Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Beiðni um lokun á Aðalgötu á Sauðárkróki vegna tónleikahalds
Málsnúmer 2306152Vakta málsnúmer
2.Umsókn um landsmót hestamanna 2030
Málsnúmer 2306166Vakta málsnúmer
Lögð fram greinargerð um mótssvæðið á Hólum í Hjaltadal, með umsókn Hestamannafélagsins Skagfirðings til Landsmóts hestamanna ehf. um að fá heimild til að halda landsmót hestamanna árið 2030. Í greinargerðinni koma fram allar þær upplýsingar sem óskað er eftir að fylgi umsókninni, þ.e. upplýsingar um fyrirhugað mótssvæði, lýsing á staðháttum, upplýsingar um fjölda hesthúsplássa á og við mótssvæðið, fjölda gistirýma í nágrenni við mótssvæðið, áætlun um rekstur mótsins og teikningar af svæðinu. Umsóknin nýtur stuðnings Háskólans á Hólum.
Byggðarráð samþykkir að styðja jafnframt við umsóknina.
Byggðarráð samþykkir að styðja jafnframt við umsóknina.
3.Styrkbeiðni vegna fasteignaskatts
Málsnúmer 2306109Vakta málsnúmer
Sjá trúnaðarbók.
4.Samráð; Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands
Málsnúmer 2306106Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. júní 2023, þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 110/2023, Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands. Umsagnarfrestur er til og með 21. júlí 2023.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir áherslur um að efla og vernda mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins. Byggðarráð minnir á í tengslum við fyrirætlan um nýja stofnun á vegum ríkisins að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er áhersla á að til að styðja við byggðaþróun og valfrelsi í búsetu verði störf hjá ríkinu ekki staðbundin nema eðli starfsins krefjist þess sérstaklega. Jafnframt að stutt verði við starfsaaðstöðu hins opinbera á landsbyggðinni. Byggðarráð telur því einboðið að ef ný Mannréttindastofnun verður sett á laggirnar verði hún staðsett fjarri höfuðborgarsvæðinu. Í þessu tilfelli er ekki um að ræða flutning stofnunar heldur nýja stofnun.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir áherslur um að efla og vernda mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins. Byggðarráð minnir á í tengslum við fyrirætlan um nýja stofnun á vegum ríkisins að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er áhersla á að til að styðja við byggðaþróun og valfrelsi í búsetu verði störf hjá ríkinu ekki staðbundin nema eðli starfsins krefjist þess sérstaklega. Jafnframt að stutt verði við starfsaaðstöðu hins opinbera á landsbyggðinni. Byggðarráð telur því einboðið að ef ný Mannréttindastofnun verður sett á laggirnar verði hún staðsett fjarri höfuðborgarsvæðinu. Í þessu tilfelli er ekki um að ræða flutning stofnunar heldur nýja stofnun.
5.Samráð; Drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038
Málsnúmer 2306111Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 13. júní 2023, þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 112/2023, Drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Umsagnarfrestur er til og með 31. júlí 2023.
6.Styrktarsjóður EBÍ 2023
Málsnúmer 2304034Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf dags. 13. júní 2023 frá Önnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands. Í bréfinu er tilkynnt að Skagafirði er úthlutaður styrkur að upphæð kr. 780.000 vegna verkefnisins "Upplýsingaskilti um Verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki og Hofsósi".
Alls voru í ár samþykktar styrkveitingar til 13 aðila, samtals að upphæð 8 milljónir króna.
Alls voru í ár samþykktar styrkveitingar til 13 aðila, samtals að upphæð 8 milljónir króna.
Fundi slitið - kl. 14:45.
Byggðarráð samþykkir lokun götunnar með skilyrðum um samþykki lögreglu og trygga aðkomu neyðarbíla að svæðinu.