Niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar
Málsnúmer 2303309
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 42. fundur - 05.04.2023
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 29.3. 2023, þar sem upplýst er um möguleika á að ríkið taki þátt í stofnkostnaði við umhverfisvæna orkuöflun sem dregur úr rafhitun eða olíukyndingu, t.d. með varmadælum, viðarkyndingu o.s.frv. Íbúðareigendur sem njóta niðurgreiddrar rafhitunar og vilja taka upp umhverfisvæna orkuöflun hafa því möguleika á að sækja um styrk í því skyni í gegnum þjónustugátt á vef Orkustofnunar.
Veitunefnd - 8. fundur - 22.06.2023
Á fundi Byggðaráðs 5.4.2023 og Sveitarstjórnar 19.4.2023. var lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 29.3. 2023, þar sem upplýst er um möguleika á að ríkið taki þátt í stofnkostnaði við umhverfisvæna orkuöflun sem dregur úr rafhitun eða olíukyndingu, t.d. með varmadælum, viðarkyndingu o.s.frv. Íbúðareigendur sem njóta niðurgreiddrar rafhitunar og vilja taka upp umhverfisvæna orkuöflun hafa því möguleika á að sækja um styrk í því skyni í gegnum þjónustugátt á vef Orkustofnunar. Kynntar voru leiðir til að styðja enn frekar við þessa þróun og dæmi um útfærslur sem notaðar eru á öðrum landsvæðum.
Veitunefnd fagnar því að ríkið komi að styrkveitingu vegna breytinga á húshitunaraðferðum. Skilgreina þarf köld svæði í Skagafirði og leggur Veitunefnd til að sú vinna verði hafin. Sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs er falið að vinna málið áfram.
Veitunefnd fagnar því að ríkið komi að styrkveitingu vegna breytinga á húshitunaraðferðum. Skilgreina þarf köld svæði í Skagafirði og leggur Veitunefnd til að sú vinna verði hafin. Sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs er falið að vinna málið áfram.