stefáni Vagni Stefánssyni og Hrafnhildi Guðjónsdóttur og b) Hafþóri Haraldssyni og Steinunni Jónsdóttur.
Úr pottinum eru dregin nöfn Stefáns Vagns Stefánssonar og Hrafnhildar Guðjónsdóttur. Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjenda með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu eftir frekari skoðun skipulagsfulltrúa skv. niðurlagsákvæði þessa dagskrárliðar.
Skipulagsfulltrúa er falið að afla eftirfarandi upplýsinga og gagna varðandi umsækjendur, sem þeir láti í té innan frests sem skipulagsfulltúi setur:
1) Upplýsinga um stærð og gerð byggingar sem ætlunin er að reisa á lóðinni (í þágu greiðslumats sbr. b-lið).
2) Staðfestingar fjármálastofnunar um að greiðslumat þess á viðkomandi umsækjanda staðfesti fjárhagslega getu umsækjanda til þess að standa undir kostnaði við öflun lóðar og byggingu húss af þeirri stærð og gerð sem ráðgert er að byggja á viðkomandi lóð.
3) Búsforræðisvottorðs frá héraðsdómi, sbr. áskilnaður í 4.2 gr. lóðarúthlutunarreglana sveitarfélagsins, sem skal ekki vera eldra en frá því mars 2023, og staðfesti að umsækjandi sé ekki undir gjaldþrotaskiptum, né hafi orðið gjaldþrota á síðustu tveimur árum.
4) Staðfestingar stjórnsýslu- og fjármálasviðs sveitarfélagsins um að umsækjandi sé skuldlaus við sveitarsjóð, þ.e. að ekki sé til staðar krafa sveitarfélagsins á hendur umsækjanda sem fallin sé í eindaga.
5) Annarra upplýsinga og gagna sem máli skipta vegna úthlutunarreglna sveitarfélagsins.
Að lokinni yfirferð sinni á gögnum skal skipulagsfulltrúi greina nefndinni frá niðurstöðum sínum varðandi umrædd atriði og annað sem máli kann að skipta um endanlega afgreiðslu umsóknanna. Ráðgerir nefndin í kjölfar þess að taka afstöðu til þess hvort framangreindum fyrirvara um úthlutun til umsækjenda lóðanna verði aflétt. Gengur málið þar á eftir til samþykktar sveitarstjórnar á úthlutuninni.