Fara í efni

Styrktarsjóður EBÍ 2023

Málsnúmer 2304034

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 43. fundur - 12.04.2023

Lagt fram bréf dagsett 4. apríl 2023 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands varðandi styrktarsjóð EBÍ 2023. Vakin er athygli á að aðildarsveitarfélögum EBÍ er heimilt að senda inn umsókn í sjóðinn sem er vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna, s.s. sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum, en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2023.
Byggðarráð samþykkir að fela Sigfúsi Ólafi Guðmundssyni verkefnastjóra að undirbúa umsókn í sjóðinn til uppsetningar á fræðsluskiltum um Verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki og Hofsósi.

Byggðarráð Skagafjarðar - 53. fundur - 21.06.2023

Lagt fram til kynningar bréf dags. 13. júní 2023 frá Önnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands. Í bréfinu er tilkynnt að Skagafirði er úthlutaður styrkur að upphæð kr. 780.000 vegna verkefnisins "Upplýsingaskilti um Verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki og Hofsósi".
Alls voru í ár samþykktar styrkveitingar til 13 aðila, samtals að upphæð 8 milljónir króna.