Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 43

Málsnúmer 2304007F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 12. fundur - 19.04.2023

Fundargerð 43. fundar byggðarráðs frá 12. apríl 2023 lögð fram til afgreiðslu á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Einar E Einarsson kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 43 Málið áður á dagskrá 42. fundar byggðarráðs þann 5. apríl 2023. erindi frá framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Tindastóls og yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið Skagafjörð um úrbætur á Sauðárkróksvelli (gervigrasvöllur), m.a. hvað varðar aðstöðu til sjónvarpsútsendinga, geymslu búnaðar og snjómoksturs á vellinum. Fulltrúar knattspyrnudeildar Tindastóls, Sunna Björk Atladóttir og Lee Ann Maginnis komu á fund ráðsins til viðræðu undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna í samráði við knattspyrnudeildina um aðstöðu til sjónvarpsútsendinga og mögulegan kostnað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 43 Farið yfir upplýsingar og gögn varðandi rennibrautir og rennibrautarhús við Sundlaug Sauðárkróks. Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri á veitu- og framkvæmdasviði sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð samþykkir að heimila sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að bjóða út rennibrautir, rennibrautarhús og uppsetningu samkvæmt framlögðum gögnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 43 Lagður fram viðauki við leigusamning, á milli sveitarfélagsins og Kaupfélags Skagfirðinga frá 17. maí 2010, um húsnæðið Borgarflöt 27, Sauðárkróki.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka með tveimur atkvæðum.

    Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð óskar bókað:
    Það verður að teljast óeðlilegt að gera óuppsegjanlegan samning til þriggja ára um húsnæði sem er óhentugt til þeirrar starfsemi sem þar fer fram. Sveitarfélagið kemur til með að greiða um 30 milljónir á umræddum bindandi samningstíma í leigu til Kaupfélags Skagfirðinga fyrir afnot að Borgarflöt 27 en tæplega 100 milljónir hafa verið greiddar þar í leigu frá upphafi. VG og óháð leggja til að samningur verði áfram óbreyttur, þ.e.a.s. með sömu uppsagnarákvæðum og verið hefur, en að um leið verði uppbyggingu nýs þjónustuhúss hraðað eins og auðið er.
    VG og óháð sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fulltrúar meirihlutans Einar E. Einarsson og Sólborg S. Borgarsdóttir leggja áherslu á að umræddur viðauki við húsaleigusamning um Borgartún 27 er skammtímalausn, á meðan unnið er að framtíðarlausn fyrir starfsemi veitu- og framkvæmdasviðs. Sú vinna er í fullum gangi og verður vonandi komin til framkvæmda eftir þrjú ár.

    Jóhanna Ey Harðardóttir, fulltrúi L-listans óskar bókað:
    Vinna er í gangi við framkvæmdir við húsnæði fyrir veitu- og framkvæmdasviðs. Teljum við það mikilvægt að framkvæmdinni verði hraðað eins og kostur er. Viðauki þessi við húsaleigusamning að Borgarflöt 27 er óuppsegjanlegur til 3 ára, fulltrúar Byggðalista styðja ekki viðaukann eins og hann liggur fyrir.

    Bókun fundar Fulltrúar Vg og óháðra ítreka fyrri bókun.
    Það verður að teljast óeðlilegt að gera óuppsegjanlegan samning til þriggja ára um húsnæði sem er óhentugt til þeirrar starfsemi sem þar fer fram. Sveitarfélagið kemur til með að greiða um 30 milljónir á umræddum bindandi samningstíma í leigu til Kaupfélags Skagfirðinga fyrir afnot að Borgarflöt 27 en tæplega 100 milljónir hafa verið greiddar þar í leigu frá upphafi. VG og óháð leggja til að samningur verði áfram óbreyttur, þ.e.a.s. með sömu uppsagnarákvæðum og verið hefur, en að um leið verði uppbyggingu nýs þjónustuhúss hraðað eins og auðið er. VG og óháð sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fulltrúar Byggðalistans ítreka fyrri bókun.
    Vinna er í gangi við framkvæmdir við húsnæði fyrir veitu- og framkvæmdasviðs. Teljum við það mikilvægt að framkvæmdinni verði hraðað eins og kostur er. Viðauki þessi við húsaleigusamning að Borgarflöt 27 er óuppsegjanlegur til 3 ára, fulltrúar Byggðalista styðja ekki viðaukann eins og hann liggur fyrir.

