Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

50. fundur 31. maí 2023 kl. 15:00 - 16:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Verkföll aðildarfélaga BSRB

Málsnúmer 2305204Vakta málsnúmer

Staða mála vegna boðaðra verkfalla aðildarfélaga BSRB og áhrif á starfsemi sveitarfélagsins rædd.
Byggðarráði Skagafjarðar þykir miður að til verkfalla hafi komið hjá aðildarfélögum BSRB, sem hafa mjög mikil áhrif á meðal annars starfsemi leikskóla, sundlauga og íþróttamannvirkja í Skagafirði. Verði verkföllin langvinnari en þegar hefur orðið, munu áhrif þeirra einnig koma fram með íþyngjandi hætti fyrir fleiri íbúa eins og boðað hefur verið í útvíkkun verkfalla sem munu hafa áhrif á starfsemi Ráðhúss, þjónustumiðstöðvar og Skagafjarðarveitna, enda um mjög mikilvæg störf að ræða. Mestu áhrifin eru þó án efa takmörkun á starfsemi leikskólanna og þau neikvæðu áhrif sem það hefur á barnafjölskyldur.
Byggðarráð samþykkir að leikskóla- og fæðisgjöld þeirra barna sem sannarlega geta ekki nýtt sinn rétt á leikskólanum vegna verkfalla, verði innheimt í hlutfalli við þann vistunartíma sem úthlutað er.

2.Sundlaug Sauðárkróks, áfangi 2, múrverk útboð 2023

Málsnúmer 2303253Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð frá opnun tilboða í útboðsverkið "Sundlaugin á Sauðárkróki - Múrverk og flísalögn", þann 10. maí 2023, kl. 13:00.
Eitt tilboð barst í verkið frá Múr og hleðslu ehf. að fjárhæð 91.810.982 kr. sem er 31,4% umfram kostnaðaráætlun verksins. Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks leggur til við byggðarráð Skagafjarðar að gengið verði til samninga við Múr og hleðslu ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs. Undir þessum dagskrárlið sátu Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri.
Byggðarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Múr og hleðslu ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

3.SAK - Árskóli viðhald A-álma 2023, hönnun og áætlun

Málsnúmer 2301088Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð frá opnun tilboða í útboðsverkið "Árskóli - klæðning og gluggar - 2023", þann 10. maí 2023, kl. 13:00.
Ekkert tilboð barst í verkið. Undir þessum dagskrárlið sátu Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri.
Þar sem ekkert tilboð barst í verkið þá samþykkir byggðarráð að fela starfsmönnum veitu- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

4.GAV - Hofsós grunnkóli, endurbætur hönnun

Málsnúmer 2211367Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð frá opnun tilboða í útboðsverkið "GAV-klæðningar og þak 2023", þann 10. maí 2023, kl. 13:00.
Eitt tilboð barst í verkið frá Uppsteypu ehf. sem nam 73,7% umfram kostnaðaráætlun. Undir þessum dagskrárlið sátu Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri.
Byggðarráð samþykkir að hafna fyrirliggjandi tilboði frá Uppsteypu ehf. og felur veitu- og framkvæmdasviði að setja fram verðfyrirspurnir til verktaka vegna verkhluta við eldri byggingu grunnskólans á Hofsósi.

5.Reglur um skólasókn í öðru skólahverfi

Málsnúmer 2304147Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi bókun frá 14. fundi fræðslunefndar frá 9. maí 2023:
"Reglur um skólasókn í öðru skólahverfi í Skagafirði lagðar fram. Sú breyting er gerð að í stað þess að skólahverfi Árskóla sé skilgreint frá Birkihlíð er það nú skilgreint frá Gili. Er það gert til samræmis við önnur ákvæði um skil skólahverfa. Nefndin samþykkir reglurnar eins og þær liggja fyrir."
Byggðarráð samþykkir breyttar reglur um skólasókn í öðru skólahverfi í Skagafirði og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

6.Útgáfa á starfsleyfi Öggs ehf

Málsnúmer 2305187Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ákvörðun Umhverfisstofnunar um endurnýjun á starfsleyfi Öggs ehf., Kjarvalsstöðum í Hjaltadal. Starfsleyfið tekur til landeldis á bleikju. Hámarkslífmassi á hverjum tíma má ekki fara yfir 12 tonn. Breytt starfsleyfi öðlast gildi við afhendingu til rekstraraðila og gildir til 17. maí 2039.

7.Betra Ísland og grænna

Málsnúmer 2305165Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Skógræktarfélags Íslands til allra sveitarfélaga á Íslandi, dagsett 22. maí 2023, Betra Ísland - og grænna. Á stjórnarfundi Skógræktarfélag Íslands þann 15. maí s.l. var fjallað m.a. um rangfærslur sem nýlega voru sendar sveitarfélögum um skógrækt.
Stjórn Skógræktarfélags Íslands varar við neikvæðum málflutningi andstæðinga skógræktar og lýsir sig reiðubúna til að veita upplýsingar og halda áfram að vinna með stjórnvöldum og sveitarfélögum landsins að því að klæða landið, gera það byggilegra og náttúruvænna með skipulagðri skógrækt. Þannig eiga náttúruleg fjölbreytni, gróska og grænir skógar á viðeigandi stöðum eftir að auka gildi Íslands fyrir íbúa þess og gestkomandi ferðamenn.

Fundi slitið - kl. 16:00.