Veitunefnd
Dagskrá
1.Niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar
Málsnúmer 2303309Vakta málsnúmer
2.Varmahlíð - VH-03, virkjun holu
Málsnúmer 2303260Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu mála varðandi virkjun holu VH-03 í Varmahlíð. Ákveðið er að undirbúa holuna fyrir niðursetningu á djúpdælu með svipuðum hætti og gert var fyrir ári síðan í Hrolleifsdal en sú aðgerð lofar góðu. Gert er ráð fyrir að ný dæla verði keypt og sett niður vorið 2024. Þangað til verður haldið áfram að dæla samhliða úr holu VH-12 og VH-03 eins og gert hefur verið frá því í janúar á þessu ári. Með þessum móti á afhendingaröryggi á heitu vatni í Varmahlíð að vera tryggt.
3.Borgarmýri úttekt á jarðhitakerfinu
Málsnúmer 2306131Vakta málsnúmer
Gerður hefur verið samningur við Ísor um að gera úttekt á jarðhitakerfinu í Borgarmýrum með tilliti til aukinnar þarfar fyrir orku á svæðinu. Niðurstöður skulu liggja fyrir í septemberlok 2023. Sviðssstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs fer yfir stöðu verkefnisins.
4.Hrolleifsdalur aukin vinnsla og áhrif á jarðhitakerfið.
Málsnúmer 2306130Vakta málsnúmer
Gerður var samningur við Ísor um að meta áhrif djúpdælingar á afköst vinnslusvæðisins í Hrolleifsdal. Niðurstaða á að liggja fyrir í júlílok. Sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs fer yfir stöðu verkefnisins.
Fundi slitið - kl. 10:40.
Veitunefnd fagnar því að ríkið komi að styrkveitingu vegna breytinga á húshitunaraðferðum. Skilgreina þarf köld svæði í Skagafirði og leggur Veitunefnd til að sú vinna verði hafin. Sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs er falið að vinna málið áfram.