    Fulltrúar meirihluta óskað bókað.
    Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í meirihluta sveitarstjórnar vilja benda á að markviss vinna hefur staðið yfir undanfarna mánuði við að finna varanlega lausn á því óhagræði og þeim kostnaði sem fylgir því að hafa Skagafjarðarveitur og þjónustumiðstöð á tveimur starfsstöðvum í stað þess að hafa þær sameinaðar á einum stað. Í þessari vinnu hafa ýmsar leiðir verið skoðaðar í fullu samráði allra flokka í sveitarstjórn en því miður án árangurs til þessa. Er nú í vinnslu hugmynd um viðbyggingu við núverandi húsnæði að Borgarteig 15 og að óbreyttu mun sú vinna klárast með stækkun og endurbótum á næstu þremur árum. Var niðurstaða meirihluta sveitarstjórnar sú að endurnýja leigusamning á húsnæðinu að Borgarflöt 27 í þá veru sem allir flokkar fólu sveitarstjóra að vinna að á 39. fundi byggðarráðs.

    Við teljum því ekki á nokkurn hátt hættulegt né heldur óraunhæft að gera samning um leigu á húsnæðinu að Borgarflöt 27 með tveggja ára binditíma plús 12 mánaða uppsagnarfresti, gegn því að leigusalinn geri umsamdar endurbætur á húnæðinu sem koma okkur til góða þann tíma sem við eigum eftir í því húsnæði. Það verður hins vegar mjög ánægjulegt þegar Skagafjarðarveitur og þjónustumiðstöð sameinast á einum stað í húsnæði í eigu sveitarfélagsins.

    Afgreiðsla 43. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með 5 atkvæðum meirihluta.
  • .4 2304033 Lóð 25 á Nöfum
    Byggðarráð Skagafjarðar - 43 Byggðarráð samþykkir að auglýsa Lóð 25 á Nöfum lausa til umsóknar tímabundið til 31. desember 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 43 Lagt fram aðalfundarboð Svartárdeildar Veiðifélags Skagafjarðar þann 22. apríl 2023.
    Byggðarráð samþykkir að Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sveitarfélagsins fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 43 Lagt fram bréf dagsett 4. apríl 2023 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands varðandi styrktarsjóð EBÍ 2023. Vakin er athygli á að aðildarsveitarfélögum EBÍ er heimilt að senda inn umsókn í sjóðinn sem er vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna, s.s. sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum, en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2023.
    Byggðarráð samþykkir að fela Sigfúsi Ólafi Guðmundssyni verkefnastjóra að undirbúa umsókn í sjóðinn til uppsetningar á fræðsluskiltum um Verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki og Hofsósi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 43 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. apríl 2023 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Dags Þórs Baldvinssonar fyrir hönd Víðiholt 560 ehf., kt. 510422-2870, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Víðilundi 17, 560 Varmahlíð. H-Frístundahús.
    Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að rekstrarleyfið verði veitt og taki til átta gesta að hámarki í einu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 43 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 4. apríl 2023 frá Almannavörnum. Tilkynnt er um að fyrirhuguð ráðstefna Almannavarna - Hvers vegna erum við öll almannavarnir?, þann 27. apríl 2023 verði frestað fram á næsta haust. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 43 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 4. apríl 2023 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti þar sem boðið er til kynningar á skýrslu starfshóps um stöðumat og áskoranir varðandi mat og endurmótun á tilhögun hættumats og vöktunar vegna náttúruvár. Starfshópurinn var skipaður í kjölfar þingsályktunar sem samþykkt var á Alþingi í mars 2021. Hópurinn hefur skilað Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skýrslu sinni og verða niðurstöður hennar kynntar á fundi sem haldinn verður í Kaldalónssalnum í Hörpu fimmtudaginn 13. apríl 2023, kl. 10:00. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.