Fara í efni

Sundlaug Sauðárkróks, áfangi 2, múrverk útboð 2023

Málsnúmer 2303253

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 41. fundur - 29.03.2023

Lögð fram verklýsing og útboðslýsing vegna áfanga 2 við Sundlaug Sauðárkróks, múrverk og flísalagnir. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að bjóða verkið út í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 34. fundur - 31.05.2023

Lögð fram fundargerð frá opnun tilboða í útboðsverkið "Sundlaugin á Sauðárkróki - Múrverk og flísalögn", þann 10. maí 2023, kl. 13:00.
Eitt tilboð barst í verkið frá Múr og hleðslu ehf. að fjárhæð 91.810.982 kr. sem er 31,4% umfram kostnaðaráætlun verksins.
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks leggur til við byggðarráð Skagafjarðar að gengið verði til samninga við Múr og hleðslu ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 50. fundur - 31.05.2023

Lögð fram fundargerð frá opnun tilboða í útboðsverkið "Sundlaugin á Sauðárkróki - Múrverk og flísalögn", þann 10. maí 2023, kl. 13:00.
Eitt tilboð barst í verkið frá Múr og hleðslu ehf. að fjárhæð 91.810.982 kr. sem er 31,4% umfram kostnaðaráætlun verksins. Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks leggur til við byggðarráð Skagafjarðar að gengið verði til samninga við Múr og hleðslu ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs. Undir þessum dagskrárlið sátu Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri.
Byggðarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Múr og hleðslu ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.